Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 16

Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 16
FOy UGREIN KEPPIR VIÐ BILL GflTES_ Islenski Op Hann ólst upp á Seltjarnarnesi, varð stúdent frá MR, en hefur búið í Noregi í 14 ár og stýrt uppbygg- ingu ogpróun á vafranum Opera sem keppir við vafrana Netscape Navigator og Internet Explorer frá / Netscape og Microsoft. Islendingurinn Jón S. von Tetzchner, 33 ára framkvœmdastjóri norska hugbún- aðarfyrirtækisins Opera Software, er orðinn keppinautur Bill Gates á pessu sviði og er núna að verða pjóðsagnapersóna i norsku viðskiptalífi. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Umferðin er þung um þessa löngu og mannlausu götu og það er þegar farið að rökkva þegar leigubíllinn stöðvast fyrir framan Waldemar Thranes gt 98 í Ósló og blaðamaður og Ijósmyndari Fijálsrar verslunar stökkva út. Klukkan er aðeins rúmlega tvö eftir hádegi og það er á mörkum þess að hægt sé að mynda úti vegna rökkursins. A dagskránni er viðtal við ungan Is- lending sem hefur heldur betur verið að gera það gott í Noregi, svo gott að honum hefur stundum verið líkt við Bill Gates. Jón S. von Tetzchner er framkvæmdastjóri Opera Software, fyrirtækis sem er metið á að minnsta kosti 450 milljónir norskra króna eða um 4,5 milljarða íslenskra króna og þykir varlega áætlað. Opera Software framleiðir vafrann Opera sem hefur hlotið mikla umftöll- un í erlendum ijölmiðlum og einróma lof fyrir smæð, einfaldleika og hraða í stórblöðum á borð við The Washington Post og The New York Times. I blaðagreinum hefur vafrinn verið sagður ,UÍsandi stjarná' og m.a. kallaður „Litli vafrinn með stóra hjartað." Þrátt fyrir erlent ættarnafii er Jón Seitirningur að uppruna, sonur Elsu Jónsdóttur, Gunnlaugssonar læknis og Selmu Kalda- lóns tónskálds, dóttur Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds, og Norðmannsins Stephens von Tetzchner, sem er prófessor í sál- fræði. Jón er fæddur árið 1967 og alinn upp hjá ömmu sinni og afa á Skólabrautinni á Seltjarnarnesi. Hann á stóra Jjölskyldu á íslandi og litur á móðursystkini sín sem systkini þó að þau séu talsvert eldri en hann. Jón fór í MR og dvaldist á sumrin í Noregi. Hann hélt utan til náms í upplýsingatækni eftir stúdentspróf, bjó hjá föður sín- um og vann hjá norska símafyrirtækinu Telenor. Það var þar sem samstarfið við forritarann Geir Ivarsoy hófst og þar bytjaði ævin- týrið. Upphafið má rekja til ársins 1992-’93. Höfðum bjargfasta tru „Við Geir vorum í sjö manna hópi hjá Telenor. Við höfðum lokið vinnu við ýmis verkefni og vorum að leita að nýrri, spennandi tækni. Veraldarvefúrinn var mjög spennandi á þessum tíma. Við settum upp fyrsta miðlarann í Noregi og vorum í hópi þeirra 400 fyrstu til að gera það í öllum heiminum. Við settum lika upp fyrsta innra netið í Noregi. Vandamálið við að setja upp innra net var að vafrarnir, sem voru tilgengilegir á Windows, voru of lélegir. Eftir að hafa rætt þetta á vinnustaðnum og beðið efdr því í nokkra mánuði að vafrarnir bötnuðu tókum við ákvörðun um að búa til vafra. Eftir hálft ár var frumgerðin tilbúin. Telenor þurftí að taka ákvörðun um hvað ætti að gera við vafrann og tók sér hálft ár í það. Þeir vildu ekk- ert með hann hafa svo að við fengum öll réttindi og stofnuðum Opera Software," segir Jón þar sem við sitjum inni á lítílli skrif- stofu hans með segulbandið á fullu. Hann rifjar upp að í fyrstu ha£ fáir haft trú á að þeir gætu búið til vafra, hvað þá verið í samkeppni við risafyrirtækin Netscape og Microsoft í Bandaríkjunum. „Otrúlega margir sögðu að við værum bilaðir,“ segir hann. „Menn spurðu hvað við þættumst eiginlega vera. En við vorum tveir og við höfðum bjargfasta trú á að við gætum gert hvað sem var.“ Innan Telenor gætti líka van- trúar, m.a. hjá Hákon Wium Iie, samstarfsmanni þeirra og nú- verandi tæknistjóra hjá Opera. Stjórnendur Telenor reyndust þeim þó góðir, gerðu við þá samning, sem þeir gátu lifað af í þtjá tíl íjóra mánuði, og létu þeim í té leiguhúsnæði með síma og net- aðgangi. Fyrsta árið höfðu þeir möguleika á að koma aftur tíl Tel- enor ef fyrirtækið gengi ekki upp. Til þess kom þó ekki. Árið Mikil auðævi - gangi allt upp é Opera Saftivare hefur veríð metið á 4,5 f milljarða íslenskra króna. Menn hafa þú leikið sér með hærrí tölur. Norska tíma- rítið Erúnder magasin for ngskaping, vekst ug kapital veltir því upp að Opera Software verði metið á 13,5 milljarða norskra króna árið 2003, eða 110 milljarða íslenskra króna, miðað við að voxturinn haldi statt og stöðugt áfram, vafrinn verði í 25 milljónum nettengdra smátækja og fgrírtækið fái einn dollar í legfi á hvern vafra þetta ár. Þannig getur verðmat fgrirtækisins legið í kríngum 13,5 milljarða norskra króna áríð 2003. Við minnum á að brugðið getur til vona. Þetta er áhættusamur rekstur þar sem allt getur gerst. 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.