19. júní - 19.06.1989, Page 78
Guðrún Ágústsdóttir og Sólveig Pét-
ursdóttir, og konur og kjör, og voru
framsögumenn þær Þóra Hjaltadótt-
ir, Elna Katrín Jónsdóttir og Lea
Þórarinsdóttir. Á fundinum fluttu
þær Kristín Ástgeirsdóttir og Björg
Einarsdóttir þátt í tilefni þess að á
árinu voru 80 ár liðin frá því konur
komust fyrst í bæjarstjórn, og rifjuðu
upp tildrög og starfsemi kvennalist-
ans hins fyrri, og röktu nokkur ævi-
atriði þeirra kvenna sem stóðu fram-
arlega í baráttunni á þessum árum.
I umræðum á fundinum kom fram
eindreginn vilji til að rækta betur en
nú er fulltrúaráð félagsins, og kom
fram hugmynd um að kalla fulltrúa-
ráðið saman fljótlega, og fela því að
endurskoða stefnuskrá KRFÍ. Áætl-
að er að sú ráðstefna verði haldin
með haustinu.
Fyrri dag landsfundar bauð forseti
íslands fundarkonum að Bessastöð-
um. Eitthvað hafði mætingartími
skolast til, svo konur mættu klukku-
tíma of snemma í boðið, og var þá
haldið til kirkju, þar sem Auður Eir
Vilhjálmsdóttir sá undirbúningslaust
um helgistund. Er sú stund ein sú
eftirminnilegasta frá landsfundinum
sl. haust.
Síðari daginn bauð félagsmálaráð-
herra til móttöku að Borgartúni 6.
Fór það allt fram með hefðbundnum
hætti. Landsfundinn sóttu um 80
konur víðsvegar að af landinu.
Hallveigarstaðir
I júní sl. tók KRFI við formennsku
í hússtjórn Hallveigarstaða. Um
svipað leyti hóf Herdís Hall störf hjá
félaginu og er hún jafnframt fram-
STJORN KRFI
I stjórn félagsins frá aðalfundi á
sl. ári fram til landsfundar í októ-
ber áttu sæti Lára V. Júlíusdóttir,
formaður, Arndfs Steinþórsdótt-
ir, varaformaður, Jónína Margrét
Guðnadóttir, ritari, Ragnheiður
Harðardóttir, gjaldkeri og Ást-
hildur Ketilsdóttir, meðstjórn-
andi ásamt stjórnarkonum, kosn-
um á landsfundi, þeim Helgu Sig-
urjónsdóttur, Áslaugu
Brynjólfsdóttur, Valgerði Sigurð-
ardóttur, Ragnheiði Björk Guð-
mundsdóttur, Kristínu Jónsdótt-
ur og Dóru Guðmundsdóttur.
Varamenn kosnir á aðalfundi
voru Dóra Eyvindardóttir, Sól-
veig Olafsdóttir og Erna Bryndís
Halldórsdóttir. Varamenn kosnir
á landsfundi voru fram til lands-
fundar í október þær Valborg
Bentsdóttir, Gerður Steinþórs-
dóttir, Sigurveig Guðmundsdótt-
ir, Guðrún Sæmundsdóttir, Sigur-
laug Gunnlaugsdóttir, Guðrún
Gísladóttir, Sjöfn Halldórsdóttir,
Eygló Pétursdóttir, María Ás-
geirsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir,
Ásdís J. Rafnar og Björg Einars-
dóttir. Á landsfundi voru þessar
konur kosnar í stjórn til næstu
fjögurra ára:
Valgerður Sigurðardóttir,
hennar varamenn eru Ásta
Michaelsdóttir og Inga Jóna
Þórðardóttir.
Áslaug Brynjólfsdóttir, til vara
Valborg Bentsdóttir og Gerður
Steinþórsdóttir,
Valgerður Karlsdóttir, til vara
Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir og Ásthildur Ólafsdóttir,
Soffía Guðmundsdóttir, til vara
Adda Bára Sigfúsdóttir og Guð-
rún Gísladóttir,
Dóra Guðmundsdóttir, til vara
Guðrún Sæmundsdóttir og Mar-
grét Sæmundsdóttir,
Kristín Karlsdóttir, og til vara
Ingibjörg Helgadóttir og Guðrún
Eyjólfsdóttir.
