19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 34

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 34
Helen Caldicott barnalœknir, friðarsinni og baráttukona frá Ástralíu verður gestur íslenskra kvenna sem stóðufyrir förinni frœgu á Nordisk Forum ífyrra og mun hún flytja fyrirlestur um ógnir kjarnorkunnar og afvopnunarmál íPjóðleik- húsinu að kvöldi þessl9. júní. Hún er þekkt víða um heim fyrir forgöngu sína að stofnun Samtaka lœkna gegn kjarnorkuvá, en hún var fyrsti forseti þeirra samtaka og er nú heiðursforseti þeirra. Helen var meðal erlendra gestafyrirlesara á norrœna kvennaþinginu og þar kom glöggt í Ijós yfirburða þekking hennar á viðfangsefninu auk slíks sannfœr- ingarkrafts og mœlsku að öllum viðstöddum verður ógleymanlegt. Strax vaknaði áhugi íslensku kvennanna á að fá Helen til íslands og þegar ákveðið var að halda uppi merkjum kvennaþingsins enn um sinn með dag- skránni „Áfram Forum “ þótti ekkert betur við hœfi en að Ijúka henni með komu Helenar á friðarvöku kvenna. Práttfyrir mikinn kostnað hafa margvísleg sam- tök kvenna sameinast um þessa heimsókn sem á áreiðanlega eftir að skilja eftir sig spor í hugum þeirra sem eiga þess kost að hlýða á Helen. Ástralía erfjarlœgt land ogþvíbar vel í veiðiþegar 19. júnígafst tœkifœri til að fá Matthildi Björnsdóttur, sem búsett er í Adelaide í Suður-Ástralíu, til að taka viðtal við Helen fyrir blaðið. Reyndar búa þœr sín í hvorum landshluta og fjarlœgðin milli þeirra svipuð og milli Reykjavíkur og Stokkhólms, en þrátt fyrir það tókst þeim að ná saman hluta úr dagstund í Adelaide þegar leið Helenar lá þar um á fyrirlestraferð. HELEN CALDICOTT, FRUMKVÖÐULL SAMTAKA LÆKNA GEGN KJARNORKUVÁ: „KONUR ERU EINA Móðir, Iæknir, kvenréttindakona, friðarsinni, baráttukona, hugsjóna- maður, frumkvöðull. Hver er hún eiginlega þessi kona sem íslensk kvennasamtök hafa boðið yfir hálfan hnöttinn til að halda erindi um afnám kjarnorkuvopna og friðarmál og hvernig kviknaði áhugi hennar á þessum málefnum? Ég fékk fyrst áhuga á að berjast gegn ógnum kjarnorkunnar eftir að ég hafði lesið bók Nevil Shutes Á ströndinni (On the Beach), þá fimm- tán ára gömul. Sagan er um kjarnorkustríð sem hefst af slysni á norðurhveli jarðar. Allir í heiminum hafa dáið nema fólk í Melbourne í Ástralíu. Sagan lýsir því svo hvernig úrfellið kemur að lokum þangað og verður þessum síð- ustu mannverum jarðar að aldurtila. Þessi saga hafði slík áhrif á mig að ég ákvað að helga mig starfi í þágu friðar og afvopnunar. Ég hafði líka alla mína bernsku verið í mjög nán- um tengslum við náttúruna. Ég er fædd í Melbourne og ólst upp í út- hverfi borgarinnar þar sem var stutt út í guðs græna náttúruna og hún varð mitt uppáhalds athvarf. Ég er elst þriggja systkina en þó var ég mjög mikið ein með sjálfri mér. Ég lá oft á maganum og fylgdist með lífinu í kring um mig. Horfði á maurana vinna, hlustaði á býflugurnar fljúga suðandi um loftin og fuglana syngja. Fylgdist með grasinu vaxa og dáðist að öllum villtu blómunum sem uxu allt í kring. Þessi sterku tengsl við náttúruna umhverfis mig hafa ráðið miklu um afstöðu mína æ síðan. Það hefur eflaust líka haft sín áhrif að viðhorf foreldra minna mótuðust mjög af mannúðarsjónarmiðum og sérstaklega var móðir mín sér með- vituð um umhverfismál og stjórnmál yfirleitt. Ég las sjálf mjög mikið í æsku, meðal annars allar fréttaskýr- ingar í blöðum og oft fór ég til mömmu til að ræða um það sem þar stóð. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.