Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 20

Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 20
IVIENN ÁRSINS Björgólfur Thor Björgólfsson Nafn: Björgólfur Thor Björgólfsson. Fæddur: í Reykjavík 19. mars 1967. Unnusfa: Kristín Ólafsdóttir framleiðandi. Mennlun: Stúdent frá VÍ, útskrifaðist í ijármálafræðum frá New York University. Ferill: Hlutastarf hjá Oppenheimer ijármálafyrirtækinu í New York með námi. Markaðsstjóri Viking Brugg hf. Fór til Rússlands sem sölu- og markaðsstjóri Baltic Bottling Plant Ltd og síðar sem framkvæmdastjóri. 1996 stofnaði hann Bravo International Ltd ásamt Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Guðmundssyni. Starf: Kaupsýslumaður, stjórnarformaður Heineken Russia og Pharmaco hf. Ahuyamál: Framandi menning, ferðalög og að gera upp gömul hús. Skíði, matur og tónlist. Ræðismaður Islands í Rússlandi. Björgólfur Thor Björgólfsson er stundum kallaður foringinn í Samsonhópnum. Hann vill ekki gera mikið úr því, segist vera samkvæmur sjálfum sér, frumkvöðull sem reynir að fylgja hugmyndum sínum vel eftir án þess að láta aðra hafa of mikil áhrif á sig. Honum finnist skemmtilegast að vinna hugmynda- vinnu, koma með leikfléttur og sjá tækifæri. „Það finnst mér skemmtilegast og þar nýt ég mín best í þessum hópi,“ segir hann. Það er þó ljóst að hann hefur forystuhæfileika, er harður og ákveðinn og vill ráða miklu. Hann er menntaður í ijárfestingabankastarfi en varð afhuga því hjá ijárfestingafyrirtækinu Oppenheimer í New York. „Gífurleg samkeppni var í íjármálageiranum á þessum tíma og mér fannst það verksmiðjulegt. Eg áttaði mig á því að mér myndi ekki falla að vinna í stórfyrirtæki. Það er frum- kvöðulseðlið í mér. Starfið hjá Oppenheimer var ágæt reynsla og það sparar tíma og vinnu að komast snemma að því hvað maður vill ekki gera,“ segir hann. - Hefur einhvern tímann komið sá tímapunktur að þú hafir fundið að aldur þvældist fyrir þér? „Þegar ég var framkvæmdastjóri 26 ára gamall í Rússlandi þá fann ég að eldri Rússar hlustuðu lítið á ungan yfirmann. Þá lét ég mér vaxa alskegg til að virka eldri en varð svo bara að koma þeim í skilning um hver réði. Sem stjórnarformaður er ég í starfi sem menn gegna gjarnan þegar þeir eru orðnir fimm- tugir eða eldri en mér finnst það ekki skipta máli. Eg get átt samskipti við menn á öllum aldri. Mér finnst gott að nýta mér reynslu eldri manna og læra af þeim. Það er mikill kostnaður sem sparast af því að gera ekki sömu mistökin." - Hver er lyldllinn að velgengni í viðskiptum? „Það er erfitt að henda reiður á því. í viðskiptum verður maður að vita hvað maður er að gera, skoða hlutina ofan í kjölinn og vita nákvæmlega hverju maður sækist eftir, hvert takmarkið er og hvernig maður ætlar að komast að þvi. Þetta er hugmyndavinna og útfærsla. Maður verður alltaf að vera tilbúinn til þess að endurskoða stöðuna. I þessu er ekkert sem heitir sjálfstýring.“ - Hvaða ráð gefurðu ungu fólki í viðskiptum? ,Að vera samkvæmt sjálfu sér og horfa ekki of mikið á það sem aðrir gera. Það er ekki gott að herma mikið eftir öðrum. íslend- ingar eru miklar hópsálir og fara í torfum. Það er skrítið því að um leið og þetta mikla frumkvöðlastarf þrífst hérna herma menn mikið eftir öðrum. “H3 fengum við þá fjárfesta með okkur,“ segir Björgólfur Thor. í gosinu höfðu þeir unnið með stórfyrirtækjum eins og Pepsi og Schweppes og nú byrjuðu þeir á þvi að fara í samstarf með stærsta bjórfyrirtækinu í Rússlandi og tappa fyrir það bjór á dósir. „Við nýttum okkur reynslu þeirra, fylgdumst með því hvað þeir voru að gera rétt og rangt og notuðum það til að vinna okkar eigið viðskiptamódel," segir Björgólfur Thor og Magnús bætir við að þessi aðferðafræði hafi reynst þeim mjög vel. „Þessi stóru erlendu fyrirtæki sýndu okkur mikið traust þegar þau vildu vinna með okkur og fá okkur til að pakka sinni vöru. Það var ákveðinn gæðastimpill fyrir okkur og sýndi að við vorum að gera ýmislegt rétt í okkar fram- leiðslu og rekstri,“ segir hann. Greitt á borðið í febrúar á þessu ári vöktu þremenningarnir athygli þegar samn- ingar tókust um söluna á Bravo International til Heineken bjórfyrir- tækisins. Um gríðarlega stóra sölu er að ræða og reyndar stærstu fyrirtækja- sölu í Rússlandi frá 1998. Samningurinn var metinn á 400 milljónir dollara, eða rétt rúmlega 40 milljarða króna á þávirði, og var fyrirtækið selt að fullu og öllu. Þetta er því einstætt afrek. Búið er að breyta nafni fyrirtækisins úr Bravo International í Heineken Russia. Björgólfur Thor og Magnús eru þó ekki horfnir úr rússnesku athafnalífi, hvað þá úr starfsemi fyrirtækisins. Björgólfur Thor verður stjórnarformaður fyrirtækisins út næsta ár og Magnús Þorsteinsson situr í stjórn. Þremenningarnir eiga áfram 51 prósent á móti 49 prósentum Heineken í upphaf- legu verksmiðjunni sem framleiddi áfenga drykki í Rússlandi. Söluferlið var agað og vel skipulagt, bæði af hálfu þeirra sjálfra og alþjóðlegu fyrirtækjanna sem komu að því. Þremenningarnir fengu einn færasta íjár- festingabanka í heimi, Merryll-Lynch, til að sjá um söluna og það gerðu þeir eftir að hafa talað við ýmis þekkt fyrirtæki á borð við Goldman Sachs. Merryll-Lynch setti í gang ferli, sem líkja má við uppboð. Talað var við tíu aðila og sex þeirra sýndu áhuga á að kaupa Bravo International.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.