Á aðalfundi í mars sl. rann kjör-
tímabil formanns út, og gaf hún
ekki kost á sér áfram til formanns-
kjörs. Ennfremur rann út kjör-
tímabil gjaldkera, Ragnheiðar
Harðardóttur, og varamanns að-
alstjórnar, Ernu Bryndísar Hall-
dórsdóttur og Sólveigar Ólafs-
dóttur. Engin þeirra gaf kost á sér
til setu í stjórninni áfram. Kjör-
tímabil Ásthildar Ketilsdóttur
meðstjórnanda rann ennfremur
út á aðalfundinum, og gaf hún
kost á sér til setu í stjórn áfram.
Ný stjórn félagsins kosin á aðal-
fundi er því þannig skipuð: Gerð-
ur Steinþórsdóttir, formaður,
Arndís Steinþórsdóttir, varafor-
maður, Jónína Margrét Guðna-
dóttir, ritari, Ragnhciður Hjalta-
dóttir, gjaldkeri, og Ásthildur
Ketilsdóttir, meðstjórnandi.
Varamenn eru Björg Jakobsdótt-
ir, Guðrún Árnadóttir og Lára V.
Júlíusdóttir.
kvæmdastjóri hússins. Sá háttur var
tekinn upp að mynda framkvæmda-
hóp hússtjórnar, sem í eiga sæti for-
menn félaganna, sem eiga húsið, sem
tekur allar minni háttar ákvarðanir
varðandi húsið, en hússtjórnin stóra,
sem í eiga sæti 9 konur, er einungis
kölluð saman þegar meira liggur við.
Þannig hafa þessar þrjár konur hist
öðru hvoru ásamt framkvæmda-
stjóra vegna hússins. Viðhald á árinu
hefur einkum verið fólgið í lagfær-
ingum á þaki, hitakrönum á ofnum
og lagfæringum á lofti í anddyri.
Reikningar hússins vegna liðins árs
liggja hér frammi. Hagnaður varð á
rekstri hússins á sl. ári að fjárhæð kr.
586.261-.. Afskriftir námu 942.940-.
sem er 2% af fasteignamati hússins í
árslok. Á árinu var úthlutað arði til
eigenda samtals kr. 1.420.800-. Segja
má að arður sá sem félagið nú fær af
leigutekjum hafi reynst veruleg lyfti-
stöng fyrir starfsemina.
Starfið út á við
KRFI á fulltrúa í jafnréttisráði, og
er Arndís Steinþórsdóttir aðalmaður
okkar í ráðinu, en Esther Guð-
mundsdóttir til vara.
Fundur var ekki haldinn í UN-
ESCO nefndinni á sl. ári, en formað-
ur félagsins á sæti í nefndinni skv.
sérstakri reglugerð þar um.
Fulltrúi okkar í Framkvæmda-
nefnd um launamál kvenna þetta
starfsár hefur verið Helga Sigurjóns-
dóttir, en til vara Ásthildur Ketils-
dóttir. Starfsemi nefndarinnar
beindist einkum að þátttöku á nor-
rænu kvennaþingi á árinu, svo og út-
gáfu bæklings um launamál kvenna,
sem víða hefur verið dreift. Fundar-
stjóri nefndarinnar er nú Guðrún
Hansdóttir, sem nýverið tók við af
Guðrúnu Ágústsdóttur.
KRFÍ er aðili að Landvernd. Að-
alfundur Landverndar var haldinn
að Hótel Sögu 26. og 27. nóvember
1988. Umræðuefni fundarins var að
þessu sinni mengun og mengunar-
rannsóknir. Á fundinn mættu 65 full-
trúar frá 45 félögum og félagasam-
tökum. Karlar voru þar í meirihluta.
I stjórn félagsins eiga sæti fimm kon-
ur og fimm karlar og framkvæmda-
stjóri Landverndar er kona. Þannig
eykst jafnréttið. Valborg Bentsdóttir
er fulltrúi KRFÍ á fundum Land-
verndar.
Þorbjörg Daníelsdóttir er fulltrúi
KRFÍ í Landssambandinu gegn
áfengisbölinu. 18. þing sambandsins
var haldið 29. nóvember sl. Á þing-
inu tók Helgi Seljan við forsæti í stað
78