Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 64
VIDTflL ÁRNI ÞÓR VIGFÚSSON vinna hvert í sínum rekstri og ómögulegt sé að segja hvaða tæki- færi komi til með að myndast í framtíðinni. Kannski verði miðlarnir einhvern tímann sameinaðir. Hjá Skjá einum hafi nú myndast tækifæri tíl að byggja á því góða frumkvöðlastarfi sem hafi verið unnið síðustu árin, nýta þá reynslu og þekkingu sem starfsmenn Skjás eins hafi aflað sér. Með þetta að leiðarljósi telur hann að Skjár einn/íslenska sjónvarpsfélagið geti orðið leiðandi Jjölmiðlafyrirtæki á Islandi. „Ymis tækifæri eru í framtíðinni, t.d. áskriftarsjónvarp til við- bótar við ókeypis sjónvarp. Slíkt er mjög þekkt erlendis. Á þeirri stöð yrði sýnt efni sem áhorfendur eru tilbúnir til að greiða sér- staklega tyrir í viðbót við allt það góða efni sem sýnt er á Skjá einum. Við erum bytjaðir að þróa hugmyndina og skoða á hvaða dreifikerfi stöðin gæti verið, t.d. á einhverjum dreifinetum fram- tíðarinnar eða á dreifikerfi Norðurljósa eins og margir eru með hugmynd um, en þetta verður tíminn að leiða í ljós. Við myndum nýta okkar styrkleika og hafa þetta týrst og fremst skemmtistöð íyrir afmarkaða hópa. Með þvi móti verður tekjumynstrið hjá félaginu sterkara, tekjulindirnar verða tvær í stað einnar og íýrir- tækið kemst í enn meira jafnvægiý segir hann og spáir því að áskriftarsjónvarpið verði að veruleika innan eins árs þó að ekki sé hægt að negla niður ákveðnar tímasetningar. Sjónvarpsþáttaröð í TV2 Árni Þór hverfur frá daglegum rekstri hjá Skjá einum um áramótin en kemur áfram að félaginu og mun stýra dagskrárráði Islenska sjónvarpsfélagsins. Hann segir að mörg tækifæri séu að myndast á erlendri grundu í skemmti- menningu og því hafi þeir félagarnir úr Hellisbúanum stoJhað Jýrirtækið Þrjár sögur, Three Sagas Entertainment, en „sögurn- ar þijár eru við þrír,“ útskýrir hann og hlær. Þijár sögur hafa farið með Hellisbúann á markað á hinum Norðurlöndunum og munu standa að uppsetningu í Eystrasaltslöndunum og Japan. Sýningar í Noregi gengu mjög vel. Þar stendur á sviðinu ein helsta stjarna Norðmanna, Sven Nordin, í hlutverki Hellisbúans. Sýningar á Hellisbúanum eru nýhafnar í Svíþjóð og þar er Siggi Sigurjóns þeirra Svíanna í hlutverki Hellisbúans, Brasse Brenström. Sýn- ingar í Danmörku hafa gengið ágætlega og verkið er í vinnslu í Finnlandi, Eystrasaltsríkjunum og Japan. Af nógu er að taka því að Þijár sögur hafa mörg járn í eldinum. Bjarni Haukur er að skrifa sjónvarpsþáttaseríu um samskipti kynjanna og mun norski leikarinn Sven Nordin leika eitt aðalhlut- verkið í þáttunum. Ein stærsta sjónvarpsstöð Noregs, einkarekna sjónvarpsstöðin TV2, hefur keypt hugmyndina og verða fram- leiddir 13 þættir til að byrja með, aðrir 13 ef vel gengur og svo er hugsanlegt að þættirnir haldi áiram ár eftir ár ef allt gengur í haginn og hugmyndin heldur áfram að virka. Hugsanlegt er að hægt verði að selja þættina til fleiri landa í framtíðinni því að Árni Þór segir að um „vestrænt verk“ sé að ræða þar sem samskipti kynjanna eru annars vegar. - Af hverju byrjið þið i Noregi? „Þetta byrjaði allt með Hellisbúanum. Við þróuðum alþjóðlega útgáfu af honum iýrir Norðurlöndin og byijuðum á að setja það upp í Noregi. Framhaldið hefur spunnist út úr þeirri samvinnu. Við höfum áhuga á að reyna þetta lika í Ameríku en Noregur er mjög góður stökkpallur. I Noregi höfúm við strax meiri peninga til að spila úr en hér heima því að þar eru íbúarnir 5,5 milljónir talsins. Þar með getum við leyft okkur að vinna þetta á faglegri hátt en annars væri hægt. Ef svona þættir eru framleiddir fýrir minni peninga þá verða þeir ekki eins góð söluvara íýrir aðra markaði," segir hann. Með annan fótinn á móðurjörðinni Þremenningarnir hafa ýmis- legt annað í bígerð, bæði í sjónvarpi, leikhúsi og kvikmyndageir- anum. Þeir stefna að því að Jýrirtækið festi rætur á alþjóðamark- aði. Auðvitað er alltaf erfitt að koma sér á framfæri erlendis en með tengslum sem þeir hafa byggt upp við framleiðendur, leik- ara og annað hæfileikaríkt fólk telur hann að þeir ættu að geta komið sér á framfæri. Á næstunni verður frumsýndur annar eins manns gamanleikur á Islandi og svo verður hann settur upp á hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi. „Ef leikverkin virka hjá íslenskum áhorfendum er liklegt að þau virki annars staðar í Evr- ópu. Við erum spenntir Jýrir þvi að nota Island sem byijunarstig í okkar verkeJhum þegar það er hægt og það á við. Okkar draumur er að vera með allavega annan fótinn á móðuijörðinni." - Kristján Ra. hætti Jyrir nokkru á Skjá einum og nú ert þú að hætta afskiptum af daglegum rekstri. Er verið að ýta ykkur út? „Nei. Tækifæri eru þess eðlis að það þarf að stökkva á þau þegar þau gefast, annars getur maður misst af þeim. Ég hef skoðað ýmis tækifæri erlendis síðustu mánuði. Ég og meðhlut- hafar mínir urðum ásáttir um það að ef ég ætlaði að taka skrefið frá daglegum rekstri þá yrði það þó ekki fyrr en fýrir- tækið væri í höfn. Nú er ákveðið lag og ég get tekið stökkið. Á Skjá einum er gríðarlega öflugt starfsfólk sem heldur áfram að láta stöðina ganga sem vel smurða vél. En ég er einn af hlut- höfum og held áfram að koma með hugmyndir vonandi alls staðar að úr heiminum. Ég er áfram hluthafi að Skjá einum og vil tengjast því fyrirtæki eins lengi og mögulegt er og mun gera það nú í gegnum dagskrárráð ÍS.“ - Bíður Slfyís eins þá ekki ráðsett framtíð? „Fyrirtæki öðlast sjálfstætt líf eins og manneskjur. Einn daginn eru lætin gríðarlega mikil og síðan kemst á jafnvægi í rekstri og þá myndast oft frábærir hlutir. Ég mun leggja mitt af mörkum í þróunarstarfinu á Skjá einum. Það verður kannski ekki jafn mikill ærslagangur því að maður er að þroskast og læra en það er alltaf gaman að æskuneistanum og ég ætla að flytja minn neista með hugmyndum víðast hvar úr heiminum ef við berum gæfu til þess að starfa hér og þar um heiminn. Skjár einn heldur áfram. Nú er bara að viðhalda neistanum.“ 33 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.