Frjáls verslun - 01.01.2001, Qupperneq 78
Neysla fœðubótarefna í tengslum við líkamsrækt hefur aukist svo um munar. A sumum líkamsrœktarstöðvunum má gera ráð fyrir að 30-40 pró-
sent viðskiptavina neyti reglulega fœðubótarefha til að byggja upp vöðvamassa á eins skömmum tíma og mögulegt er. Efnin eru ýmist seld í stór-
um pakkningum eða litlum skammtabréfum ogþeim er blandað saman við mjólk eða vatn. FV-mynd: Geir Olafsson
frí, séu 7-12 þúsund talsins auk þeirra þúsunda sem koma
reglulega í bylgjum inn á líkamsræktarstöðvarnar. Gera má
ráð fyrir að stærstur hluti hörðustu líkamsræktarmanna
neyti fæðubótarefna. Ef þriðjungur þess hóps, eða 3 þúsund
manns, eyðir 8 þúsund krónum í fæðubótarefni á mánuði
gerir það 288 milljónir í veltu á ári. Það hlýtur því að teljast
líklegt að veltan sem tengist líkamsræktinni sé að minnsta
kosti 200-300 milljónir króna og er þá varlega áætlað. Menn
eru þó ekki á einu máli um þetta og telja sumir að hún nemi
um 500 milljónum króna.
EAS hefur yfirburðastöðu
EAS er stærst á líkamsræktarmarkaðnum, hefur um 50 prósenta markaðshlutdeild. Nature’s Best hefur
notið mikilla vinsælda, sömuleiðis Labrada, MuscleTech, Weider og Twinlab. Á meðal annarra vinsælla
merkja má nefna Universal, Build-Up, Scitec Nutrition og meðal þess nýjasta má nefna Dorian Yates
Approved og Optimum Nutrition.
Adonis selur mest Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóraemb-
ættinu hefur innflutningur á fæðubótarefnum sveiflast milli ára.
Þannig var innflutningurinn 122,9 tonn árið 1997, 198,6 tonn
árið 1998, 237,2 tonn árið 1999 og 176,5 tonn frá janúar til nóv-
ember 2000. Inni í þessum tölum felst blanda af vítamínum, tei,
sojavörum, ginsengrót og ýmsum öðrum heilsu- og næringar-
vörum, að ógleymdum megrunarvörum og næringarefnum
sem seld eru í stórmörkuðum. Ljóst er því að verðmætið getur
skipt hundruðum milljóna króna.
En hverjir eru helstu seljendur fæðubótarefna? Verslunin
Adonis í Kringlunni, sem er í eigu Heilsu ehf., sem einnig
rekur Heilsuhúsið, selur mest af fæðubótarefnum til áhuga-
manna um líkamsrækt enda er úrvalið þar mest. Verslunin
Hreysti selur einnig drjúgt. Sú verslun hefur bakgrunn á
þessu sviði og er einmitt að hætta að selja almennan fatnað og
Örn Svavarsson, eigandi Adonis og Heilsuhússins, skiptir neytendum
fæðubótarefna í tvo hópa: Þá sem borða fœðubótarefni til að grennast
ogþá sem innbyrða þau með stífum œfingum til að ná betri árangri í
íþróttum. FV-mynd: Geir Olafsson
létt í stað máltíða til að grennast og hins vegar þá sem inn-
byrða þau með stífum æfingum til að ná betri árangri í íþrótt-
um. Talið er að virkir líkamsræktarmenn, þ.e. þeir sem
stunda líkamsrækt nokkrum sinnum í viku og taka sér aldrei
78