Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 41

Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 41
1956 1978 1983 1988 1993 2001 2002 VIÐTAL -EÐGARNIR í BIVI VALLÁ Feðgarnir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, og Víglundur Þorsteinsson stjórnarformaður. Fyrirtœki þeirra er stærsta fyrirtækið á steinefnamarkaði. Mynd: Geir Ólafsson Sagan Benedikt Magnússon stofnar steypustöðina BM Vallá og rekstur hefst. Útflutningur á vikri hefst í kjölfar kaupa á Hekluvikri. Fyrsta helluverksmiðja BM Vallár sett upp. BM Vallá hefur einingaframleiðslu. Afkastageta í helluframleiðslu aukin með nýrri verksmiðju. Framleiðsla þakskífa og steinfltsa hefst. Pípugerðin keypt. Sala á steyptum rörum hefst. Steinprýði ehf. keypt. Múrvörur koma inn í framleiðsluna. fótum í vor og eignaðist þá Víglundur Þorsteinsson fyrirtækið að fullu. Víglundur er starfandi stjórnarformaður og hefur sonur hans, Þorsteinn, gengið til liðs við fyrirtækið. Hann gegnir nú starfi framkvæmdastjóra BM Vallár en áður var hann yfirmað- ur hjá Kaupthing Bank Luxembourg SA. Feðgarnir eru hér í viðtali við Fijálsa verslun. Ekki samkeppni Við viðskiptavini BM Vallá er stærsta fyrir- tækið í steinefnaiðnaði á íslandi. Heildarvelta fyrirtækisins nam 1,9 milljörðum á síðasta ári og var hagnaður fyrir skatta 48 milljónir króna. Stefnt er að því að komast með fyrirtækið á markað innan þriggja ára. Næststærst í þessari grein eru Sementsverksmiðjan með um 1 milljarð í veltu og Björgun með tæpra 740 milljóna króna veltu. BM Vallá hefur breikkað starfsemina um- talsvert í gegnum árin en steypustöðin er og hefur ver- ið meginundirstaða starfseminnar. Vikurútflutningur hófst árið 1978 og framleiðsla á hellum og steinum byrjaði fyrir 20 árum. Vægi þeirrar framleiðslu hefur aukist jafnt og þétt. BM Vallá hefur sérhæft sig í ýms- um forsteyptum garðaeiningum, blómakerum, bekkj- um og fleiru. Fyrirtækið stefnir að því að auka þjónust- una við viðskiptavini sína fremur en að veita þeim sam- keppni og í því skyni hefur verið farið út í framleiðslu á ýmsum húshlutum, t.d. stigum og svölum. „Á síðasta ári var Pípugerðin keypt og á þessu ári var franfleiðslu múrvara bætt við með kaupum á Steinprýði ehf.,“ segir Þorsteinn Víglundsson. „Við teljum að við getum sinnt núverandi viðskiptavinum betur með þvi að bjóða þeim breiðara vöruval. Við höfum verið að vinna í því að sameina framleiðslu Steinprýði þeirri framleiðslu sem fyrir var, setja hana undir sama gæðaeftirlit og síðan erum við að byrja að markaðssetja þessa vöru af fullum þunga undir merkj- um BM Vallár. Steinprýði sem vörumerki er dottið út. Við teljum að ógrynni af tækifærum felist í notkun á forblönduðum múrblöndum. Þær draga verulega úr óþrifnaði á vinnustað og eiga eftir að koma að verulegu leyti í stað hinna eldri aðferða, þ.e. að blanda á staðnum. Eg held að það sé líka nauðsynlegt til að halda múrverki inni í byggingunni í dag. Hæg tækniframþróun í múrverki á undanförnum árum og áratugum hefur að mínu mati leitt til þess að aðrar og fljót- legri lausnir, svo sem gifs, hafa rutt sér til rúms. Að mínu mati er gæðaforskot múrveggjarins hins vegar ótvírætt og með aukinni tæknivæðingu og stöðugri gæðum í múrnum tel ég 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.