19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 23
Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir
Skyndilega fleygði hún honum frá sér og
fannst sér misboðið að þurfa að velja á þenn-
an hátt. Ólíkar tilfinningar toguðust á innra
með henni. En augnablikið leið hjá eins og
ský á himninum og næstum án umhugsunar
tók hún aftur upp bakpokann og lauk við að
setja í hann. Hún fór inn í eldhúsið og náði í
ávexti, hnetur og vatn til að taka með sér.
Þar sem hún stóð í hálf óhugnanlegri birt-
unni frá opnum ísskápnum ákvað hún að
hringja í Kam.
„Hver í tjandanum er þetta?“ Það var úrill
rödd Karls sem svaraði. Kira var búin að
gleyma að síminn væri hans megin við rúm-
ið.
„Kira, ég þarf að tala við Kam.“
„Hún er sofandi.“
„Nú, vektu hana þá,“ svaraði Kira reiði-
lega. Karl tautaði eitthvað á hinum endan-
um, en augnabliki síðar sagði óendanlega
syfjuleg rödd Kam halló.
„Kam, þetta er Kira. Ég er að fara.“ Hún
þagnaði augnablik en sagði svo „og ég vil að
þú komir með mér.“ Það var dauðaþögn á
hinum enda línunnar. „Kam?“
„Ertu veik, Kira? Og er David ekki
heima?“
„Já,“ svaraði Kira og skildi allt í einu hvað
systir hennar var að fara, „komdu fljótt og
taktu með þér töskur.“
„Vertu alveg róleg, Kira. Ég kem eins og
skot.“
„Hvar eigum við að hittast? Þú getur ekki
komið hingað.“
„Fyrir framan Pyttinn,“ hvíslaði Kam í
símann.
„Krána?“
„Já, þú veist, á horninu." Kira skildi ekki
hvíslið í henni en vissi hvar staðurinn var.
„Allt í lagi, eftir tíu mínútur þá.“
„Já, bless.“
Kráin var nálægt heimili Kam, en þangað
var rúmlega tíu mínútna gangur frá Kiru.
IC.IRA tók upp bakpokann, gekk að dyr-
unum en hikaði. Átti David ekki eitthvað
inni hjá henni? Bréf eða koss að skilnaði?
Hún vissi að hann myndi reyna að finna
hana, eða það hélt hún að minnsta kosti.
Hún tók bæklinginn upp úr vasanum og
nálgaðist öskubakkann. Hún kveikti í bréf-
inu svo þar væri vísbending. Aftur varð hún
hikandi. Hvað ef David fyndi hana og kæmi
með alla félagana úr Heilbrigðisráðuneytinu
með sér? Myndu þeir rústa þorpið sem Kira
vonaðist til að finna? Hún gat ekki tekið þá
áhættu. Hún lét bæklinginn brenna þar til
ekki var annað en aska í öskubakkanum.
Síðan læddist hún út um dyrnar, læsti á eftir
sér og stakk lyklinum inn um bréfalúguna í
þeirri vissu að ef allt gengi að óskum myndi
hún ekki hafa þörf fyrir hann oftar.
Kam beið hennar fyrir utan rökkvaða
glugga vínstofunnar. Allt í kring eigraði fólk
um ýmist í hópum eða tvö og tvö saman, allir
litarhættir og allar manngerðir blönduðust
saman í iðandi mannhafi New Hope borgar.
Kam tók undir handlegg hennar og horfði
brosandi í augu hennar. „Það er Vesturhlið-
ið,“ hvíslaði hún. „Haltu í hendina á mér svo
ég týni þér ekki.“ Kira kinkaði bara kolli og
hjartað barðist um í brjóstinu.
Mannfjöldinn umlukti þær þegar þær
héldu út á iðandi götuna. Neonljósaskiltin
sendu krefjandi skilaboð út í næturmyrkrið á
meðan hlátrasköll og óp fylltu loftið. Hugur
Kiru hringsnérist í litadýrðinni og lífinu sem
hrærðist allt í kring. Þetta var í fyrsta sinn
sem hún var á ferli í þessum bæjarhluta að
nóttu til.
Þær nálguðust Vesturhliðið. Þar var
aðeins einn vörður. „Vegabréfin,“ sagði
hann ólundarlega. Þær afhentu manninum
þunnar leðurbækur. Hann gaut augunum
fyrst á þær og síðan á myndirnar í vegabréf-
unum og skrifaði nöfnin þeirra á veggtöflu.
„Áfangastaður?“
„Amert,“ svaraði Kam blátt áfram. Kira
reyndi að ná tökum á öflugum skjálfta sem
greip hana. Hún fékk í magann við tilhugs-
unina um að hann kynni að neita að hleypa
þeim í gegn. Henni svelgdist á en reyndi að
leyna því með því að gera sér upp hósta.
Vörðurinn leit tortryggnislega upp.
„Ástæða heimsóknarinnar?“ spurði hann
og starði beint á Kiru. Hún veitti athygli
gráum augum hans og hvasst, þunnt nefið
virtist undirstrika skapgerðina og gerði að
verkum að fölt og mjóslegið andlit hans varð
enn ófríðara. Tunga hennar var sem límd við
góminn.
„Móðir okkar liggur fyrir dauðanum.
Okkur barst skeyti um að koma tafarlaust til
Amert til að . .“
„Hvert er nafn hennar?“ sagði hann í