Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Að vera vel upp alinn! Eitt af stóru málum þessa árs eru vaxandi áhyggjur um að siðferði sé að versna í við- skiptum. Þetta er orðað þannig að ársins 2002 verði minnst sem ársins þegar samskipti manna í viðskiptum urðu óvægnari og hatursfyllri og menn urðu tilbúnari til þess en áður að svíkja félagann í von um skjótfenginn gróða. Sumir nefna þetta árið sem góðu gildin „orð skulu standa“ og „heiðarleiki borgar sig“ áttu í vök að verjast í viðskiptalífinu. Það er ástæða til að vekja athygli á þessu, en það má heldur ekki mála skrattann upp á vegg og sjá hann i öllum hornum. Almennt er fólk heiðarlegt! En það leynist alltaf misjafn sauður í mörgu fé. Þannig hefur það verið frá örófi alda. Það verður aldrei komið í veg fyrir fjárdrætti og svik. Mann- skepnan er einu sinni breysk og ekki gerð úr stáli eða steypu, þótt menn skuli leitast við að vera heilsteyptir. Það er í góðu lagi að vera harður á sínu í viðskiptum, en gauragangur og ósvífni er óþarfi. Standa skal við samninga og standa skal rétt að hlut- unum í mannlegum samskiptum, t.d. við uppsögn starfsfólks eða við gerð starfslokasamninga. Það þarf enga gæjastæla. „Stöðvið tætarann“ Mönnum hefur orðið tíðrætt um versn- andi siðferði í viðskiptum með hlutabréf og þar hafa þeir mikið til síns máls. Það er ekki séríslenskt. I Bandaríkjunum komu upp tvö stærstu gjaldþrotamál sögunnar á árinu, gjaldþrot Enrons og WorldCom. Þannig telst setningin „stöðvið tætar- ann“ setning ársins. Hún var sögð af starfsmanni stærstu endur- skoðunarstofu heims, Arthur Andersen, sem annaðist reikn- ingsskil og ráðgjöf fyrir Enron. Hann gaf fyrirskipun um að tæta skjöl sem voru á gráa svæðinu. Þegar byijað var að tæta snerist honum hugur og hann lét þessa setningu út úr sér. I Enron og WoldCom var logið að hluthöfum frarn á síðustu stundu. Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, en það er hins vegar slæmt að plata fólk til að fjárfesta í fyrirtækjum með því að slá upp Hollywood-leiktjöldum um reksturinn, eins og tíðkaðist svo mjög í netbólunni sálugu. Enda hafa svikin komið 1 bakið á mönnum. Trúnaðarbrestur er á milli bandarískra hluthafa og stjórnenda fyrirtækja. Það lætur enginn plata sig tvisvar. Það er helsta ástæðan fyrir því að fjárfestar halda að sér höndum og markaðurinn vestanhafs nær sér ekki á strik. „Að pakka inn dílnunT Margir hafa sömu- leiðis áhyggjur af siðferðinu í íslenskum verð- bréfaviðskiptum, að gráu svæðin séu of mörg innan fjármálafyrirtækjanna, og að þau ásamt mörgum Ijárfestum vilji hagnast einum of hratt. Líkt og „stöðvið tætarann" hefur saklaust orðalag, eins og „að pakka inn dílnunT, fengið á sig blæ óheiðarleika. Það er ágætt áramótaheit að skoða betur viðskiptasiðferði innan tjármálaíyrirtækjana. Gengur það t.d. upp að banki sé viðskiptabanki fyrirtækis A og búi yfir öllum upplýsingum um það, en fari síðan í að kaupa stóran hlut í fyrir- tæki B sem er i harðri samkeppni við A? Hvers vegna láta bankar það ekki duga að vera bankar sem lána mönnum peninga til að kaupa í fyrirtækjum? Geta bankar verið sjálfir í hlutabréfavið- skiptum og með ráðgjöf um hlutabréfakaup þegar þeir eru á sama tíma með mikið undir vegna stórra lána til ákveðinna fyrir- tækja? Getur verið að í einu herbergi innan banka sé verið vinna fyrir einn viðskiptavin að flármögnun kaupa hans á fyrirtæki, „pakka inn díl“, á sama tima og í næsta herbergi er verið að vinna fyrir annan viðskiptavin að sama máli? Er ekki augljós hætta á að trúnaðarupplýsingar leki á milli herbergja? Halda bankar uppi gengi bréfa í fýrirtækjum sem þeir eiga til þess eins að sýna betri stöðu í efnahagsreikningi sínum? Það er alltaf hollt að skerpa á umræðunni um siðferði, hvort sem það er nefnt viðskiptasiðferði eða eitthvað annað. Engin ástæða er þó til að kæfa menn í reglugerðum og skerða frelsið. Reglugerðaþegnar eru leiðinlegir þegnar. Hver og einn verður að finna sín eigin góðu gildi, bera ábyrgð á sjálfum sér, sínum ijárfestingum, og taka afleiðingum gjörða sinna. Það er hægt að vera allt í senn; snjall í viðskiptum, ákveðinn, heiðarlegur og kurteis. Það hét víst í gamla daga að vera vel upp alinn. Jón G. Hauksson Stoftiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Olajsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimurhf. V heimur RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSIA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfáng: fv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Gutenberghf. UTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.