19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 78

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 78
Guðrún Ágústsdóttir og Sólveig Pét- ursdóttir, og konur og kjör, og voru framsögumenn þær Þóra Hjaltadótt- ir, Elna Katrín Jónsdóttir og Lea Þórarinsdóttir. Á fundinum fluttu þær Kristín Ástgeirsdóttir og Björg Einarsdóttir þátt í tilefni þess að á árinu voru 80 ár liðin frá því konur komust fyrst í bæjarstjórn, og rifjuðu upp tildrög og starfsemi kvennalist- ans hins fyrri, og röktu nokkur ævi- atriði þeirra kvenna sem stóðu fram- arlega í baráttunni á þessum árum. I umræðum á fundinum kom fram eindreginn vilji til að rækta betur en nú er fulltrúaráð félagsins, og kom fram hugmynd um að kalla fulltrúa- ráðið saman fljótlega, og fela því að endurskoða stefnuskrá KRFÍ. Áætl- að er að sú ráðstefna verði haldin með haustinu. Fyrri dag landsfundar bauð forseti íslands fundarkonum að Bessastöð- um. Eitthvað hafði mætingartími skolast til, svo konur mættu klukku- tíma of snemma í boðið, og var þá haldið til kirkju, þar sem Auður Eir Vilhjálmsdóttir sá undirbúningslaust um helgistund. Er sú stund ein sú eftirminnilegasta frá landsfundinum sl. haust. Síðari daginn bauð félagsmálaráð- herra til móttöku að Borgartúni 6. Fór það allt fram með hefðbundnum hætti. Landsfundinn sóttu um 80 konur víðsvegar að af landinu. Hallveigarstaðir I júní sl. tók KRFI við formennsku í hússtjórn Hallveigarstaða. Um svipað leyti hóf Herdís Hall störf hjá félaginu og er hún jafnframt fram- STJORN KRFI I stjórn félagsins frá aðalfundi á sl. ári fram til landsfundar í októ- ber áttu sæti Lára V. Júlíusdóttir, formaður, Arndfs Steinþórsdótt- ir, varaformaður, Jónína Margrét Guðnadóttir, ritari, Ragnheiður Harðardóttir, gjaldkeri og Ást- hildur Ketilsdóttir, meðstjórn- andi ásamt stjórnarkonum, kosn- um á landsfundi, þeim Helgu Sig- urjónsdóttur, Áslaugu Brynjólfsdóttur, Valgerði Sigurð- ardóttur, Ragnheiði Björk Guð- mundsdóttur, Kristínu Jónsdótt- ur og Dóru Guðmundsdóttur. Varamenn kosnir á aðalfundi voru Dóra Eyvindardóttir, Sól- veig Olafsdóttir og Erna Bryndís Halldórsdóttir. Varamenn kosnir á landsfundi voru fram til lands- fundar í október þær Valborg Bentsdóttir, Gerður Steinþórs- dóttir, Sigurveig Guðmundsdótt- ir, Guðrún Sæmundsdóttir, Sigur- laug Gunnlaugsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Sjöfn Halldórsdóttir, Eygló Pétursdóttir, María Ás- geirsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Ásdís J. Rafnar og Björg Einars- dóttir. Á landsfundi voru þessar konur kosnar í stjórn til næstu fjögurra ára: Valgerður Sigurðardóttir, hennar varamenn eru Ásta Michaelsdóttir og Inga Jóna Þórðardóttir. Áslaug Brynjólfsdóttir, til vara Valborg Bentsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir, Valgerður Karlsdóttir, til vara Ragnheiður Björk Guðmunds- dóttir og Ásthildur Ólafsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, til vara Adda Bára Sigfúsdóttir og Guð- rún Gísladóttir, Dóra Guðmundsdóttir, til vara Guðrún Sæmundsdóttir og Mar- grét Sæmundsdóttir, Kristín Karlsdóttir, og til vara Ingibjörg