Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 92

Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 92
JAPANSKIR DflGflR öllu jöfnu og gefa frá sér verðmæti í hvert skipti. Marel hefur þarna gott tækifæri, og reyndar fleiri fyrir- tæki á svipuðum nótum, ekki bara hvað varðar fiskinn heldur einnig aðrar tegundir matar og eru þeir t.d. mjög framarlega með allt sem varð- ar skurð og flokkun nautakjöts og kjúklinga." Vilja baðker á hótelin japanir eru þeir ferðamenn sem mestum ijár- munum verja í ferðalög erlendis og í verslun og viðskipti á meðan á ferða- lögunum stendur. Við fáum enn ekki nógu marga Japani til okkar en þar er sóknarfæri fyrir ferðamannaiðnað- inn. Til þess að fjöldi ferðamanna geti aukist í einhverjum mæli þarf að gæta þess að við höfum upp á eitthvað það að bjóða sem þeir hafa áhuga á. „Ef við skoðum til að mynda hvernig Japanir vilja hafa aðstöðu á hótelum er ljóst að eng- in aðstaða hér svarar þörfum þeirra. Eitt lítið dæmi er að að þeirra mati fylgir „heilsutúrisma" það að komast í bað, ekki sturtu, en almennt bjóða íslensk hótel ekki upp á annað en sturtuklefa. Matseðillinn þarf að endurspegla smekk þeirra og þótt þeir borði mikið af fiski, eins og við, er matreiðslan gjörólík okkar en lítið tillit hefur verið tekið til þess hingað til. Við eigum að geta fjölgað japönskum ferðamönnum frá 2000-3000 á ársgrundvelli upp í 10.000 með því að sníða hluta ferðaþjónustunnar sérstaklega að þeim. Náttúran hér höfðar sterkt til Japana, það er ljóst, enda er ákveðinn sam- hljómur með löndunum en átaks er þörf til að koma því til leiðar að þeir líti á Island sem vænlegan ferðamannastað." Sterkar hefðir í boðskiptum Benedikt segir það ljóst að sendiráð í Japan muni verða í lykilstöðu hvað það snertir að opna nýja markaði þar sem mjög sterkar hefðir ríki í Japan varðandi öll viðskipti. Því komi beiðni eða fyrirspurn til með að vera mjög sterk komi hún frá sendiráði fremur en litlu fyr- irtæki þar sem formlegheitin séu í fyrirrúmi hjá Japönum. „Það er nauðsynlegt að fara eftir þeirra hefðum varðandi boð- skipti og að vinna alltaf á því sviði eða með því lagi sem þeir ákveða. Aldrei má til að mynda hrósa undirmanni ef yfirmað- ur er viðstaddur, það veldur mikilli móðgun og einnig skiptir lífaldur miklu í menningu Japana,“ segir Benedikt. „Hins veg- ar er það svo að myndist á annað borð tengsl, þá eru þau til frambúðar því Japanir hugsa til langs tíma en eru ekki sífellt að skipta um birgja eða viðskiptafélaga, eins og dæmin sanna í viðskiptum íslenskra og japanskra fyrirtækja. Við viljum gjarnan fá japönsk fyrirtæki til að skoða Island með tilliti til fjárfestinga því við teljum okkur þurfa á þeim að halda og að slíkt samstarf verði gæfuríkt. Hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi ættu að eiga góð sóknarfæri, til að mynda. „Helstu viðskiptahagsmun- ir Japana á Islandi tengjast útflutningi á bifreiðum auk véla og tækja til iðn- aðar. Astæða er til að draga þessa hagsmuni fram í kynningu á Islandi til að undirstrika mikilvægi viðskipt- anna og ennfremur til að leggja áherslu á þátt Japana í tæknivæðingu á Islandi. Málbing og listsýningar í október verður nýja sendiráðið svo opnað og í tengslum við þá opnun er ráðgert að efna til menningar og viðskipta- uppákomu af ýmsu tagi. Sendiráðið verður af hefbundinni stærð með sendiherra, viðskiptafulltrúa og íslenskan ritara en annað starfsfólk verður staðarráðið. „Við verðum með jdirlitssýn- ingu um ísland og íslenskt atvinnulíf í miðborg Tókýó í sam- vinnu við samstarfsaðila okkar, Japan External Trade Organ- isation, JETHRO,“ segir Benedikt. „Þeir hafa útvegað okkur húsnæði, okkur að kostnaðarlausu, fyrir sýningu og málþing og höfum við húsnæðið til umráða í heila viku. Við áætlum að um það bil 30 fyrirtæki muni koma með okkur og taka þátt í þessu og verða þau á ýmsum sviðum. Málþingin verða fjögur, ef að líkum lætur, og munu þau fjalla um sjávarafurðir og tæknivörur, hugbúnað og hátækni, ferðamál og fjárfestingar og síðast, en ekki síst, um orkumál. Þessa ijóra þætti viljum við kynna Japönum sem grundvöll að hugsanlegu samstarfi sem við myndum í framtíðinni vilja leggja áherslu á á vegum sendiráðsins. Það er hugsanlegt að fram fari sýning á vegum þátttakenda á málþinginu þannig að japanskir gestir sem koma þangað bæði sjái og heyri það sem upp á er boðið en jafnframt er mikilvægt að þeir geti spjallað við einstök fyrir- tæki. Við munum velja gestina á þingið til að geta verið með afmarkaða hópa. Við munum enda þessa daga með sameigin- legri móttöku íslensku fyrirtækjanna, íslenskra ráðamanna og japanskra gesta. Þannig fá þeir sem þingin sækja tækifæri til að kynnast og mynda viðskiptatengsl, eða kunningjatengsl, sem vafalítið munu skila sér. Islensk menning verður einnig kynnt og verið er að skipuleggja þá dagskrá.“ íslensh ímynd „Japanskar sjónvarpsstöðvar hafa unnið fjölda þátta um ísland og íslenska náttúru. Þær verða hvatt- ar til að endursýna þá og vinna nýja þætti í tengslum við opnun sendiráðsins og íslensku kynningardagana. Imynd Islands verður megininntak umijöllunarinnar, almennt líf á íslandi, mikilvægi sjávarútvegs, náttúra Islands og náttúru- fegurð auk þess sem íjalla mætti um mikilvægi japanskrar tækni í lífi Islendinga, allt frá bílum upp í hátæknibúnað í orkuframleiðslu." 33 íslendingar flytja inn vörur fra Japan fyrir um 10,1 milljarð á ári og þar standa hsest bifreiðar og tæki sem námu 68% af heildarinnflutningi 1999 og 2000 (jan.-nóv.). Útflutningur nemur um 7,3 milljörðum króna á ári, mest sjávarfang, bæði unnið og óunnið. Af einstökum fyrirtækjum eru SÍF og SH stærst ásamt Nesi og Ögurvík. Verkefnastjórn Undirbúningsnefnd fyrir framkvæmd íslandsátaksins í Japan með fulltrúum utanríkisráðuneytis íslands og Japans. Frá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík eru tilnefndir Stefán Haukur Jóhannesson, Benedikt Höskuldsson og Ragnar Baldursson og frá sendiráði íslands fyrir Japan, Ólafur Egilsson og Eyþór Eyjólfsson, ræðismaður íslands íTókýó. 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.