19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 46
Þórunn: Við verðum að ganga í
gegnum þetta tímabil. Við áttum svo
lítið fyrir nokkrum árum og svo allt í
einu kemur auðurinn.
Ólafur: Það er djúpstæðara en
þetta. Ég hef kynnst Norðmönnum.
Þeir kjósa að byrja vinnu fyrr á
morgnana til að geta verið lausir kl. 4
og þá fara allir á skíði eða iðka aðra
útivist. Eftirvinna er fórn í þeirra
augum.
Þórunn: Þeir búa við annað efna-
hagskerfi, stöðugleika, litla verð-
bólgu . . .
Hanna Maja: Hér heima áttu fárra
kosta völ, hér er ekki hægt að stóla á
leiguhúsnæði, allir verða vesgú að
byggja.
Ólafur: Ég er viss um að þetta er
viss vítahringur. Af því að við erum
reiðubúin til að vinna 10 eða 12 tíma
þá þarf ekki að skipuleggja vinnuna.
Fyrirtækið hefur ódýrt vinnuafl sem
er á vinnustaðnum og ef stjórnanda
dettur eitthvað í hug að láta gera þá
bara grípur hann til þess, sama hvað
klukkunni líður.
Hanna Maja: Nú verð ég aftur að
koma að körlum og konum — þetta
er ekki skipulag sem konur bjuggu
til. Og allir kjarasamningar eru
komnir út í ógöngur.
Ólafur: Þetta er nú líka eitthvað
sem búið er að koma inn hjá körlum.
Þeim finnst þeir vera að svíkjast um
ef þeir eru heima.
Þórunn: Ekki getur sjálf fyrirvinn-
an bara setið heima!
Ólafur: Eða, já þetta er atvinnu-
strúkturnum að kenna. Og þar hafa
konur vissulega haft lítið að segja.
Þær eiga ekki í öllu samleið með
körlunum í stéttarfélögunum svo þær
eiga stundum samtímis í höggi við þá
og þær eiga í höggi við atvinnurek-
endur. Að því leyti eru þær kannski
samstæðari stétt heldur en nokkur
önnur stétt í þjóðfélaginu í dag því
þær eru yfirleitt í láglaunastörfunum.
Og það eru alltaf karlar, sem þær
þurfa að kljást við, m.a. vegna þess
að stéttarfélögin eru ekki kynskipt.
„Sterkir" einstaklingar
Hanna Maja: Það er nú það sem
gerir þessa baráttu svona erfiða og
hefur alltaf gert. Við erum í rauninni
46
„Þœr eiga ekki í öllu
samleið með
körlunum í stéttar-
félögunum svo þœr
eiga stundum sam-
tímis í höggi við þá
og þœr eiga í höggi
við atvinnurekendur.
... Og það eru alltaf
karlar sem þœr þurfa
að kljást við../‘
„Það er nú það sem
gerir þessa baráttu
svona erfiða og hefur
alltaf gert. Við erum í
rauninni alltaf að
berjast við eiginmenn
okkar, feður, syni,
brœður... “
alltaf að berjast við eiginmenn okk-
ar, feður, syni, bræður . . .
Þórunn: En getum við stillt þessu
svona upp, konur og karlar. Verðum
við ekki að fá þá í lið með okkur?
Ms: Hvað er búið að vera að reyna
það lengi án árangurs?
Ólafur: Það er náttúrulega hægt að
fá menn í lið með sér á mismunandi
hátt. Stéttarfélögin á sínum tíma
fengu atvinnurekendur með sér á
endanum með því að þau fengu þá til
að samþykkja eitt og annað. En þeir
urðu að slást allan tímann.
Þórunn: Ég set konur og karla
ekki upp á sama máta og þú setur
launþega og atvinnurekendur.
Soffía: Það finnst mér fyllilega
réttmætt að gera.
Jón: Þetta er jú samkeppni á milli
valdahópa.
Þórunn: Ef kona er að vinna sig
upp hjá einhverju fyrirtæki, lít ég
ekki á það sem svo að hún sé að vinna
móti körlunum sem fyrir eru. Þetta
er spurning um hæfari eða sterkari
einstakling og það skiptir ekki máli
hvort það er karl eða kona.
Ms: Matið á því hvor sé sterkari, er
kynbundið. Við teljum konurnar
jafn hæfa einstaklinga — ef ekki hæf-
ari reyndar! — samfélagið gerir það
ekki.
Hanna Maja: Allar fyrirmyndirnar
eru karlkyns. ímynd hins sterka
karls.
Þórunn: Auður Auðuns, Ragn-
hildur Helgadóttir — þetta eru sterk-
ir einstaklingar.
Hanna Maja: Já, við getum nefnt
einstakar konur en í það heila tekið
gegnir öðru máli. Þeir blasa alls stað-
ar við, þessir grásprengdu í jakkaföt-
unum! Þessar einstöku konur hafa að
vísu gert mikið gagn í að breyta
ímyndinni, jafnvel Margrét Thatcher
þó maður sé auðvitað algjörlega
ósammála henni. Þrátt fyrir allt segja
stelpurnar: ég gæti kannski orðið for-
sætisráðherra líka. Fyrir nokkrum
árum hefði það verið óhugsandi.
Þórunn: Það er áreiðanlega okkar
verk að breyta þessari ímynd.
Ms: Þá komum við að öðru um-
ræðuefni, nefnilega því hverju konur
vilja breyta í pólitík, hverju þær geti
breytt. Því vissulega viljum við gera
hlutina öðru vísi, ekki satt. Ein-