19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 60

19. júní - 19.06.1989, Page 60
SMÁSAGA EFTIR KRISTÍNU STEINSDÓTTUR HAUSTSTEMMNINC Kristín Steinsdóttir, rithöfundur — „Ég skil bara ekkert í þessu!“ Sigþrúður sat á stól í miðjum salnum og starði ráðvillt í kringum sig. Loft- ið var þungt og mollulegt. Á veggj- unum var fullt af málverkum, sem héngu í röðum. Sum voru stór, önnur smá, þau voru gul, rauð, græn ogblá, sum hálfgerður óskapnaður fannst Sigþrúði. Eins og myndin af hross- inu, sem hún hafði verið að skoða áðan. Mikið hlutu blessaðar skepn- urnar að hafa breyst, ef þetta átti að vera hross. Það var skær fjólublátt með grænt fax og allt í kring var ein- hver annarleg rauð birta. — „Ég skil bara ekkert í, hvernig allt er að verða!“ Sigþrúður var kona lágvaxin og farin heilmikið að grána. Hún hafði farið í betri kápuna og sett silkiklútinn um hálsinn. Hún vildi ekki verða dóttur sinni til skammar, Pálínu sem var svo væn og vildi alltaf taka hana með á sunnudögum. Eiginlega hafði Sigþrúður ætlað að gera allt annað en fara á málverkasýningu í dag. Hún var nýlega flutt inn í sambýli aldraðra í Sólsetri. Þar hafði hún tvö lítil her- bergi út af fyrir sig og eldunarað- stöðu. Hún hafði tekið með sér mun- ina sína, þegar hún flutti inn. f Sól- setri kunni hún vel við sig. Hún hafði meira að segja eignast kunningja- konu sem bjó í næstu dyrum. Það var með henni sem Sigþrúður hafði ætl- að að drekka kaffi í dag, þegar Pálína kom og dreif hana á málverkasýning- una. — „Ég er bara svo aldeilis hissa!“ Sigþrúður horfði á par, sem stóð og hélt hvort utan um annað. Ósköp voru þau tötraleg. Það var engu lík- ara en konan hefði farið í hverja flík- ina utan yfir aðra. Fyrst komu buxur, þá kjóll, síðan mussa, sem hékk nið- urundan miklum opnum pelsjakka, sem hún var í ystum fata. I eyrunum hafði hún alls kyns glingur. Um háls- inn var fjólubláum prjónatrefli vafið mörgum sinnum og samt náði hann niður undir gólf báðum megin. Skórnir voru þénlegir, sýndist henni. Þetta voru dönsk stígvél, reimuð. Sjálf hafði hún átt svona stígvél end- ur fyrir löngu. — „Ja, hvert skyldu þau hafa lent. . .?“ Sigþrúður var komin með höfuð- verk af svækjunni og hún var skraufþurr í hálsinum. Bara að Pál- ína færi nú að koma. Það hefði verið einhver munur að drekka kaffi með Svanhvíti og hugsanlega taka í spil á eftir. Eiginlega hafði Sigþrúði aldrei þótt neitt gaman að fara á málverka- sýningar. Þó voru þær af tvennu illu skárri en tónleikar. Pálína fór mikið á tónleika og tók Sigþrúði stundum með. Það kom fyrir að þeir spiluðu eða syngju fal- lega. En oftast fannst henni eins og verið væri að pína ótal ketti og svo dundi hávaðinn yfir með reglulegu millibili uns allt skalf og nötraði. Síð- an fóru þeir aftur að pína ketti. Verst var þessi svokallaða nútíma- tónlist. Sigþrúður reyndi eftir mætti UktlM&á iaiáLALLiJjA 60

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.