Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 51

Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 51
TÓNLIST í flUGLÝSINGUM list er valin í auglýsingu. Stundum heyrist í auglýsingum fræg, erlend tónlist sem keypt er úr erlendum tónlistarbanka. Þessi kostur er mjög dýr og því tiltölulega sjaldan notaður. Farið er í söfn hjá kvikmyndagerðunum og fengið leyfi til að útsetja lagið upp á nýtt. Þessi kostur er oft notaður. Þriðji kosturinn er svo frumsamin tón- list, sem sérstaklega er samin fyrir tiltekna auglýsingu og flutt af íslensku tónlistar- fólki. Mjög algengt er að þessi kostur sé tekinn. „Tónlistin opnar leiðina að hjart- anu,“ segir Hallur. Þegar unnið er að sjónvarpsauglýsingu er byijað á hugmyndavinnunni, smám sam- an byijar handrit að mótast og þegar það er fulimótað er gengið frá tökuhandriti. Eftir það er haft samband við kvikmyndagerðina og farið yfir handritið með henni. Kvik- myndafólkið kemur ef til vill með sínar athugasemdir og hugmyndir. Misjafnt er á hvaða stigi byijað er að huga að tónlistinni, í sumum tilvikum fæðist sú hugmynd strax í upphafi en oft er farið að hugsa um tónlistina á seinni stigum handritsvinnunnar eða þegar undirbúningur er hafinn að kvikmyndagerðinni. Þegar ákvörðun liggur fyrir um frumsamda tónlist er boðað til fundar með lagahöfundi og útskýrt fyrir honum hvern- ig auglýsingin er hugsuð og hvaða hugmyndir menn hafa um tónlistína. Lagahöfundur- inn setur svo sína vinnu í gang. Nokkrir þekktir tónlistarmenn taka að sér að semja lög fyrir auglýsingar og má þar nefna menn eins og Gunnar Þórðarson, Mána Svavarsson, Magnús Kjartansson, Jak- ob Frimann Magnússon, Valgeir Sigurðsson, Valgeir Guðjónsson, Margréti Ornólfs- dóttur og Vilhjálm Guðmundsson. Lagahöfundarnir eru oftast með eigin stúdíó, ráða sjálfir fljdjendur og sjá um alla vinnslu tónlistarinnar. Flyljendurnir geta t.d. verið Sig- riður Beinteinsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Björgvin Halldórsson eða aðrir lands- þekktir söngvarar. Kórar koma jafnvel til greina í auglýsingar, þannig hefur Lang- holtskirkjukórinn tekið slíkt nokkrum sinnum að sér. Lenfli dýrasta auglýsingin Vilhjálmur Guðmundsson er sá sem einna lengst hefur samið auglýsingatónlist á íslandi. Hann gerði sína fyrstu auglýsingu árið 1982, áður en myndbandstækið kom til sögunnar, og íjallaði sú auglýsing um Kaffi Diletto. „Eg fékk aðgang að mörgum hljóðfæraleikurum úr Sinfóníunni og fjóra einsöngvara þannig að það var mikið í þetta lagt og gerðar sjö mismunandi útgáfur. Eg held að þetta hafi lengi vel verið dýrasta auglýsingin sem gerð hafði verið,“ riljar hann upp. Auðvitað geta ýmsar óvæntar lausnir virkað þegar auglýsingar eru annars vegar en flestir eru sammála um að tónlistin þurfi að undir- strika það andrúmsloft sem eigi að vera í auglýsing- unni. Sem dæmi um táknmál tónlistarinnar nefn- ir Vilhjálmur að tónlist í klassískum stíl sé oft notuð í auglýsingum sem undirstrika traust, ný tónlist er gjarnan notuð þegar fyrirtæki vill leggja áherslu á breytingar og eldri músík er spiluð í auglýsingum rótgróinna fyrirtækja. Ef fyrirtæki er nýstárlegt og vill leggja áherslu á hugmyndaauðgi og nýjungar þá telur Vil- hjálmur að oft þurfi að finna nýstárlega tón- list. Svona mætti lengi telja. Hver er eftirmmnilegasta auglýsingin sem þú hefúr samið lag við? „Eg hef ekki hugmynd um það. Eg held að ég sé búinn að gera 200- 300 auglýsingar í gegnum tíðina, reyndar hef ég ekki talið þær ná- kvæmlega. Það lag sem hefur heyrst einna oftast er við mjólk- urauglýsingarnar um mjólkur- dropann Dreitil sem Gunnar Karlsson teiknaði og dóttir mín, Halla Vilhjálmsdóttir, söng. Þessar auglýsingar eru framleiddar af Hvíta húsinu," segir hann.SH Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Yddu. Mynd: Geir Ólafsson TM fjattar um tryggingamál ungs fólks í auglýsingu undir slagorðinu „Lífið er langur vegur, TM-öryggi er veganestið". I auglýsingunni er lesið Ijóðið Bœr í Breiðafirði eftir Stein Steinarr og svo tek- ur við íslenskt nútíma rapp eftir Birgi Ingólfsson, textahöfund hjá Yddu, í flutn- ingi Gus Gus og Rögnu í Subterranean. HHI auglýsingin er unnin afGóðu fólki McCann-Erickson og kvikmyndafyrir- tækinu Hugsjón. Keyptur vár notkunar- réttur á laginu og hljómar upphaftext- ans nokkurn veginn svona: It’s so important to make someone happy Make just one, someone happy Make just one, heart to heart-you... Mynd úrsjónvarpsauglýsingu Landsbank- ans. Undir hljómar lagið Traustur vinur: Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá. Fyrirheit gleymast pá furðu fljótt Þegar fellur á niðdimm nótt. í im
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.