19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 18

19. júní - 19.06.1989, Page 18
Tæknisœðing með frystu gjafasœði frá Danmörku var hafin hér á landi í byrjun árs 1980 og á nœsta ári er ráðgert að hefja glasafrjóvganir á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir að hœgt verði að framkvœma 100—150 slíkar aðgerðir árlega, en hátt í hundrað konur ásamt mökum sínum fóru á síðasta ári til Bretlands í glasafrjóvgun. Því má gera ráð fyrir að hátt í hundrað íslenskra glasabarna hafi þegar litið dagsins Ijós og sá fjöldi muni margfaldast í framtíðinni. TÆKNI- FRJÓVGUNUM FJÖLGAR ÖRT Á ÍSLANDI Gluggað í drög að nefndaráliti um réttaráhrif tœkni- frjóvgunar RÉTTARSTAÐA Enga löggjöf er að finna um tasknifrjóvg- un hér á landi, hvorki hvað varðar réttar- stöðu viðkomandi né framkvæmdina sjálfa eða annað sem henni tengist, en miklar deil- ur hafa orðið víða í nágrannalöndunum um þessi mál. Búast má þó við að áður en langt um líður verði sett hér lög um þessi efni og var fyrir tveimur árum skipuð fimm manna nefnd til að kanna réttaráhrif tæknifrjóvgun- ar og skila álitsgerð. Hana skipa einn fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu, tveir nefndar- menn voru skipaðir samkvæmt tilnefningu Lögmannafélags íslands, einn samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla Islands, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp, og einn nefndarmaður samkvæmt til- nefningu Barnaverndarráðs Islands. Nefnd- in hefur enn ekki lokið störfum en fyrir liggja drög að álitsgerð sem nú er á lokastigi. Við fengum leyfi til að skyggnast í vinnup- lögg nefndarinnar, en rétt er að undirstrika að nefndin hefur ekki skilað endanlegu áliti. Nefndin hefur haft til hliðsjónar lög og reglugerðir í nágrannalöndum okkar. Á að setja lög um tæknifrjóvgun? Tæknifrjóvgunarnefndin fjallaði m.a. um nauðsyn þess að setja lög um tæknifrjóvgun og að markaðar yrðu skýrar línur varðandi ýmis atriði, svo sem um framkvæmdina sjálfa, hver rétt skuli eiga á tæknifrjóvgun, hvaða skilyrði umsækjendur þurfa að full- nægja, réttarstöðu barnanna og um tilraunir á fósturvísum. Nokkuð mismunandi reglur eru um þessi mál á Norðurlöndunum. I Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi hafa verið sett lög um tæknifrjóvgun, en í Danmörku hefur ekki verið talin þörf á löggjöf um efnið. í Danmörku er starfandi siðaráð sem tryggja á að þinginu, opinberum aðilum og almenn- ingi séu ávallt veittar upplýsingar varðandi siðfræðileg vandamál eða ágreiningsefni sem upp koma vegna þróunar í læknisfræði og heilbrigðismálum. Þar eru þó bannaðar með lögum ákveðnar tilraunir í tengslum við tæknifrjóvgun. í Noregi tóku gildi 1987 lög um framkvæmd tæknifrjóvgunar. Sú löggjöf kom af stað miklum deilum í Noregi, ekki síst það ákvæði að einungis giftar konur skuli eiga rétt á tæknifrjóvgun. I Noregi má ekki nota frjóvguð egg til annars en koma þeim fyrir á ný í líkama konu og ekki má geyma þau lengur en í 12 mánuði. Bannað er að gera rannsóknir á frjóvguðum eggjum. Islenska nefndin virðist hallast að því að ekki beri að heimila tæknifrjóvgunaraðgerð- ir í vísindalegum tilgangi, en hugsanlegt sé að heimila rannsóknir á umframfósturvís- 18

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.