Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 83

Frjáls verslun - 01.01.2001, Page 83
11 Frá heimsókn til Jaþansárið 1987. Héreruþau hjón, OlafurB. Thors ogjóhanna Jórunn Thors, með yfirmönum JETRO (Jaþan External Trade Organization). En samskiptin hafa líka aukist mikið á öðrum sviðum en viðskiptasviðinu. Menntamenn, listamenn, fræði- og vís- indamenn hafa leitað eftir samskiptum við starfssystkin í Japan. Núna síðustu misserin hafa samskipti af þessu tagi að mestu farið í gegnum Japansk-íslensku menningarmiðstöðina í Kringlunni 7 og eflaust verður svo áfram meðan hún verður starfrækt. Utflutningsráð hefur líka leiðbeint mönnum, sem hafa haft hug á viðskiptum við Japan. En með stofnun sendiráðs hér verða öll sam- skipti eflaust mun léttari í vöfum en ver- ið hefur þar sem öll formsatriði, svo sem vegabréfsáritanir, hafa orðið að fara gegnum sendiráð Japana í Ósló.“ Verður þú þá ekki óþarfúr? „Ég geri ráð fyrir því að að því komi. Reglan mun vera sú hjá japönsku utan- ríkisþjónustunni að starfsemi kjörræðis- manns sé lögð niður þegar sendiherra kemur til landsins. Einhver bið mun samt verða á þvi. Sá háttur er gjarnan hafður á að fyrst senda þeir fulltrúa, sem falið er á hendur að undirbúa stofnun sendiráðs og koma starfseminni af stað. Síðan koma hærra settir fulltrúar utan- ríkisþjónustunnar og veita sendiráðinu forstöðu og loks kemur sendiherrann sjálfur þegar starfsemin er komin í fastar skorður. Þannig gæti atburðarrásin orðið hér. Ég geri ráð fyrir að gegna þessu starfi áfram að minnsta kosti þetta ár, og ef til vill eitthvað lengur." Þekktírðu eitthvað tíl í Japan áður en þú tókst að þér ræðismennskuna? „Ekki var það nú mikið. Ég hafði enga viðskiptahagsmuni í Japan og átti þar því engum erindum að gegna. En á árinu 1987 fórum við, ég og kona mín, í hálfs- mánaðar ferð þangað í boði japanskra stjórnvalda og var sú ferð býsna fróðleg, gagnleg og skemmtileg. Við ferðuðumst þar um og hittum margt gott fólk að máli. Persónuleg tengsl geta skipt miklu máli í starfi sem þessu og opnað manni gagn- vegi í gegnum hefðbundna skriffinnsku- ferla. Þar hitti ég til dæmis þáverandi for- seta efri deildar þingsins, Yohihiko Tsuchiya, sem nú er fylkisstjóri í Saitama héraði. Hann hafði komið hingað til lands á sínum tíma í kjölfar þeirra at- burða, þegar fjórir japanskir vísinda- menn drukknuðu hér við vísindaathug- anir á hálendinu. Hann kom hingað gagngert í því skyni að flytja jdirvöldum og björgunarsveitum þakkir fyrir fram- göngu þeirra vegna þessara atburða. Honum er mjög hlýtt til íslands og ís- lendinga, er mikill aðdáandi Vigdísar for- seta og mun hafa átt sinn þátt í ferðum hennar til Japans en þangað fór hún nokkrum sinnum. Forseti efri deildar þingsins er mikill valdamaður í Japan, eins og sjá má af því að hann spurði mig að því hvort ég vildi ekki hitta utanríkis- ráðherrann að máli, en það var ekki á þeirri fast mótuðu dagskrá sem sett hafði verið upp vegna ferðarinnar. Ekki gat ég neitað svo góðu boði og beið hann þá Um tuttugu fyrirspurnir á viku Að meðaltali hafa borist hingað þetta 15-20 fyrirspurnir á viku frá Japönum. Okkar hlutverk hefur verið að afla upplýsinga og koma á tengsium. JAPANSKIR DflGAR Árið 1931 Jóhann Ólafsson stórkaupmaður stofnaði til fyrstu viðskiptasamband- anna við Japan árið 1931. Þau voru endurnýjuð eftir styrjöldina, en fjör- uðu smám saman út vegna hins háa flutningskostnaðar. Árið 1960 Skömmu fyrir 1960 hefja Marco, Asíufélagið og Kristján Ó. Skagfjörð innflutning á nælonnetum í stórum stíl frá Japan. Árið 1963 Árið 1963 verður Baldvin Einarsson, stjórnarformaður Asíufélagsins, aðal- ræðismaður Japans hér á landi og viðskiptafélagi hans íTókýó, herra Okasaki, aðalræðismaður íslands i Japan. Árið 1964 Viðskiptin eru næsta einhliða: Inn- flutningur frá Japan. Á næstu árum beita ræðismennirnir sér fyrir leit að vöru sem jafnað gæti viðskiptahall- ann. Loðnan verður fyrir valinu og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gefur 5 tonn af loðnu í tilraunaskyni. Árið 1970 Árið 1970 var samið um smíði 10 skuttogara í Japan. Þeir urðu mikil happaskip. fslensku fisksölufyrirtækin áttu margháttuð samskipti við japönsk innflutningsfyrirtæki og smátt og smátt jókst fjölbreytni innflutn- ingsins. Árið 1990 Árið 1990 stígur SH skrefið til fulls og stofnar dótturfyrirtæki í Tókýó - fyrsta íslenska fyrirtækið í Asíu. ÍS fylgir fljótt á eftir. 1994 er sala SH í Japan komin í sjö milljarða króna. Árið 2001 Um aldamót eru samskipti landanna talin svo umfangsmikil að réttlætan- legt sé að opna sendiráð í Reykjavík og Tókýó. Japanska sendiráðið er nú, í febrúar 2001, að hefja störf á Hótel Sögu. íslenskur sendiherra verður væntanlega sendur til Tókýó síðar á árinu. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.