19. júní


19. júní - 19.06.1989, Síða 45

19. júní - 19.06.1989, Síða 45
guðastall. Maðurinn heldur að hann geti leyst öll vandamál, sjúkdóma, hungur, hann telur vísindin leysa all- ar þrautir. Tæknihyggjan, sem hefst á 19. öld, mótar allar stefnur og strauma. Jafnvel dauðinn — hann taldi sig jafnvel geta valdað hann. Spíritismi er angi af þeirri hugmynd. En svo bara kemur í ljós að maður- inn stýrir í rauninni ekki lífríkinu, heldur sinni eigin tortímingu. Vald mannsins nær þangað. Kjarnorku- sprengjan er staðfesting þessa ógn- vænlega valds. Jón: í gamla daga var talað um að hægt væri að selja sig djöflinum. Djöfullinn veitti þekkingu og vald og þáði í staðinn sálina, það var hægt að ofurselja sál sína á þann hátt. Völd eru sennilega ekki orðin neitt ódýrari nú á tímum en þau voru þá. Hanna Maja: Jafnvel. Við þurfum að endurskoða afstöðu okkar til valdsins. Hugsið ykkur t.d. það, að hingað koma tveir menn, Reagan og Gorbasjev, tveir menn inni í skot- heldum bílum að tala um fjöregg heimsins. Tveir menn. Enginn full- trúi frá Vestur-Evrópu, engin kona, var einhver fulltrúi frá okkur? Peir sitja eins og tröllin og henda á milli sín fjöregginu. Og okkur finnst það eðlilegt! Það er enginn sem spyr: Af hverju eru þeir bara tveir þarna? Það ætti enginn að hafa þessi völd, sem þeir hafa. Fegurra mannlíf Olafur: Það vald, sem við finnum mest fyrir í dag, það er ósýnilegt vald kerfisins sem við hrærumst í. Þáttur þess er togstreitan á milli heimilis og atvinnu. Einu sinni var atvinna og heimili samtvinnað, konan var verk- stjóri innanhúss, karlinn utanhúss. Síðan færist atvinnan til sérhæfðra fyrirtækja fyrir utan og þessi fyrir- tæki setja ákveðnar leikreglur, sem þurfti að berjast lengi gegn til þess að menn hefðu eitthvert vald til að segja — ja hvort þeir vilji vinna 8,10 eða 12 stundir. Við höfum haft lagalegan rétt til þess að vinna 8 tíma hér á landi í hálfa öld eða svo, rétt sem enginn notar heldur höfum við barist fyrir því að nota hann ekki. Og ég held að stærsta byltingin núna fram- undan sé, eða núna er a.m.k. kom- inn tími til að fjölskyldan segi at- vinnulífinu fyrir verkum. Segi: svona viljum við hafa það, við viljum sveigj- anlegan vinnutíma og atvinnulífið verður að laga sig eftir því að við viljum móta okkar líf sem einstak- lingar og fyrirtækin verða að taka okkur á þeim kostum. Jón: Er einhver að gera þessar kröfur? Er ekki alltaf verið að hrópa á meiri neyslu? Erum við í raun og veru að biðja um sveigjanlegri eða styttri vinnutíma? Við ættum að geta, með þeim afkomumöguleikum sem við höfum, átt miklu yndislegra líf á íslandi en við eigum núna. En við erum svo upptekin af því að safna einhverju saman, sem við höfum svo varla tíma til að nota. Mér finnst ég ekki heyra þessa rödd, sem kallar á fegurra mannlíf. Hanna Maja: Það geri ég. Ms: Konur eru að gera þessar kröfur. Konur í stjórnmálaflokkum og utan þeirra. Við erum sammála um nauðsyn á sveigjanlegum vinnu- tíma, samfelldum skóladegi, örugg- ari dagvistun. Við erum alltaf að segja að uppbygging atvinnulífsins og samfélagsins stangist á við það mannlíf, sem við viljum að blómstri. Þórunn: Það voru konur í Sjálf- stæðisflokknum sem komu fyrst fram með kröfuna um sveigjanlegan vinnutíma. Jón: Ég sé hann ekki í samningun- um. Hanna Maja: Þá kemur að því hverjir setja fram samningskröfurnar og hverjir eru að semja? Ms: Kröfur kvenna komast ekki til framkvæmda vegna þess að konur hafa ekki völd til að framkvæma. En konur eru alls staðar að fara fram á breytingar af því tagi sem Ólafur tal- aði um. Neysluhyggja, góðæri Jón: En verður ekki að velja á milli neysluhyggjunnar og þeirra verð- mæta, sem slík kröfugerð keppir að? Það er ekki framleitt það skran í heiminum sem við erum ekki búin að setja heimsmet í kaupum á eftir hálf- an mánuð. Þessir peningar, sem við notum til að kaupa rafmagnsbak- klórur eða fótanuddtæki eða vídeo, þá mætti nota til að hafa það gott. „Það voru konur í Sjálfstœðisflokknum sem komu fyrst fram með kröfuna um sveigjanlegan vinnutíma. “ „Er ekki alltaf verið að hrópa á meiri neyslu? Erum við í raun og veru að biðja um sveigjanlegri eða styttri vinnutíma?“ 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.