Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 74

Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 74
SflLfl FASTEIGNA Þjónustan er miklu meiri... Aður en störf eru hafin á fast- eignasölu í Bandaríkjunum þarf að fara á námskeið til að öðlast réttindi til að selja fasteignir," segir Pétur Guðmundsson, fyrrver- andi körfuboltamaður, en hann hefur unnið á fasteignasölu, bæði í Banda- ríkjunum og á Islandi. „Eftir að ég hóf störf á fasteignasölunni Century 21, sem er eitt stærsta fasteignafyrir- tæki í Bandaríkjunum, með fleiri hundruð skrifstofur, var ég settur á annað námskeið innan fyrirtækisins Pétur Guömundsson, fyrrverandi körfuboltamaður, er einn fárra Is- lendinga sem unniö hefur viö fast- eignasölu, bæöi í Bandaríkjunum og / á Islandi. Hann segir vinnubrögöin afar ólík og aö þjónusta fasteigna- sala vestanhajs sé umtalsvert meiri. Munurinn talsverður Hér á Islandi vann Pétur á Fasteignastofunni í Hafn- arfirði þar sem hann seldi atvinnuhús- næði en hann hætti þar um áramótin síðustu og er nú á leið til Bandaríkj- anna aftur í frekara nám. Hann segir talsverðan mun á fasteignasölu hér á landi og í Bandaríkjunum og margt sem íslenskir fasteignasalar mættu taka sér til eftirbreytni irá starfsbræðr- um sínum erlendis. „Bandarísk fasteignasala er í raun tvíþætt," segir hann. „Annars vegar þar sem mér voru kynntar starfsreglur þess og fleira sem að gagni kynni að koma við að kaupa og selja fast- eignir. Fasteignasalan sem ég vann hjá var í San Antonio, en þar vann ég i rúmt ár við að selja íbúðarhúsnæði.“ Eftir Vigdísi Stefánsdóttur eru þeir sem leggja áherslu á að skrá fasteignir og selja þær og svo hinir, sem leggja meira upp úr því að vinna með þeim sem eru að leita sér að húsnæði, kaupendum. Flestir sölu- menn stunda hvort tveggja, en það er ekki algilt. í Bandaríkj- unum hafa fasteignasalar aðgang að skrám yfir söluverð allra húsa og íbúða og venjan er sú að fasteignasalinn athugi öll þau hús sem selst hafa í nágrenninu til að finna út hugsanlegt söluverðmæti áður en hann hittir þann eða þau sem hann vill sannfæra um að fela sér sölu eignarinnar. Þannig getur hann reiknað út hugsanlegt og líklegt fermetraverð og er það mik- ill kostur þar sem verðið fer eingöngu eftir markaðsverði hvers hverfis en ekki eftir fasteignamati eða brunabótamati. Húsin eru alltaf merkt með skiltum viðkomandi fasteignasölu þegar þau eru komin á söluskrá, með nafni og síma viðkom- andi sölumanns, og þeir sem eru í kauphugleiðingum geta þannig haft samband við hann. Það kemur þó fyrir að einhver komi inn af götunni og segist vilja kaupa hús í ákveðnu hverfi án þess að hafa skoðað nokkuð sjálfur. Oftast er það þá vegna þess að viðkomandi þekkir einhvern sem hefur góða reynslu af fasteignasölunni eða sölumanninum.“ Sölulaunin 6% „Sá sem skráir eignirnar leitar þær uppi sjálf- ur að mestu leyti. Hann þarf að koma sér upp sínu eigin „neti“. Hann fær úthlutað hverfi, eða svæði, gjarnan hverfið þar sem hann sjálfur býr og þar kynnir hann sér allt sem máli skiptir. Hann blandast samfélaginu, kynnir sér hvar ýmsa þjónustu er að finna og fólk notfærir sér það svo óspart þegar það kynnist honum. Hann fer í kirkjuna á staðnum, verslar í hverfisversluninni og reynir á allan hátt að kynnast fólkinu. Gengur jafnvel í íbúasamtökin, kynnir sér klúbbana og Pétur Guðmundsson körfuboltaþjálfari sem selt hefur fasteignir bæði á íslandi og t Bandaríkjunum. FV-mynd:Geir Olajsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.