Helgadóttir og Guðrún Eyjólfsdóttir. Á aðalfundi í mars sl. rann kjör- tímabil formanns út, og gaf hún ekki kost á sér áfram til formanns- kjörs. Ennfremur rann út kjör- tímabil gjaldkera, Ragnheiðar Harðardóttur, og varamanns að- alstjórnar, Ernu Bryndísar Hall- dórsdóttur og Sólveigar Ólafs- dóttur. Engin þeirra gaf kost á sér til setu í stjórninni áfram. Kjör- tímabil Ásthildar Ketilsdóttur meðstjórnanda rann ennfremur út á aðalfundinum, og gaf hún kost á sér til setu í stjórn áfram. Ný stjórn félagsins kosin á aðal- fundi er því þannig skipuð: Gerð- ur Steinþórsdóttir, formaður, Arndís Steinþórsdóttir, varafor- maður, Jónína Margrét Guðna- dóttir, ritari, Ragnhciður Hjalta- dóttir, gjaldkeri, og Ásthildur Ketilsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Björg Jakobsdótt- ir, Guðrún Árnadóttir og Lára V. Júlíusdóttir. kvæmdastjóri hússins. Sá háttur var tekinn upp að mynda framkvæmda- hóp hússtjórnar, sem í eiga sæti for- menn félaganna, sem eiga húsið, sem tekur allar minni háttar ákvarðanir varðandi húsið, en hússtjórnin stóra, sem í eiga sæti 9 konur, er einungis kölluð saman þegar meira liggur við. Þannig hafa þessar þrjár konur hist öðru hvoru ásamt framkvæmda- stjóra vegna hússins. Viðhald á árinu hefur einkum verið fólgið í lagfær- ingum á þaki, hitakrönum á ofnum og lagfæringum á lofti í anddyri. Reikningar hússins vegna liðins árs liggja hér frammi. Hagnaður varð á rekstri hússins á sl. ári að fjárhæð kr. 586.261-.. Afskriftir námu 942.940-. sem er 2% af fasteignamati hússins í árslok. Á árinu var úthlutað arði til eigenda samtals kr. 1.420.800-. Segja má að arður sá sem félagið nú fær af leigutekjum hafi reynst veruleg lyfti- stöng fyrir starfsemina. Starfið út á við KRFI á fulltrúa í jafnréttisráði, og er Arndís Steinþórsdóttir aðalmaður okkar í ráðinu, en Esther Guð- mundsdóttir til vara. Fundur var ekki haldinn í UN- ESCO nefndinni á sl. ári, en formað- ur félagsins á sæti í nefndinni skv. sérstakri reglugerð þar um. Fulltrúi okkar í Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna þetta starfsár hefur verið Helga Sigurjóns- dóttir, en til vara Ásthildur Ketils- dóttir. Starfsemi nefndarinnar beindist einkum að þátttöku á nor- rænu kvennaþingi á árinu, svo og út- gáfu bæklings um launamál kvenna, sem víða hefur verið dreift. Fundar- stjóri nefndarinnar er nú Guðrún Hansdóttir, sem nýverið tók við af Guðrúnu Ágústsdóttur. KRFÍ er aðili að Landvernd. Að- alfundur Landverndar var haldinn að Hótel Sögu 26. og 27. nóvember 1988. Umræðuefni fundarins var að þessu sinni mengun og mengunar- rannsóknir. Á fundinn mættu 65 full- trúar frá 45 félögum og félagasam- tökum. Karlar voru þar í meirihluta. I stjórn félagsins eiga sæti fimm kon- ur og fimm karlar og framkvæmda- stjóri Landverndar er kona. Þannig eykst jafnréttið. Valborg Bentsdóttir er fulltrúi KRFÍ á fundum Land- verndar. Þorbjörg Daníelsdóttir er fulltrúi KRFÍ í Landssambandinu gegn áfengisbölinu. 18. þing sambandsins var haldið 29. nóvember sl. Á þing- inu tók Helgi Seljan við forsæti í stað 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.