19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 25

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 25
MAEG VERA IFRIÐI TAKK! Alveg nýlega heyrði ég umræður í útvarpinu um það hvernig nota bæri orðin maður, karl og kona. Karl- maður nokkur kvartaði þar undan notkun orðsins karl; það orð er hlið- stæða orðsins kerling, sagði hann og hélt því fram að rétt merking karls væri í rauninni aldraður karlmaður. Heiti kynjanna vildi þessi karlmaður hafa þessi: piltur og stúlka, maður og kona, karl og kerling. Margir hlust- endur urðu til að mótmæla þessu. Var vitnað bæði í Biblíuna og Njálu því til staðfestingar, að orðið maður er samheiti yfir bæði kynin. Saman- ber fyrstu Mósebók, þar sem stend- ur: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“ Og í þessum umræðum öllum var ekki síst rifjað upp gamla slagorðið okkar: „Konur eru líka menn.“ Og eftir að hafa heyrt út- varpshlustendur þrefa þannig drjúga stund um þetta, fór ég að þrefa við sjálfa mig . . . Víst eru konur mennskar! Það vefst dálítið fyrir mér að ég er maður, því verður ekki neitað. Það vefst fyrir mér að tala um sjálfa mig sem mann og illa gengur mér að fá börnin mín til að trúa því að ég sé maður! Og alveg er ég viss um, að þegar ég var barn, taldi ég konur ekki til manna — hefði jafnvel móðg- ast ef einhver hefði kallað hana mömmu mína mann! En svo kom sá tími, að breiðfylk- ingar kynsystra minna gerðu til þess kröfu að þær yrðu skilgreindar sem menn. Og ég var þeim sammála. Enda voru fyrir þessu mörg rök. Ti! dæmis: Hvernig gat ég litið á mig sem meðlim í mannfélaginu og part af mannkyninu, reynt að sýna af mér manndóm eða talið formæður mínar hafa átt hlut í mannkynssögunni ef ég var ekki maður? Getur kona talist mennsk nema hún sé maður? A þessum tíma varð til nýtt orð í íslensku — orðið starfskraftur. Þótt mér finnist það orðskrípi, skil ég alveg hvers vegna það var búið til: uppfinningamaðurinn hefur ein- hvern veginn ekki kunnað við það að biðja konur um að hlýða kalli eftir mönnum, t.d. í starfsauglýsingum. Hann (líklega hefur uppfinninga- maðurinn reyndar verið kona!) hefur e.t.v. hugsað sem svo, að það væri beinlínis asnalegt að segja menn, þegar átt er við bæði kynin. Það kann jafnvel að hafa hvarflað að honum (henni?), að auglýsing með orðinu starfsmaður höfðaði bara alls ekki til kvenna. Og það gæti svo sem verið alveg rétt hjá honum eða henni. . . . En eru þær taldar til manna? Nú — sem sagt, ég tók undir það með breiðfylkingunni, að ég væri maður. Og um nokkurt skeið gerði ég allt til að útbreiða tvíkynja merk- ingu orðsins með því að nota það 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.