Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 87

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 87
VÍNUMFJÖLLUN SIGMABSB. á starfsemi ÁTVR á þessu kjörtímabili. Satt best að segja sýnist mér að ÁTVR hafi aldrei verið í eins sterkri stöðu og einmitt nú. Fyrirtækið er vel rekið, vínbúðirnar eru vel skipulagðar og þægilegt að versla í þeim. Vöruúrvalið er býsna gott og ijöl- breytt og opnunartíminn hefur verið aðlagaður kröfum nútím- ans. Heildsölunum finnst gott að eiga viðskipti við ÁTVR. Þeir fá peningana sína fljótt og örugglega og þurfa ekki að taka neina teljandi áhættu. Evrópusambandið virðist alveg hafa gefist upp fyrir Svíum og munu þeir fá að reka áfengiseinkasölu áfram eins og verið hefur. Sænska ríkið lét meira að segja birta á heilsíðum sænskra dagblaða opið bréf til franska sendiherr- ans, þar sem skorað er á hann að beita sér fyrir því að franska ríkisstjórnin taki upp sænska kerfið, þ.e.a.s. einkasölu á áfengi. TvÖ rauðvínsglös á dag Á seinustu árum hefur það vakið athygli í hinum vestræna heimi hvað margar vísindarann- sóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum um hollustu létt- víns. Það þykir nú talið fullsannað að þeir sem drekka 2 glös af léttvíni á dag eru í 40% minni hættu á að fá hjartaáfall en þeir sem ekki drekka vín eða þeir sem misnota áfengi. Þeir sem drekka léttvín i hófi eru í minni hættu að þjást af elliglöpum (dementia) og allt að 75% minni hætta er á því að fá Alzheimer- sjúkdóminn. Hófleg léttvínsneysla dregur einnig úr hættunni á því að karlmenn fái krabbamein í blöðruhálskirtil. Þessar og fleiri rannsóknir styðja þá fullyrðingu sem margir vísindamenn hafa haldið fram, t.d. dr. Serge Renaud, að léttvín er raunveru- lega hin mesta hollustuvara. Læknar ættu því að hvetja sjúk- linga sína til að neyta léttvíns í hófi til að bæta heilsuna og fyrir- byggja ýmsa sjúkdóma. Þá bragðast flestallur matur mun betur sé drukkið með honum léttvín. Hófleg léttvínsneysla dregur einnig úr streitu og bætir svefn og svona má lengi telja. Land- læknisembættið ætti því fremur að hvetja alla Islendinga, 40 ára og eldri, til að drekka léttvín. Margir læknar telja að land- læknir sé á hálum ís í því að vera með stöðugan áróður um að miðaldra og eldri konur eigi að drekka mjólk til að forðast bein- þynningu. Hugsanlega væri hyggilegra fyrir landlækni að hvetja alla íslendinga 40 ára og eldri til að drekka 2-3 léttvíns- glös á dag - alla ævi. Lægra werð á léttvínum Á næsta þingi munu nýir þingmenn hetja störf á Alþingi. Það væri mikið þarfaverk að nýtt þing beitti sér fyrir því að verð á léttvíni, eða réttara sagt opinber gjöld á léttvíni, yrði lækkað tíl muna. Það yrði bæði þjóðhags- lega og þjóðheilsufarslega hagstætt. Það er staðreynd að það er mun heppilegra að fólk drekki léttvín fremur en sterkt áfengi eða bjór. Ef gjöld á léttvlni yrðu lækkuð mætti t.d. á móti hækka gjöld á tóbaki og jafnvel sterku áfengi. Helst þyrfti verð á léttvíni að vera svipað og í nágrannalöndum okkar. Verð- lækkun af þessu tagi myndi meðal annars hafa það í för með sér að fleiri íslendingar færu á veitingahús, erlendir ferðamenn myndu gjarnan fá sér vín með matnum og eyða meiri gjaldeyri í dvöl sinni hér á landi. Aukin léttvínsneysla þjóðarinnar myndi einnig stuðla að betra heilsufari íslendinga. Ekki veitir nú af - æ fleiri krónur fara nú úr ríkissjóði í heilbrigðiskerfið og þrátt fyrir það verða óánægjuraddir stöðugt hærri. WWW.atvr.iS Eins og áður sagði hefur þjónusta ÁTVR batnað til mikilla muna á seinustu árum. Nú orðið er einnig hægt að fara á Netið og sjá hvað til er. Ef vel er að gáð má af og til finna athyglisvert vín sem ánægjulegt er að bragða á. Hér koma nokkur sem bæta heilsuna og lýsa upp myrka kima sálarinnar. Austurrískt vín er sjaldgæft í Rikinu, því miður, segi ég, því að í Austurríki er framleitt margs konar afar athyglisvert vín. Frá Weingut Briindlmayer eru nú til á sérlista tvær ljómandi víntegundir. Zöbinger Heiligenstein Riesling er létt, ilmríkt og þurrt vín með góðri fyllingu og ljúfu ávaxtabragði. Frábært vín til að drekka eitt og sér og þá jafnvel að hlusta á góða og fallega tónlist í leiðinni og slaka á. Langenloiser Berg-Vogelsang er í flokki víntegunda sem kallast Griiner Veltliner. Þessi vín eru pressuð úr samnefndum þrúgum. Þau eru yfirleitt alltaf drukkin ung, eru frískandi og svalandi og tilvalin sem for- drykkur. Það er mikill fengur að fá þessi frábæru vín frá Austurríki, vonandi komast þau í kjarnann og verða til sölu í öllum verslunum ÁTVR. ítalska vínið Barolo passar ákaflega vel með villibráð og auðvitað íslenska lambinu. Þetta magnaða vín kemur frá Norður-Ítalíu, nánar tíltekið frá Piedmont, og er pressað úr Nebbiolo þrúgum. Af þessu mikla víni er tjöruangan og magnað bragð af kryddi og austrænum ávöxtum. Skemmtilegt Barolo vín er Giordano Barolo Radioso 1997 á 2.760 krónur. Þetta er fínlegt vín með góða fyllingu, frábært matarvín á góðu verði. Annað ljómandi ítalskt matarvín er Ecco Comani Puglia Primitivo á 1.590 krónur. Þetta er suður-ítalskt vín frá Puglia. Vínið er pressað úr Primitivo þrúgum sem er forn ítölsk þrúgu- tegund. Primitivo er náskyld Zinfandel þrúgunni sem er mjög vinsæl í Kaliforníu. Primitivo er einfalt vín og látlaust. Þetta er sólbakað vín með flóknu bragði af jarðarbeijum, súkkulaði og timian og hárrétta vínið með ítölskum mat, t.d. pasta. En kosturinn við Ecco Domani Puglia Primitivo er að þetta er vín sem fellur að smekk flestra, ekki síst þeirra sem ekki hafa mikla þekkingu á léttvínum. Þess vegna er þetta rétta vínið í matarboðið, það passar með flestum mat og fellur að flestra smekk. Það er góð hugmynd að heimsækja þær verslanir ÁTVR sem bjóða upp á sérlistavín eða kíkja á www.atvr.is og sjá hvað er til á Netínu. m Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Hvítvín: Weingut Briindlmayer Riesling á 1.910 krónur Weingut Briindlmayer Griiner Veltiner á 1 670 krónur Rauðvín: Barolo Radioso 1997 á 2.760 krónur Ecco Domani Puglia Primitivo á 1.590 krónur 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.