Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 83
LUNDÚNflPISTILL SIGRÚNflR: BÓK UIVl STJÓRNUN OG SIÐFERÐI Bell talar um mikilvægi hugrekkis og að hugrekki þýði ekki að maður sé aldrei hræddur - þvert á móti sé hugrekki að þora eitthvað þó að maður sé hræddur. Þegar Bell talar um mikilvægi hugrekkis og að hugrekki þýði ekki að maður sé aldrei hræddur - þvert á móti sé hugrekki að þora eitthvað þó að maður sé hræddur - þá er það einkar áhrifa- mikið, því að Bell hefur sjálfur oft sýnt hugrekki. Ekki að hann sé alltaf stoltur af þvi. Bell varð prófessor við Harvard þó að hann hefði ekki próf frá neinum fínum skóla, væri ekki af góðum ættum og hefði ekki stundað rannsóknir á þeim sviðum, sem höfðu komið samstarfsmönnum hans að. Það var ekki sérlega fínt að hafa einbeitt sér að kynþáttamisrétti. En þegar lagadeildin gekk fram hjá blökkukonu fór hann í launalaust frí í mótmælaskyni og kom svo ekki aftur að skólanum. Þá fékk hann stöðu við lagaskóla New York University þar sem hann þarf bara að kenna og stunda fræðin en ekki sitja í deildinni og það finnst honum hin besta lausn. Sex lykilatriði Bókina skrifar hann einkum fyrir nemendur sína, sem oft líta á hann sem fyrirmynd og velta fyrir sér hvernig hann hafi komist í gegnum lífið. Hann hefur sex lykilatriði til við- miðunar. Þau eru: 1 Ástriðukraftur. 4 Samband við maka. 2 Hugrekki og áhætta. 5 Siðrænn innblástur. 3 Trú. 6 Speki auðmýktarinnar. Öll þessi atriði íjallar hann um á fallegan og einlægan hátt. Hann er persónulegur án þess að upplýsa lesandann um það sem honum kemur ekki við. Hann miðlar af eigin reynslu, vináttu við fólk sem fór sínar eigin leiðir og bendir á fyrirmyndir sem falla að skoðunum hans. Sjálfum sér samkvæmur og ná langt Spumingin sem Bell spyr í upphafi er hvernig hægt sé að vera sjálfum sér samkvæmur og ná samt langt. Svarið er ekki einhlítt, Bell er ekki að skrifa neina einfalda uppskriftabók. Grunnurinn er að hafa einhveija við- miðun í sjálfum sér. Eitthvað sem maður trúir á og hvikar ekki frá hvað sem tautar og raular. Án slíkrar viðmiðunar er hætt við að manni verði hált á svellinu þegar aðstæður koma upp þar sem er þrýstingur á mann að gera það sem manni hugnast kannski ekki alveg en þorir varla að standa á móti. Ekki svo að skilja að Bell hafi gaman af vandræðum. Hann viðurkennir fuslega að honum líði best að vinna í sátt og samlyndi, en er ekki sáttur við að láta sig hafa hvað sem er. Bell er alinn upp í sterkri trú og fer ekki í launkofa með hvað hún skipti hann miklu máli. En fyrir Bell er trúin styrkur og hann tjallar um trúarskilning sinn á hrífandi hátt. Engin ein- strengingsleg bókstafstrú, en þörf fyrir að finna sér siðrænan grundvöll í trúnni. Bæði í Enron og WorldCom voru starfsmenn, sem sögðu frá misfellum í rekstrinum. Þeir hafa átt auðveldara með að fá störf en margir fyrrum starfsfélagar þeirra. Fyrir nokkrum árum kvartaði starfsmaður í enska bankanum Abbey National yfir því að yfirmaður hans lét hann skipta við fyrirtæki í eigu systur yfirmannsins. Starfsmaðurinn áleit að fyrirtækið leysti verkefni sín illa af hendi og að margir reikninganna væru fyrir óunna vinnu. Á endanum varð