Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 38
/ hringiðu tíðra sameininga í viðskiptalífinu vekur
athygli að á skömmum tíma hefur slitnað tvisvar upp
úr trúlofun Austurbakka - nánast upp við altarið.
Svolítið sérstakt. En pað parfsamt alls ekki að vera
merki um veikleika. Það er betra að slíta ástarsam-
bandi, sem útséð er um að gangi ekki upp, í stað pess
að ana út í vansælt hjónaband með öllu pví bram-
bolti sem á eftirgetur fylgt.
Fréttaskýring eftir Jón G. Hauksson
Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogi, sagði nýlega í sjón-
varpsviðtali að skilnaðir í byrjun ársins hefðu aldrei verið
eins margir. í viðskiptalífinu varð athyglisverður skilnaður í
byrjun ársins þegar Austurbakki og Thorarensen lyf slitu trúlof-
un sinni. Þessi skilnaður hefur ekki fengið mikla umijöUun í ijöl-
miðlum en engu að síður hefur hann verið mikið ræddur manna
á meðal, ekki síst vegna þess að þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma sem upp úr trúlofun sUtnar hjá Austurbakka. Seint á síð-
astfiðnu sumri sUtnaði upp úr viðræðum Hans Petersen og Aust-
urbakka. Erlendis er æ meira ijallað um misheppnaðan samruna
íyrirtækja og slit á viðræðum um sameiningu. Ofurtrú á samein-
ingum virðist vera að dvina og því er meðal annars haldið fram
að margar þeirra séu dæmdar til að mistakast. I fróðlegri grein
eftir Þröst Olaf Siguijónsson, stjórnunarráðgjafa hjá Pricewater-
houseCoopers í Danmörku, í næstu grein hér á eftir í blaðinu,
segir hann að í meira en helmingi tilvika séu kaup á ríkisskulda-
bréfum betri fjárfesting en yfirtaka á fyrirtæki.
Yfirtaka eða samruni? Það athygUsverða við fyrirhugaðan sam-
runa Austurbakka og Thorarensen lyfja var að stjórnir beggja
fyrirtækja voru búnar að samþykkja samrunann í meginatriðum
og skiptahlutfalUð var komið á hreint. Hlutur Thorarensen lytja
í hinu sameinaða fyrirtæki átti að vera 58% en Austurbakka 42%.
Af því leiddi að Thorarensen lyf fengju þijá menn í stjórn en
Austurbakki tvo. Búið var að ákveða að Bjarni Bjarnason, stjórn-
arformaður Thorarensen lytja, yrði stjórnarformaður í hinu
sameinaða fyrirtæki. Vissulega má draga þá ályktun af þessari
38