19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 24
skipunarróm og snéri sér að tölvustjórn-
borði.
„Nafn?“ stamaði Kira.
„Já, heyrirðu eitthvað illa? Þú skalt ekki
halda að ég sé einhver einfeldningur. Fólk
fær ekki að fara úr borginni án ástæðu. Ég
ætla að athuga í skránum hvort þið eigið
nokkra móður í Amert.“ Sagan um deyjandi
móðurina varð úrelt strax í grunnskólanum.
Nafnið strax eða ég hringi í landamæraverð-
ina!“
„Cory Jochild,“ skaut Kam inn í með
óþolinmæði í röddinni. „Ef þú ætlar að vera
að þessu í alla nótt, þá verður hún dáin áður
en við komumst þangað.“
Vörðurinn snéri sér að stjórnborðinu án
þess að virða hana viðlits. Kira fylgdist með
því þegar grænt letrið birtist á skjánum.
Hann stöðvaði rununa í joðunum.
„Götuheiti.“
„Maple,“ svaraði Kam. Hann leit á þær
með megnustu fyrirlitningu. Kira reyndi að
láta á engu bera þegar bros tók að leita í
munnvikin.
„Þið megið halda áfram,“ sagði hann
höstuglega og afhenti þeim vegabréfin, „en
ég læt landamæraverðina í Amert vita af
ferðum ykkar.“
„Já, gerðu það endilega," sagði Kam með
öndina í hálsinum. „Það eru ekki einu sinni
landamæraverðir þar.“ Pær hlógu með sjálf-
um sér þegar hliðið opnaðist með rykk og
gengu í gegn.
Nóttin líkt og þagnaði þegar hliðið lokað-
ist á eftir þeim. Hinir þykku veggir sem um-
luktu borgina komu í veg fyrir að hávaðinn
bærist út fyrir þá. Kiru fannst hún skyndi-
lega missa allan mátt og hún hrasaði.
„Er ekki allt í lagi?“
„Hvað erum við að gera?“ hvíslaði Kira
og óskaði þess að hún væri aftur komin heim
í hlýtt rúmið sitt hjá David.
„Við ætlum að finna frelsi okkar,“ svaraði
Kam mjúklega. Kira leit á hana. Hún hafði
ekki séð systur sína ljóma á þennan hátt
síðan þær voru börn. Kira brosti en brast um
leið í grát.
„David, ég fór frá David. Ég kvaddi hann
ekki einu sinni.“ Hún sá hann fyrir sér þar
sem hann svaf, laus við allar áhyggjur. Auð-
sveipni lians gagnvart lífinu var í slíkri mót-
sögn við hennar eigin tilraunir til að finna
það jafnvægi, sem í raunveruleikanum var
ekki til. Þótt hún hataði allt það sem gerst
hafði á síðustu klukkustundum og var hluti
af heimi Davids, þá vissi hún að hún myndi
alltaf elska hann. Hún grét þungum ekka.
Kam hélt henni að sér og strauk hunangslit-
að hárið blíðlega.
„Nú skaltu kveðja,“ sagði Kam og snéri
systur sinni í átt að hvelfdri borginni. Kira
einblíndi á hvolfþakið, þessa óendanlega
víðfeðmu vin á jörðu, sem var að öðru leyti
líkust eyðimörk. I huganum kvaddi hún með
blíðuhótum manninn sem hún hafði þekkt í
tíu ár og búið með og elskað í fimm ár. Síðan
snéri hún sér við aftur, í átt að víðáttumikilli
auðninni, hinu óþekkta. Kam lagði hand-
legginn á öxl hennar og þær hófu gönguna í
vesturátt, til Barrens og þeirra kvenna sem
höfðu kosið að láta börnin sín vaxa og dafna
í móðurkviði.
VERA
BLAÐ FYRIR KONUR
SKRIFAÐ AF KONUM
ÁSKRIFTARSÍMI: 22188
24