19. júní - 19.06.1989, Síða 62
Hver man ekki eftir þeim
tnerku atburðum er gerðust
síðla sumars 1988 er hátt í
þúsund baráttuglaðar
íslenskar konur tóku sér ferð
á hendur til að sœkja norrœnt
kvennaþing sem haldið var í
Osló. Þessar harðgerðu og
duglegu íslensku konur létu
það ekki aftra sér þó reynt
vceri að hnýta íþœr og gera
grín að því sem þœr voru að
gera enda vissu þœr að það
sýnir aðeins vanmátt þeirra
sem reyna að gera gys á
annarra kostnað. Ráðstefna
þessi var vel sótt af öllum
Norðurlöndunum og hið
mikla framboð á efni sem
konur höfðu tekið saman og
fluttu þar var hreint ótrúlegt.
Islenskar konur vöktu
töluverða athygli á
kvennaþinginu annars vegar
vegna þess hve þœr mœttu
margar miðað við íbúatölu
landsins og hins vegar vegna
þess hve mikill kraftur og
baráttugleði fylgdi þeim í
öllum uppákomum þeirra.
HÖFUNDUR /
GUÐRÚN
STELLA
GISSURARD.
Einn hópur íslenskra kvenna vakti
sérstaklega athygli í Noregi en það
var BSRB hópurinn svokallaði. Þ.e.
hópur kvenna sem sótti ráðstefnuna
á vegum Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja. BSRB stóð fyrir nokkurs
konar revíu þarna úti undir leikstjórn
þeirra Brynju Benediktsdóttur og
Guðrúnar Alfreðsdóttur sem aftur
fylgdi hópnum til Oslóar og leik-
stýrði honum þar. Revía þessi fjall-
aði um líf kvenna á tuttugustu öld-
inni og þær breytingar sem átt hafa
sér stað í þjóðfélaginu. Gegnum
gangandi var í revíunni sú mikla
vinna sem þjóðfélagið leggur konum
á herðar m.a. vegna allra þeirra um-
önnunarstarfa sem þær vinna, oftast
ólaunuð, ásamt vinnu utan heimil-
anna á lægstu launakjörum sem
þekkjast. Já, kröfurnar eru miklar
sem gerðar eru til nútíma kvenna,
þær eiga að vera góðar mæður og
húsmæður, fallegar og veltilhafðar
eiginkonur og helst á framabraut í
námi og starfi.
Ég kom að máli við þær Guðrúnu
Arnadóttur, framkvæmdastjóra
BSRB og samstarfskonu hennar Sig-
urveigu Sigurðardóttur til að forvitn-
ast um það hvernig BSRB hefði fylgt
kvennaþinginu eftir en fundir hafa
verið haldnir á vegum samtakanna í
BSRB húsinu að Grettisgötu. Síðan
ræddi ég við Hjördísi Þorsteinsdóttur
hjá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði
en hún er ein af þeim konum sem
staðið hafa fyrir opnu húsi í fram-
haldi af kvennaþingi í Hafnarfirði.
Ég spurði þær Guðrúnu og Sigur-
veigu hvort þeim fyndist kvenna-
þingið hafa gert eitthvert gagn og
hvað þeim fyndist um annað kvenna-
þing sem nú er til umfjöllunar hjá
norrænu ráðherranefndinni. Þær
töldu báðar að kvennaþingið hefði
verið til mikils gagns fyrir þær konur
er fóru á Nordisk Forum, þær væru
meðvitaðri um sín kjör og ákveðnari
að láta ekki alltaf í minni pokann. Til
væru dæmi um konur sem komið
hefðu á skrifstofu BSRB á Grettis-
götu til þess að berjast fyrir leiðrétt-
ingu á sínum kjörum og sumt af því
væri þegar komið í gegn þannig að
ráðstefnan hefur skilað einhverju í
vasann á þessum konum. Þó sögðust
þær vera svolítið uggandi um ungu
konurnar þ.e. á aldrinum 20—30 ára
þar sem þær sæjust varla á fundum og
töldu að þær væru alltof uppteknar
við að fórna sér fyrir börnin sín og
karlana sem væru annað hvort í námi
eða á framabraut í starfi. Þær yrðu
einhvern veginn útundan og þyrfti að
gera sérstakt átak til að fá þær inn í
jafnréttisumræðuna. Þær voru og
mjög jákvæðar í garð annars kvenna-
þings og töldu að reynslan af þinginu
nú í sumar hefði lofað það góðu að
annað jafnréttisþing ætti fyllilega rétt
á sér.
Hjördís Þorsteinsdóttir tjáði mér
að Bandalag kvenna í Hafnarfirði
hefði staðið fyrir opnu húsi í Hafnar-
borg, menningarmiðstöð Hafnfirð-
inga á laugardagmorgnum einu sinni
í hverjum mánuði til að miðla meðal
annars þeim mikla fróðleik sem kon-
ur fengu er sóttu þingið til hinna sem
ekki áttu þess kost að fara. Hver
fundur fyrir sig hefur verið í umsjá
þriggja kvenna og að loknum hverj-
um fundi hefðu nýjar konur tekið við
framkvæmdinni. Hafa verið fengnir
fyrirlesarar utan Bandalagsins og
62