undirmaðurinn að hætta, en síðar, þegar yfirmaðurinn hafði verið rekinn og dæmdur fyrir svik, var starfsmaðurinn ráðinn aftur og er nú orðinn háttsettur innan bankans. Það barf Sterk beín Lærdómurinn af dæmum Bells og öðrum dæmum er að sterk bein þarf til að vekja athygli á misferlum á vinnustað. Á endanum getur það hins vegar borgað sig, bæði vegna þess að maður stendur þá sjálfur uppréttur, sem er meira en starfsfélagarnir gera kannski, og eins af því að hugrekkið og réttsýnin borgar sig - á endanum. En auðvitað eru til margar sögur um hið gagnstæða: hugrekki, sem endaði bara í brott- rekstri. Bell bendir hins vegar á að jafiivel þá er ekki eins og ekkert hafi gerst. „Hann (sá sem var rekinn fyrir að benda á mis- fellur) hefur gert skyldu sína við sjálfan sig og aðra. Áhrifin af því að hann tók áhættuna lifa áfram löngu eftir að hann er farinn." Langflestar bækur um stjórnun eru skrifaðar út frá sjónar- miðum viðskiptaheimsins. Annaðhvort af þeim sem hafa náð langt og skrifa til að miðla af reynslu sinni og auðgast enn frekar af henni. Eða þær eru skrifaðar af þeim, sem hafa virt viðskipta- heiminn fyrir sér og þóttst sjá hvað kæmi þar að gagni. Bell kemur úr allt annarri átt, úr háskólaheiminum og baráttunni fyrir lýðréttindum. Það skín líka í gegnum texta hans að hann álítur erfitt að vera sjálfum sér samkvæmur þegar peninga- græðgin án siðferðisvitundar er eina leiðarljósið. Morgan Stanley og Stéttarfélögin Það vantar svo sem ekki ný dæmi. Nýlega kom í ljós að Morgan Stanley ráðlagði við- skiptavinum að ijárfesta ekki í fyrirtækjum með sterk stéttar- félög. Gagnrýnir fjölmiðlar gátu sér þess til að ráðin væru dul- búin aðferð til að beina tjárfestingum í hátæknigeirann, sem hefur hrapað svo eftirminnilega. Meðan hlutabréf í sam- göngugeiranum, sem er þrælskipulagður af stéttafélögum, hafa lækkað um 27 prósent á Dow Jones undanfarin tvö ár hafa hlutabréf i hátæknigeiranum á Dow Jones lækkað um 82 prósent á sama tíma. Skondið dæmið um að það getur borgað sig að fylgja sann- færingu sinni upplifði bandaríska tímaritið Poetry nýlega. Þetta er tímarit um ljóðagerð með tíu þúsund áskrifendur og ijarska virt en útgáfan berst stöðugt í bökkum. Fyrir um tuttugu árum sendi kona að nafni Ruth Iilly tímaritinu ljóð, sem Joseph Parisi ritstjóri áleit ekki nógu góð 1 tímaritið, en gaf henni samt vinsam- leg ráð. Nú er Iilly látin og hefur ánafnað tímaritinu hlutabréf og eignir, sem eru metnar á um 100-150 milljónir Bandaríkjadala. Auðæfi Ruth Iilly má rekja til lyijafyrirtækisins Ely Lilly. Nú er vandi Parisi auðvitað ekki lengur að halda tímaritinu lifandi heldur hvernig hann eigi að ávaxta gjöfina skynsamlega og halda frá sér gylliboðum um ijárfestingaráðgjöf. Það verður enginn svikinn af að lesa bók Bells og hún vekur upp skemmtilegar og þarfar vangaveltur, auk þess sem hún veitir innsýn inn í líf og hugsunarhátt bandarískra blökkumanna. Og já, það skiptir máli að vita og finna að það eru hlutir hér í lífinu sem skipta máli og það skiptir máli að halda fast í þá. S3 Bell varð prófessor við Harvard þó að hann hefði ekki próf frá neinum fínum skóla. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.