19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 72

19. júní - 19.06.1989, Side 72
ing á svari hennar við ræðu Ólafs Björnssonar þar sem rætt er um mál sem mjög er á dagskrá nú, konur og völd: „ Menn segðu að konur vildu aðeins ná í völdin. Nei, við vildum ná í völd sem meðal til að verja okkur og börn vor. Við vildum fá vopn til að geta staðist í lífsbaráttunni. Nú vœr- um við settar vopnlausar og verju- lausar út í fylkinguna þar sem þeir sem á móti vœru héldu þeim öllum. Við vildum vera með þegar leggja skyldi grundvöllinn undir framtíð barna vorra.“ (bls. 96). Það er eins og maður hafi heyrt þetta áður og það nýlega! Baráttan er gömul og ný. Fyrir konur sem eru í stjórnmálum er fróðlegt að lesa um samskipti kvennanna. Þar gekk á ýmsu og virð- ast hafa verið nokkrir flokkadrættir í KRFÍ. Út úr þeim deildum má lesa að sumum hefur fundist Bríet full fyrirferðamikil og ráðrík. Þær hik- uðu ekki við að fara með slíka gagn- rýni í blöðin og verður stundum af skítkast sem varla er konum sæm- andi, svo einhver hefur hitinn verið. Bríet B. skýrir málin hins vegar þannig að þessar konur sjái: „Buxur og ekkert annað“ (bls. 160). Það var deilt um það hvort konur ættu að vera einar og sér í stjórnmálunum eða hvort þær ættu að ganga til liðs við karlmennina. Bríet var þeirrar skoðunar að þar til konur hefðu fengið full lagaleg réttindi yrðu þær að vera sameinaðar og halda sér utan við flokkapólitík. Annars væri hætta 72 á að þær næðu engu fram. Aðrar voru á þeirri skoðun að konur ættu að taka þátt í landsmálapólitíkinni við hlið karla og því má ekki gleyma að á þessum árum var mikill hiti í sjálfstæðisbaráttunni þegar verið var að toga síðustu réttarbæturnar út úr Dönum og þjóðernisstefnan fyrir fullum seglum. Alþjóðasamskipti kvenna eru mikið rædd því Kvenréttindafélagið var félagi í alþjóðasamtökunum Int- ernational Women’s Suffrage Alli- ance (Alþjóða kosningaréttarsam- bandið). Laufey fær ýmis verkefni í hendur vegna þessara samskipta og nokkrar ráðstefnur koma við sögu, ekki síst sú mikla ráðstefna sem hald- in var í Búdapest 1913 sem þær mæðgur sóttu. Af þeirri ferð er mikil saga sem Bríet birti í Kvennablað- inu. Þar þykir mér alltaf jafn skemmtilegt að ráðherrann Hannes Hafstein var með í ráðum og lagði til að Bríet fengi sér silkikjóla fyrir ferð- ina en skildi íslenska búninginn eftir heima. Hann vildi greinilega ekki að hún væri gamaldags og púkó innan um heimsdömurnar. Þannig mætti endalaust tíunda ým- is efni sem sagt er frá. Þegar á heild- ina er litið er bókin um Bríeti lýsing á ákveðnum tíma og ákveðnu fólki. Það sem er merkilegt við bókina er að þarna fáum við lesendur að skyggnast inn í heim sem engum var ætlað á sjá. Margt er látið fjúka í hita augnabliksins sem aldrei var öðrum ætlað en Laufeyju. Allt verður það þó til að draga skýrar upp mynd af þeirri merkilegu konu Bríeti Bjarn- héðinsdóttur sem fæddist sem fátæk bóndadóttir norður í Húnavatns- sýslu, en lifði þá tíma sem þrátt fyrir allt gerðu henni kleift að verða stór- veldi í baráttusögu íslenskra kvenna. Um jólin kom út saga annarrar baráttukonu Goldu Meir frá ísrael. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerir örfáum konum kleift að rísa upp og verða áhrifavaldar sinnar samtíðar. Þær Bríet og Golda eiga það sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkt umhverfi að snemma beygðist krók- urinn. Þær voru konur sem létu eng- an eiga neitt hjá sér, höfðu hugsjónir og baráttuvilja. Það þarf sterk bein til að þola bæði góða og slæma daga, gott upplag og þó um fram allt rétt- lætiskennd, hvaðan sem hún svo er sprottin. Eg ítreka enn að allar konur ættu að lesa bókina um Bríeti. Hún er vel unnin af hálfu Bríetar Héðinsdóttur, persónulegt verk og skemmtilegt. Bríet H. hefur lagt á sig gífurlega vinnu til að gera bréf ömmu sinnar skiljanleg, leitað upplýsinga um ótrúlegasta fólk og farið víða um álf- ur til að finna heimildir sem snerta frásögnina. Öll sú vinna skilar sér vel í þessari kvenlegu baráttubók. Bríet Héðinsdóttir er búin að leggja stóra innistæðu inn á þann reikning sem við allar skuldum baráttukonum fyrri tíma. Þær lögðu þann grunn sem við stöndum á og sú framkvæmd gekk ekki átakalaust fyrir sig. Því stærri er skuldin, en hún verður auð- vitað fyrst og fremst greidd með því að við stöndum okkur í að bæta hag kvenna og „leggja grundvöllinn að framtíð barna vorra“.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.