Frjáls verslun - 01.01.2001, Qupperneq 53
það trufli meira þegar tveir eða fleiri tali saman „en þeir færa
sig þá bara út í horn eða að töflunni í miðrými. Ég held að flest-
ir, sem vinna í fyrirtæki á borð við Opin kerfi, kunni vel að
meta opið rými.“
OPIÐ RÝMI Á ViNNUSTÖÐUW
Starfsmenn segja upp Störtum Ekki eru til neinar reglur eða
lög um opin eða lokuð rými þó að kveðið sé á um það í reglum
um húsnæði vinnustaða að hver starfsmaður eigi rétt á 12
rúmmetra loftrými á sínum vinnustað. Guðbjörg Linda Rafns-
dóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueftírliti rikisins, hefur orðið
vör við að opin rými séu umdeild og segir að í einhverjum til-
fellum hafi starfsmenn íhugað að segja upp störfum vegna að-
búnaðar á vinnustað og í sumum tilvikum hafi þeir látið verða
af því vegna þess að þeir hafi ekki getað unnið í opnu rými.
Hún segir að alltof sjaldan sé tekið tillit til verkefna og þarfa
viðkomandi starfsmanns og hvetur stjórnendur til þess að láta
fara fram þarfagreiningu áður en tekin er ákvörðun um opið
rými. Þarfagreining þarf einkum að taka mið af verkefnum og
eðli starfsins og jafnvel þörfum viðkomandi starfsmanns.
Almennt er talið að opið rými henti betur ungu fólki en því
eldra enda talið að ungu fólki gangi betur að laga sig að slíku
húsnæði auk þess sem það er ef til vill ekki fullmótað í starfs-
háttum sínum. En hvaða kosti hefur opið rými? Gylfi telur þá
marga. Hann bendir á að auðvelt sé að breyta skipulaginu inn-
an fyrirtækisins og flytja til starfsmenn, jafnvel heilu deildirn-
ar, á skömmum tíma án þess að rífa veggi. Með opnu rými
verður skipulag fyrirtækisins lárétt og starfsmenn hvattir tíl
þess að vinna saman beint á milli deilda á óformlegan hátt.
Upplýsingaflæðið innan fyrirtækisins verður frjálsara og boð-
leiðir þvert á milli manna. „Fólk heyrir hvað er í gangi, það þarf
ekki fundi tíl. Það er ekki verið að fela neitt á bak við dyr, leynd-
armálin eru færri, fólki finnst að stjórnendur séu opnari og það
verður minni tortryggni í garð fyrirtækisins af hálfu starfs-
manna. Múrar milli deilda eru lægri því að það er ekki yfir
steinveggi að fara, aðeins þil. Þetta hefur því mjög jákvæð áhrif
á starfsandann,“ segir hann.
Virhur Stjórnandi Sumir stjórnendur kjósa að hafa skrifstofu,
ýmist með hurð og lokuðum veggjum eða glerveggjum þannig
Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, deilir skrifstofu í opnu rými meb Frosta Bergssyni, starfandi stjórnarformanni. „Ég hefunnið
í opnu rými í 15 ár ogpad hefurgefið mérgóða reynslu. Egþoli vel að heyra aðra tala í sima og vinna í kringum mig,“ segir Gylfi sem hérsést
ásamt Frosta. Skrifborðin þeirra má sjá í baksýn. FV-mynd: Geir Ólafsson
53