Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 9
Aðstandendur Emst & Young á íslandi eru tvær endurskoðunarstofur sem starfræktar hafa verið um árabil - Endurskoðendur ehf. á Þórsgötu 26 og Endurskoðunarstofan Skólavörðustíg 12, sem síðar varð Moore Stephens endurskoðun ehf. í Ármúla 6. Starfsemi þessara félaga hefur verið lögð niður. Aðsetur Ernst S. Young hér á landi er í Ármúla 6 og starfsmenn verða í upphafi 25 - endurskoðendur, viðskiptafræðingar og fleira sérhæft starfsfólk. Hvers vegna? Endurskoðunarfyrirtæki með framandi nöfn, sem erfitt er að bera fram, hafa vakið eftirtekt hér á landi á undanförnum árum. Anna Kristín Traustadóttir, endurskoðandi og framkvæmdastjóri, var spurð að því hvers vegna fyrirtækið héti Ernst & Young. „Einu sinni kenndum við okkur víð Skólavörðustíg 12 og Þórsgötu 26 - Það voru góð nöfn, enda sýnir það bæði traust og vissu um framtíðina að kenna sig við ákveðinn stað. Svo fluttum við í Ármúla 6. Það hefðí auðvitað verið frumlegt að heita Endurskoðunar- stofurnar Skólavörðustíg 12 og Þórsgötu 26, Ármúla 6 - En auðvitað gengur það ekki. Þegar fyrra fyrirtækið flutti I Ármúlann var það komið i samstarf við alþjóðlegt fyrirtæki og kenndi sig við það: Moore Stephens, en nú lýkur samstarfinu við það fyrirtæki." „Maður kemst víðar á jeppanum" „Það eru margar ástæður fyrir því að endurskoð- endur leita eftir samstarfi yfir landamæri," segir Jón Öm Guðmundsson, endurskoðandi. „Ein er sú að fyrirtækin sem við vinnum fyrir eiga viðskipti og reka starfsemi í sífellt fleiri löndum og þá er oft nauðsynlegt að geta haft samband við einhvern sem maður þekkir og ber sama nafn. Ég veit t.d. ekk- ert um skattamál í Svíþjóð og kollegi mínn í Svíþjóð veit ekkert um skattamál á íslandi - þannig að við hjálpumst að. Ég fæ viðskipti út á það að kúnninn veit að ég á félaga með sama nafni úti um allan heirn." „Önnur ástæða," segir Anna Kristín, „er sú að alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin hafa þróað ýmiss konar verkfæri og tölvuforrit, sem við höfum aðgang að. Alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin eru verkfæri sem við notum við vinnu okkar. Ástæðan fyrir því að við hættum að vera Moore Stephens og verðum Ernst S. Young er sú að Ernst & Young er mun fjölhæfara og öflugra verkfæri. Breytingunni sem verður á högum okkar má líkja við það að við höfum nú selt fólksbíl og keypt jeppa. Báðir bílarnir eru ágætir, en maður kemst víðar á jeppanum," sagði Anna Kristín að lokum. Þjónusta fyrir stóra sem smáa „Þjónusta okkar mun eflast vegna þess að við höfum nú aðgang að sérhæfðum upplýsingum og sérfræði- aðstoð Ernst S Young," segir Jón Örn, „en við munum hér eftir sem hingað til sinna eins vel og kostur er öllum okkar viðskiptavinum, stórum sem smáum.1' Viðskiptavinir Ernst S. Young eru eitt um þúsund talsins. Anna Kristín Traustadóttir, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Ernst & Young. Endurskoðendurnir Sverrir Ingólfsson, Porsteinn Haraldsson, Friðbjörn Björns- son og Jón Örn Guðmundsson. Stefanía Stefánsdóttir og Hildur Pálsdóttir, starfsmenn í bókhaldi. KYNNING 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.