19. júní - 19.06.1989, Síða 56
KONURí
T1MARNIR
ERU EKKI
SVO BREYTTIR
Bseptember á þessu ári eru 28 ár síðan Anna Vil-
hjálms söng fyrst opinberlega, en allan þennan
tíma, með litlum hléum, hefur hún sungið með
danshljómsveitum, bæði eigin og með mætum
mönnum eins og Magnúsi Ingimarssyni, Svavari
Gests og Gunnari Ormslev. Lengst hlé varð á
söng hennar kringum 1980, er hún fór í aðgerð á
eyra, en hún þjáist af sama heyrnarsjúkdómi og
Diddú og er búin að missa heyrn á öðru eyranu
eins og hún.
Ég hitti Önnu í Glæsibæ þar sem hún æfir
dansleikjaprógramm. Hún var í miðju kafi að
syngja Crazy, hið fallega lag Willies Nelson, sem
Patsy Cline söng svo yndislega . . . og Anna
kemur mér á óvart — þægilega. Hún fer létt með
lög eins og „My boy Lollipop", Stormskers-
sönginn „Bless“ og „I will survive“ úr pússi Glor-
iu Gaynor. Greinilegt er að þessi kona er á
heimavelli í því sem hún er að gera og gengur að
söngnum eins og myndarlegar húsmæður að
laugardagsverkunum . . . og það er einmitt það
sem ég fæ á tilfinninguna æ sterkar eftir því sem
ég tala lengur við Önnu, að söngurinn er órjúfan-
legur partur af hennar tilveru — ekki afmarkað-
ur ferill, aðskilinn frá öðru hennar amstri í lífs-
baráttunni.
Mér detta í hug orð sem hafa verið höfð eftir
Glenn Campbell: „Ég er ekki sveitasöngvari,
heldur sveitastrákur sem syngur“. Um Önnu
væri hægt að segja af sama glettnislega lítillæti og
Glenn Campbell: Anna er ekki söngkona, held-
ur kona sem syngur.
Pegar Anna heyrir hver hinn viðmælandi minn
í þessu blaði er, segir hún: „Ég er nú ekkert
miðað við Röggu — það er alveg tvennt ólíkt. Ég
hef ekki þá náðargáfu sem hún hefur í sambandi
við tónlist, né kunnáttu. Ég les ekki einu sinni
nótur. Ástæðan fyrir að ég lenti í þessu er að ég
kunni svo mikið af lögum og textum þegar ég var
krakki og unglingur að það var alltaf kallað á mig
þegar þurfti einhvern til að syngja lag og lag á
skemmtunum. Ég hef lítið raddsvið, svona tvær
áttundir, en ég nýti það sem ég hef, sérstaklega í
seinni tíð, því að ég hef aldrei haft eins gaman af
aðsyngjaognú. — Héráðurfyrrvarengin alvara
í þessu hjá mér. Maður á auðveldara með að gefa
af sér eftir því sem maður verður þroskaðri . . .
og eftir að maður eignast börn.
Nú söngst þú inn á plötur hér áður fyrr —
hefurðu engan áhuga á að endurtaka það?
— Það voru nú fáar plötur — en auðvitað er
það minn draumur að syngja inn á plötu — fyrir
sjálfa mig. Enda myndi ég gefa hana út sjálf . . .
ég hef a.m.k. ekki fengið nein tilboð, segir Anna
hlæjandi. Ætli ég myndi ekki kalla hana „Frá
mér til þín“, eða „Hinar mörgu hliðar Önnu
Vilhjálms" og innihaldið yrði blandað; kánt-
rýlög, rokk og ný lög . . . í rólegri kantinum. Við
sjáum til.
Finnst þér fólkið eða músíkin hafa breyst í
gegnum tíðina?
— Ekki músíkin, en fólk er gagnrýnna og læt-
ur það í ljós, hvort sem um er að ræða músíkina
sjálfa eða fötin manns — það fylgist vel með og
segir hvað því finnst. Ég kann vel við það. En
það er eins og allir vita nokkuð drukkið á dans-
leikjum hér og maður spyr sjálfan sig svo sem
stundum undir lok ballsins að því til hvers maður
sé að leggja æfingarnar og allt erfiðið á sig. En þá
bendir maður sjálfum sér á að fólk hafi ekki verið
undir eins miklum áhrifum þegar það kom, og
sumir kunna að meta það sem maður er að gera.
Það er jafnvel nóg að sjá eina manneskju í hópn-
um sem hlustar, og metur þá hugsanlega vinnuna
sem að baki liggur. Ég gæti vel hugsað mér að
syngja á rólegum stöðum og litlum, en svo gefur
56