Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 28

Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 28
KÖNNUN UIVl REYKJAVÍKURFLUGVÖLL Meirihluti landsmanna, um 60%, vill hafa Reykjavíkurflugvöll áfram á núverandi svæði. Meirihluti Reykvíkinga, 57%, vill sömuleiðis hafa völl- inn áfram þar sem hann er núna. FV-mynd: Geir Ólajsson Könnun Frjálsrar verslunar um Reykjavíkurflugvöll: Meirihluti vill völlinn áfram Nokkur meirihluti í könnun Frjálsr- ar verslunar, eða um 60%, vill hafa Reykjavíkurflugvöll áfram á núver- andi svæði. Þótt áberandi stuðningur sé við flugvöllinn hjá fólki úti á landsbyggð- inni er meirihluti Reykvíkinga, um 57%, einnig fylgjandi því að hafa völlinn áfram á núverandi svæði. Könnunin var tekin dagana 24. til 29. janúar sl. og var lið- ur í stærri könnun um ýmis málefni. Þetta var símakönnun og náði til alls landsins. Alls svöruðu 670 manns. 561 tók afstöðu Völlinn áfram á núverandi svæði? Já Nei en 109 sögðust óákveðnir eða ekki vilja svara. Hjá þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 60,4% vilja hafa flugvöllinn áfram á nú- verandi svæði, en 39,6% voru því andvíg. Ekki var reynt að fá fram skoðun á því hvert andstæðingar vallarins vildu flytja flugvöllinn, en í umræðunni hafa t.d. Vatnsleysuströnd og Keflavíkurflugvöllur verið nefnd til sög- unnar. Heldur ekki hvort vilji væri fyrir að láta einhverja braut hans ná út í Skerjafjörð sem þá væri vissulega angi af núver- andi svæði. Þess í stað var einfaldlega spurt: Vilt þú hafa Reykjavíkurflugvöll áfram á núverandi svæði? Umræðan um Reykjavíkurflugvöll og flutning hans virðist þverpólitískt mál, óháð flokkum. Þannig nýtur núverandi vallarsvæði fylgis 65% framsóknarmanna í könnuninni, 63% sjálfstæðismanna, 58% vinstri grænna og 54% stuðnings- manna Samfylkingarinnar. Varðandi einstaka landshluta sker Suðurlandið sig úr. Þetta er eini landshlutinn þar sem fleiri eru andvígir því (54%) en fylgjandi að hafa völlinn áfram á núverandi svæði. Skoðan- ir manna á Reykjanesi mælast hnífjafnar, 50% vilja hafa völlinn áfram og 50% flytja hann. I öllum öðrum landshlutum er meirihlutavilji fyrir því að hafa völlinn áfram þar sem hann er núna. Mestur er sá vilji á Austurlandi og á Vestfjörðum.SD Meirihluti svarenda, eða um 60%, vill hafa Reykjavíkurflug- völl áfram á núverandi svœði. Eftir Jón G. Hauksson Þverpólitískt mál Núverandi vallarsvæði nýtur fylgis 65% framsóknarmanna, 63% sjálfstæðismanna, 58% vinstri grænna og 54% stuðningsmanna Samfylkingarinnar. 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.