Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 25
Björgólfur Guðmundsson, fjárfestir og stjórnarmaður í ýmsum fyrirtœkjum. „Ég held líka að rússneskum stjórnvöldum hafi verið mikið í mun að erlendir fjárfestar væru óáreittir. Þeir vildu fá fleiri fjárfesta inn í landið og sáu því um að erlendir jjárfestar væru ekki ónáðaðir. Þetta var jú gluggi jýrir hina. “ Snilld að sameina Pharmaco og Delta stundum hefur verið talað um sameiningu Pharmaco og Delta sem algjöra snilld en með samrunanum varð til eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í Evrópu. BjörgólfurThor segir að fyrirtækin hafi passað mjög vel saman, þó að stefna þeirra hafi verið ólík hafi þau bæði verið almenningshlutafélög en ekki hafi verið á stefnuskránni að sameina félögin. Þeir hafi verið búnir að leita mikið að fyrir- tækjum fyrir Pharmaco að sameinast og oft er það þannig, þegar búið er að leita viða, að þá hentar það sem næst manni er. Það gilti í þessu tilviki. Hjá Pharmaco-samstæðunni starfa í dag 5.300 manns í 11 löndum. Inni í þeim tölum eru ekki þeir 2.000 sem starfa við nýkeypta verksmiðju í Serbíu. Velta fyrirtækisins er í dag að 45 prósentum í Vestur-Evrópu og 55 prósentum í Austur-Evrópu. „Mér finnst það ágætt jafnvægi og til langs tíma litið ætti maður að reyna að halda því. Það getur vel verið að þetta hlutfall breytist fram og til baka við fyrirtækjakaup milli ára en við erum að skoða fyrirtæki og stækkunarmöguleika á sölu- og dreifingakerfi okkar bæði í Austur- og Vestur-Evrópu. Verið er að skrásetja Deltu í Bandaríkjunum og mun fyrirtækið sækja fram þar. Pharmaco er í dag alþjóðlegt fyrirtæki. Sex prósent af veltunni koma frá íslandi. Við reiknum með að það hlutfall minnki þegar önnur velta eykst,“ segir Björgólfur Thor og Magnús bætir við: „Það er meira að segja verið að selja hráefni í Astralíu. Það er engin kjarnastarfsemi en þar er skrifstofa með einn starfsmann." Lyfin eins og neysluvara Lyfiamarkaðurinn og bjórmark- aðurinn eru svipaðir að mörgu leyti. I báðum tilvikum er um frekar flókna framleiðslu að ræða sem krefst ýmissa tækja og búnaðar. Margir veðja á að mesti vöxturinn muni eiga sér stað í austurhluta Evrópu þar sem þjóðirnar eru að koma sér upp sjúkrasamlagi og lyijamarkaðurinn er enn sem komið er mikið 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.