19. júní


19. júní - 19.06.1989, Síða 12

19. júní - 19.06.1989, Síða 12
Ófrjósemi meðal kvenna og karla hefur fœrst í vöxt á síðustu árum og er talið að 10-12% aföllum pörum eigi við ófrjósemisvandamál að stríða. Sum tímabundið en önnur langvarandi. Lengi vel var talið að ófrjósemi vceri fyrst og fremst vandamál kvenna og þær senda í rannsóknir á rannóknir ofan, jafnvel án þess að maki vœri skoðaður með tilliti til þessa Ófrjósemi er mjög mikið vandamál fyrir þá sem standa frammi fyrir slíku. Hjón eru reiðubúin að leggja á sig ótal rannsóknir og aðgerðir og óhjákvœmilegur fylgikvilli þessa er mikið andlegt álag, sem reynir á báða einstaklingana, svo ekki sé talað um sambandið sjálft. Prautagangan er oft löng og ströng en á tímum örra tœkniframfara er nú nýr valkostur í boði — glasafrjóvgun. Guðrún Ögmundsdóttir er félagsráðgjafi á Kvennadeild Landsspítalans og hefur haft töluverð afskipti af þessum málum. Við rœddum við hana um ófrjósemi, þá aðstoð sem konum er við vandamálið glíma er boðið upp á og um nýjasta valkostinn, glasafrjóvgun. AÐ VÆNTA EINSKIS EN VONA ÞAÐ BESTA Rœtt við Guðrúnu Ögmundsdóttur, félagsráðgjafa Ófrjósemi er mjög mikið vandamál fyrir þá sem standa frammi fyrir slíku. Hjón eru reiðubúin til að leggja á sig ótal rannsóknir og aðgerðir og óhjákvæmilegur fylgikvilli þessa er mikið andlegt álag, sem reynir á báða einstaklingana, svo ekki sé talað um sambandið sjálft. Þrautagangan er oft löng og ströng en á tímum örra tækniframfara er nú nýr valkostur í boði — glasafrjóvgun. Guðrún Ögmundsdóttir er félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og hefur haft töluverð afskipti af þessum málum. Við ræddum við hana um ófrjósemi, þá aðstoð sem konum er við vandamálið glíma er boð- ið upp á og um nýjasta valkostinn, glasa- frjóvgun. „Ófrjósemi er miklu algengara vandamál en almennt var talið. Það leynist mjög víða, í öllum stéttum, og því fylgir mikið tilfinn- ingalegt álag. Flestar reiknum við með því að geta eignast barn, enda höfum við verið aldar upp í því að það sé sjálfsagður hluti af tilverunni að verða móðir. Þetta er því mjög viðkvæmt mál fyrir margar konur — og karla líka. Konur skammast sín fyrir að vera ófrjósamar, finnst þær oft vera minni konur, eða jafnvel bara hálfar konur. Og hvergi er að finna neinar upplýsingar sem eru að- gengilegar fyrir konur sem eiga við ófrjó- semisvandamál að stríða og engan stuðning að fá í þeim tilfinningalega vanda sem því fylgir. Erlendis hafa myndast stuðningshóp- ar kvenna og hjóna í sambandi við ófrjó- semi, en það gerist ekki hér á landi vegna þess að við búum í svo litlu samfélagi. Því miður vil ég segja, því slíkur félagsskapur getur veitt mikinn stuðning sem full þörf er á. Og hvergi er boðið upp á ráðgjöf, samtöl eða aðra þjónustu innan heilbrigðiskerfis- ins. Óhjákvæmilega verð ég oft vör við þetta vandamál í starfi mínu sem félagsráðgjafi á Landspítalanum og get fullyrt að mikil þörf er fyrir slíka ráðgjöf. Nú fer töluverður hópur til útlanda á hverju ári í glasafrjóvgun. Er konum boðið upp á þennan möguleika, eða þurfa þær að leita eftir honum sjálfar? Læknar kynna konum yfirleitt þennan möguleika en þó ekki fyrr en flest annað hefur verið reynt. Það þarf afskaplega mikið að vera búið að ganga á þegar það gerist að konur fara út í glasafrjóvgun. Þá er búið að reyna allt annað, ýmsar flóknar aðgerðir, s.s. smásjáraðgerðir. En ef konur hafa til dæmis hvað eftir annað verið með utanlegs- fóstur þá er þetta oft eina leiðin. En það er mjög takmarkað upplýsingastreymi til þeirra kvenna sem taka ákvörðun um að fara út í glasafrjóvgun og nauðsynlegt að bæta tilfinningalegan og félagslegan undir- búning allan. Nú er öll fræðsla á hendi þess læknis sem konuna sendir. Og læknarnir 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.