Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.01.2001, Qupperneq 58
BOK UM BÆTTfl TÍIVIflSTJÓRNUN Klukkan tifar Maður sér tímaskortinn alls staðar," segir Thomas Möller, höfundur bókarinnar 30 áhrifarík ráð til tímastjórnunar. „Á skrifstofum jafnt og heimilum í Bret- landi hafa nýlega verið gerðar kann- anir sem benda til þess að 75% kvenna telja sig þjást meira af tímaskorti en peningaskorti og vilja heitast af öllu skipuleggja líf sitt betur svo þær hafi meiri tíma.“ Það er greinileg þörf á umræðum um tímastjórnun því fýrsta útgáfa bókarinnar seldist upp um leið og nú er önnur útgáfa hennar að koma út. Algengt er að fýrirtæki kaupi nokkurt magn bóka og dreifi til starfsfólks. „Ráðin í bókinni byggjast auðvitað að mestu leyti á heil- brigðri skynsemi," segir Thomas. „Að minnsta kosti 24 af 30 ráðum flokkast þannig, en þau fimm, sem eftir eru og snúast um að forgangsraða, eru kannski kjarninn í bókinni þegar allt kemur til alls.“ 80/20 reglan „80/20 reglan (Pareto lögmálið) er alls staðar og meira að segja í þessari bók. Eg segi að 80% af árangrinum í tímastjórnun sé í 20% af reglunum, þ.e. reglunum um for- gangsröðun verkefna. Heima hjá fólki sést hún vel þar sem það ver gjarna 80% af tíma sínum í um 20% húsnæðisins. Og í við- skiptaheiminum má segja að 20% af viðskiptavinum veiti 80% af viðskiptunum. Það sama gildir um árangur. Maður nær 80% af árangrinum á 20% þess tíma sem maður hefur til umráða.“ Greiningin lykilatriði ABC GREINING eða forgangsröðun er í raun lykilatriði í tímastjórnun og jafn mikilvægt er að geta sett sér markmið. Hvort sem um er að ræða lýrirtæki eða einstak- ling er nauðsynlegt að hafa skýr markmið og fylgja þeim. Brian Tracy, sem haldið hefur fyrirlestra fyrir milljónir manna, var spurður að því hvert aðalráðið væri og hann svaraði því til að menn næðu 80% af árangri sínum með því að skrifa niður mark- mið sín og helst að endurskrifa þau daglega. „Þetta er ótrúleg tækni, eins einföld og hún er. Eg endurskrifa markmið mín reglulega og mér reynist það vel. Mannskepnan er einu sinni þannig að hún kemur því í verk sem hún einbeitir sér að og í nú- tímaþjóðfélagi eru einfaldlega svo margir valkostir að fólk verð- ur að sigta út það sem það raunverulega vill. Brian Tracy kallar það lögmál einbeitingarinnar - að skrifa niður það sem maður ætlar að gera - í nútíð og í fyrstu per- sónu, þá verður það að veruleika. Með því er viðkomandi kominn inn í fram- tíðina, farinn að gera það sem hann hefur að rnarkmiði." Fyrir nokkru kom út athyglisverð bók þar sem haft var viðtal við um 50 stjórnendur í Bandaríkjunum og þeir spurðir um það hvað þeir hefðu gert öðruvísi ef þeir væri 25 árum yngri og það vakti athygli að flestir sögðu að þeir hefðu sett sér skýrari markmið. Þetta segir Thomas styðja við kenn- ingar Tracys og sína eigin reynslu. Með hreint skrifborð „Þú sérð ekki mikið drasl á borðinu mínu,“ skýtur Thomas glettnislega inn í annars háalvarlegar umræðurnar um tímaskort. „Draslið er allt hér,“ segir hann svo og opnar skáp þar sem þrír bunkar skjala Iiggja, misstórir. Hann tekur íram einn bunkann og hampar hon- um: „Þetta eru verkefnin mín í dag. Hinir bunkarnir eru B og C verkefnin og reynsla mín er sú að stór hluti C verkefnanna klára sig sjálf, þau detta upp fyrir á einn eða annan veg.“ Nauðsynlegt er að hafa skjalasafnið í góðu lagi og að ekki taki meira en tvær mínútur að finna skjal. „Það einfaldar lífið mjög að minnka draslið í kring um sig, bæði heima við og á skrifstofunni. Maður er að geyma alls konar drasl sem maður notar aldrei. 85% skrifstofa eru illa skipulagðar, segir í nýlegri könnun á vinnustöðum í Þýskalandi, og við myndum varla sætta okkur við að flugstjórnarklefi í Boeing þotu væri illa skipulagður og að lendingarfyrirmælin í Hamborg fyndust ekki þegar til ætti að taka. Eða að skurðlæknir gæti engan veg- inn fundið hnífinn þegar skera ætti upp. En við sættum okkur við að flestir stjórnendur séu með allt í óreiðu, skjölin sín og skrifborðin, og nýti þar með illa þann tíma sem þeir hafa til af- nota. Svo er það biðtíminn, hann má nýta betur. Maður er alltaf að bíða eftir einhverju, flugvél, tannlækni og öðru og auðvitað á að nota þann tíma. Lesa eitthvað sem bíður lesningar, hafa með sér fartölvu til að vinna á, ef það er málið, hringja í nokkra sem bíða þess að haft sé samband við þá og svo framvegis. En auðvitað eftir skipulagi svo þessi tími skili einhverju." Fundir margir hverjir óbarfir Margt annað er hægt að gera á ein- faldan hátt. Gott er að hafa klukku á símanum svo maður sjái hversu langur tími fer í samtal í raun og veru. Þetta þýðir þó ekki að starfsfélagar eigi að hætta að ræða saman og hittast, heldur Þegarfyrri útgáfa bókarinnar 30 áhrifarík ráð til tímastjórnunar eftir Thomas Möller vargefin út fyrir brábum sex árum sagói í dómi Frjálsrar verslunar um bókina: Orð í tíma töluð! Núna hefurþessi vin- sæla bók verið endurútgefin og hún stenst vel tímans tönn. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur 1. Með því að hafa gott yfirlit yfir verkefni dagsins og þann tíma sem maður hefur lil umráða á hverjum degi, áttu auðveldara með að framselja síður mikilvæg verkefni til annarra, hafna ákveðnum verkefnum og vinna þannig að- eins að þeim mikilvægustu sjálfur. 2. Hæfileiki stjórnanda til að framselja verkefni er ef til vill besta tímastjórnunartæki hans. Spurðu þig því ávallt þeirrar spurningar áður en þú byrjar á nýju verkefni eða færð verkefni í hendur hvort þú getir falið það einum af samstarfsmönnum þínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.