19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 47

19. júní - 19.06.1989, Page 47
hverju þarf það að breyta að auka hlut kvenna þar? Við erum búin að tala dálítið um vald og uppbyggingu flokkanna og um tvo sterka einstak- linga sem halda á fjöreggi heimsins. Viljum við að sterkir einstaklingar hafi völdin? Þórunn: Er það ekki spurning um mannlegt eðli? Þar sem hópur fólks kemur saman þá er eins og það veljist alltaf einhverjir til að verða leiðtog- ar. Hanna Maja: Á ólíkan hátt þó. Segjum að konan sé hinn svokallaði sterki einstaklingur inni á heimilinu. Á hvaða hátt? Hún er sterkari þegar kemur að umönnunarþættinum, því sem hún hefur lært af sínum for- mæðrum. Sá þáttur er lítils metinn. Þeir sem gefa sér tíma til að sinna mjúku málunum verða alltaf undir. Svo þetta umönnunarfólk lendir alltaf á botninum í pýramídanum. Þeirra lag er ekki metið sem stjórn- unaraðferð. Þórunn: Það er nýtt að konur stundi umönnunarstörfin utan heim- ilis og taki greiðslu fyrir. Þess vegna er svo erfitt að láta meta það. Hanna Maja: Til fjár já. En það má bæta við: til gildis. Hvort það sé met- ið til gildis í valdastrúktúrnum. Hvort við leitum að einstaklingum til að vera fulltrúar okkar, sem eru um- önnunarsinnaðir. Það er ekki þann- ig, við veljum okkur einmitt ekki þá sem annast heldur þá sem eru sterk- ir, stórir, strangir, höggva á mál og ýta til hliðar. „Mjúku" málin Soffía: Fólk sem snýr sér að stjórn- málum hefur auðvitað mismunandi reynslu að baki. Og konur lifa öðru vísi en karlar, þeirra líf er frábrugðið lífi karla og reynsla þeirra er þess vegna önnur. Við erum að tala um að þeirrar reynslu eigi að gæta meira þar sem ráðum er ráðið. Og meðal ann- arra orða, hver fann upp þetta orða- lag, mjúku málin? Ég veit fá öfug- mæli öllu herfilegri. Þau eru kennd við konur og þeirra baráttumál, sem karlar hafa vanrækt. Tökum dæmi af láglaunakonum. Það er ekki mýkt- inni fyrir að fara í þeirra lífsbaráttu.“ Þórunn: Við tölum um að karlar vilji halda sínum völdum efst í pýra- mídanum, en finnst ykkur ekki líka að konur vilji halda sínu. Þær hafa haft völd inni á heimilunum og vilja ekki láta þau af hendi. Jón: Sjálfsagt gerðum við rétt í því að líta á það sem lögmál að sá sem hefur vald, reynir að halda því. Völd eru hagsbætur og fólk vill ekki án þeirra vera. Ólafur: Ekki bara það. Oft er það bara gaman valdanna vegna. Jón: Þá langar mig til að spyrja: Af hverju sækjast konur eftir þessum völdum sem karlarnir hafa núna. Er það til að ná valdi yfir eigin örlögum? Þórunn: Til að geta bætt þjóðfé- lagið. Ms: Ég myndi vilja fá völd til að eyðileggja vald. Spreða því! Það væri í mínum huga hræðileg endalok kvennabaráttu ef allt sem hún hefir gert væri að skipta um kyn á þeim sem hafa völdin, hefði ekki breytt eðli þess. Jón: Já, það væri hræðilegt. En segjum nú að uppeldishlutverkið sé svolítil valdastaða, kannski sú mikil- vægasta. Þessi einkaréttur á að ala upp ungviði. Látiði hana af hendi? Þórunn: Margar konur vilja alls ekki gera það. Vilja ekki einu sinni að karlarnir ryksugi heima og vilja ekki fá þá inn í eldhús heldur halda sínu ríki fyrir sig. Hanna Maja: Mikið fannst mér við samt vera góðar í jafnréttisbarátt- unni! Við réttuni allt á silfurfati til strákanna og sögðum: gjöriði svo vel! Nú máttu fá barnið þitt og þú hefur jafnt forræði og allt það. Við héldum að þá myndu þeir koma í staðinn með allt á fati til okkar. En það var nú eitthvað annað. Við átt- um að læra allt sem þeir kunna og ganga inn í þeirra hlutverk og við gerðum það alveg með heiðri og sóma. En þeir hafa bara ekki lært okkar. Þeim finnst þau svo ómerki- leg að það taki því ekki að læra þau. Og þeir hafa engan áhuga á að vita hvað amma var að gera. Hvað eru margir strákar í sögunámi að lesa kvennasögu. Það eru til námskrár í kvennasögu, kvennabókmenntum, kvennaguðfræði — en þetta eru hornrekur í skólunum. Maður skyldi ætla að það væri alveg óskaplega áhugavert fyrir karlmenn að vita „ Og meðal annarra orða, hver fann upp þetta orðalag, mjúku málin? Eg veitfá öfugmœli öllu herfi- legri. “ hvað konur hafa verið að gera allar þessar aldir. Ég veit allt um ykkur. Hvað þið hugsuðuð, sögðuð, unr trúarbrögðin ykkar, bókmenntirnar, söguna, við hverja þið börðust og hver sigraði. En strákarnir sem sitja þarna, þeir hafa ekki snefils áhuga. Það strandar ekki á konum núna, heldur á körl- um. Ólafur: Þið hafið verið svo önnum kafnar við að tileinka ykkur okkar hugmyndir og störf að þið hafið ekki mátt vera að því að ala strákana upp í að hafa áhuga á ykkar! Hanna Maja: Áð þessu leyti erum við eins og konurnar í flokkunum, á tveimur vígstöðvum, annars vegar að ala strákana okkar upp svo þeir verði ekki undir í samfélaginu og hins veg- ar að sýna þeim hina hlið málsins líka. Það er ekki lítið verk að koma barni til manns þannig að það verði ekki undir í þessu kerfi og um leið að gagnrýna það kerfi, skal ég segja þér! Og hér er sleginn botninn í. Ékki vegna þess að umræðan væri á þrot- um heldur vegna þess að 19. júní hef- ur takmarkað rými. Lesendum leyf- ist einfaldlega ekki að standa á hleri lengur! Vonandi eruð þið þó ein- hverju nær og með næg umhugsunar- efni í kollinum að lestrinum loknum. Ms. 47

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.