Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 46

Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 46
 SÉRFRÆÐINGAR SPfl ISPILIN Spumingin til SigurðarB. Stefánssonar, frkvstj. Eignastýringar Islandsbanka, erþessi: Hvernig meturþú horfurnar á íslenska hlutabréfamarkadnum sem og þeim erlendu á næsta ári? Er verð bréfa lágt til langs tíma litið þannig að markaðurinn „eigi inni“ einhverjar hœkkanir? Horfurnar á markaði hlutabréfa á árinu 2003 Sigurður B. Stefánsson, frkvstj. Eignastýringar íslandsbanka, spyr sig að því hver sé ástæðan fyrir eigendaskiptum á svo mörgum íslenskum fyrir- tækjum og kemst að eftir- farandi niðurstöðu: „í mínum huga er ástæðan bjartsýni á framtíðina af hálfu djarfra frumkvöðla sem sumir hverjir hafa tekið mikla áhættu." Hlutabréfaverð á íslandi hefur hækkað um 40% síðan það var lægst eftir árás hryðjuverkamanna í New York í sept- ember 2001. Island hefur þannig rofið sig út úr öllu samhengi í þróun verðs á hlutabréf- um í heiminum á þessum tíma. Aðallistavísi- talan hefur hækkað um 20% á árinu 2002 en S&P500 í Bandaríkjunum hefur lækkað um 20%. Verðið þar síðla í desember 2002 er 10% lægra en það varð lægst í september 2001. í krónum hefur S&P500 vísitalan lækkað um 37% ffá síðustu áramótum, svo þungt vegur styrking krónunnar og nokkur lækkun dollarans á alþjóðlegum markaði. Að mati greiningardeilda er verð á hluta- bréfum íslenskra fyrirtækja sanngjarnt um þessar mundir. Fyrirtæki eru ekki talin van- metin né ofmetin svo að miklu nemi. Af þess- um ástæðum sé líklegt að hækkun á verði hlutabréfa á íslandi árið 2003 verði í takt við arðsemi fyrirtækja á því ári eða 10 til 15%. Ég er sammála því að þetta er líkleg niðurstaða en langar þó að benda á einn möguleika. Á árinu 2002 hefur orðið meiri umbreyt- ing á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja en í manna minnum. Fjölmörg kunn fyrirtæki hafa færst í hendur nýrra eigenda og stórir hlutir í stórum fyrirtækjum hafa skipt um eigendur. I þessum hópi eru báðir fyrrum ríkisbankarnir auk Islandsbanka og Kaup- þingsbanka. Einnig Aco-Tæknival, íslands- sími (sameinast Tali og Halló), Myllan- Brauð, Heimilistæki, Ora, Húsasmiðjan, Straumur, SR-Mjöl, Hekla, Þyrping, VÍS, TM, Ölgerðin, Securitas, HB og ÚA og Síld- arvinnslan, Delta og Pharmaco, svo að fáein dæmi séu nefnd. Tilefni þessara viðskipta hefur sjaldan verið að fyrri eigendur hafi ver- ið komnir í þrot og nýir orðið að taka við. Þvert á móti hafa áhugasamir kaupendur oft- ast átt frumkvæðið og samið við seljendur. Hugsanlega er ekki dæmi um annað eins tímabil í Islandssögunni. Hver er ástæðan fyrir þessum miklu við- skiptum með fyrirtæki? í mínum huga er hún bjartsýni á framtíðina af hálfu djarfra frumkvöðla sem sumir hverjir hafa tekið mikla áhættu. Auk ofangreindra dæma eru fjölmörg fyrirtæki sem hafa gripið til hag- ræðingar (dæmi: Flugleiðir, íslensk erfða- greining) á árinu 2002 sem skilar sér í auk- inni framleiðni á næstu árum. Öll þessi gerj- un leiðir til örari hækkunar á verði hluta- bréfa sem kemur hluthöfum og íjárfestum til góða - á árinu 2003 og/eða síðar. I Bandaríkjunum er einnig spennandi staða á hlutabréfamarkaði. Markaðsverð síðla í desember 2002 er 15 til 18% undir innra verðmæti fyrirtækjanna (e. intrinsic value) jafnvel eftir 13% hækkun frá lægsta verði 9. október 2002. Hlutabréf hafa ekki verið svo vanmetin síðan eftir hrunið í ágúst og september 1998. Vextir hafa ekki verið lægri í fjóra áratugi og verð á skuldabréfum er óþægilega hátt af þeim sökum í augum fjárfesta. Núverandi lækkunarskeið hefur staðið i 32 mánuði og er orðið hið lengsta síðan í kreppunni 1929 ef frá eru taldar tvær undantekningar í heimsstyrjöldinni síðari. Markaðurinn leitar jafnan aftur í sitt fyrra jafnvægi (e. Mean Reversion). Við getum treyst því að framundan er leiðrétting - uppsveifla í verði hlutabréfa í Bandaríkjunum - annaðhvort á árinu 2003 eða fljótlega eftir það - og áður en tölur sýna áþreifanlegan bata í efnahagslífinu. Hluta- bréf í öðrum löndum munu þá einnig taka við sér en óvíst er að hagræðing hafi verið jafnmikil og í Bandaríkjunum og því e.t.v. ekki sama tilfefni til verðhækkunar. SH 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.