Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 55
ERLENDAR LflNTOKUR Seðlabankanum. í núverandi skiptíngu vegur evran þyngst eða rúm 37% og Bandaríkjadalur tæp 25%. Því vega tvær stærstu myntírnar í gengiskörfunni samtals um 62%. (mynd: geng- iskarfan) Mynt..........Breyting gagnvart ISK frá 1. jan. 2002 USD ..................... -17,32% GBP ..................... -10,78% CAD ..................... -15,61% DKK ...................... -6,79% \'CK ...................... 1,93% SEK ...................... -4,07% EUR ...................... -6,88% CHF ...................... -6,40% JPY ..................... -12,77% Algengast er að erlend lán fyrirtækja séu samsett úr fimm myntum sem að jafnaði endurspegla vel skiptíngu krónunnar og er því hlutfall evru (EUR) og Bandaríkjadals (USD) oftast hátt. Hveijar hinar þijár myntirnar eru er mjög breytilegt en al- gengast hefur verið að velja breska sterlingspundið (GBP), jap- anska jenið QPY) og sænsku krónuna (SEK). Hefðbundin lengd lánasamninga er 3-5 ár. A undanförnum árum hefur verið algengast að fyrirtæki láti myntsamsetningu erlendra lána sinna vera óbreytta á lánstímanum, og taki þeim gengis- breytíngum sem eiga sér stað þegjandi og hljóðalaust. I töflunni hér að neðan sést hversu mismunandi gengisþróun einstakra mynta hefur verið gagnvart krónunni á fyrstu 11 mánuðum ársins eða fram til 3. desember. Á meðan norska krónan (NOK) hefur styrkst á árinu um tæp 2% þá hefur Bandaríkjadalur veikst um rúm 17%. Gengis- vísitala krónunnar hefur á sama tíma lækkað um tæp 10%. Myndin sýnir þróun þeirra níu mynta sem mynda gengiskörfu krónunnar frá því á árinu 1999. Þar sést vel hversu miklu máli skiptir að velja réttar myntír í lánasöfn og jafnframt að endur- skoða myntsamsetninguna reglulega, enda er þróun myntanna mjög mismunandi gagnvart krónunni. Hér sést hversu mismunandi gengisþróun einstakra mynta hefur verið gagnvart krónunni á fyrstu 11 mánuðum ársins eða fram til 3. desember. Vaxtaáhætta íslensk fyrirtæki hafa ekki lagt það í vana sinn að nýta sér kosti vaxtaskiptasamninga og festa vexti af erlendum lánum. Flest fyrirtæki eru því að greiða breytilega vexti, t.d. eins, þriggja eða sex mánaða Libor vexti að við- bættu álagi. Vaxtabreytingar hafa verið verulegar á síðustu árum og sem dæmi má nefna þá lækkaði Seðlabanki Banda- ríkjanna stýrivexti sína alls 11 sinnum á árinu 2001 eða sam- tals um 4,75%. Á sama tíma voru vextír lækkaðir um 0,25% í Svíþjóð. Vaxtagreiðslur fyrirtækja eru því líklegar til að sveifl- ast verulega við erlenda lántöku en það er þó mismunandi milli mynta. Óljós áhætla Erfitt getur reynst fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér skýra grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir erlendri lántöku. Erfitt er að meta áhrif sveiflna á gengi mynta sem og erlendra vaxtabreytinga. Flökt krónunnar hefur verið verulegt frá því að Seðlabankinn breyttí peningastefnu sinni á síðasta ári og lét krónuna fljóta. Fór flöktíð mest upp í um 15% í fyrra en hefur minnkað það sem af er þessu ári. Flökt krónunnar er orð- ið staðreynd og má búast við að það verði að jafnaði 6-10% sem er svipað og gengur og gerist með erlendar myntir. Hins vegar gæti sú staðreynd að íslenskur gjaldeyrismarkaður er grunnur leitt tíl þess að skammtímasveiflur verði enn meiri. Minni yfirsýn Til viðbótar við óljósa áhættu vegna erlendra lána tapast yfirsýn þegar fylgjast þarf með vaxta- og gengis- þróun þeirra níu mynta sem mynda gengiskörfu krónunnar. Nákvæmt yfirlit yfir stöðu erlendra lána er fæsmm fyrirtækjum aðgengilegt nema á gjalddögum og því er þróun lánasafnsins ekki fullkomlega ljós þess á milli. Skuldastýring Skuldastýring lánasafna hefur það að mark- miði að vega gegn þeim áhættuþáttum sem skapast við erlenda lántöku og um var fjallað hér að framan. Byggist það á því að viðhalda nákvæmri vöktun á stöðu lánasafna og bregðast við óheillavænlegri þróun. Gengisfall krónunnar á síðasta ári og miklar sveiflur því sam- fara hafa vakið fyrirtæki til umhugsunar um áhættu erlendra lánasafna sinna og er skuldastýring orðin fastur þáttur í erlendri lántöku flölmargra fyrirtækja. Með því mótí er fjármagnskostn- aður vegna lána lágmarkaður að teknu tilliti til áhættu. í langflestum lánasamningum eru ákvæði þar sem fyrir- tækjum er gert kleift að breyta myntsamsetningu lána sinna við greiðslu vaxta og afborgana. Mismunandi er milli banka- stofnana hvort um kostnað sé að ræða við breytinguna en algengast er að eini kostnaðurinn sé munur á kaup- og sölu- gengi þeirra mynta sem breytt er. I skuldastýringu er þetta ákvæði nýtt tíl þess að skipta milli mynta eftír því hversu hag- felld þróun þeirra er, með tílliti til gengis- og vaxtaþróunar. Jafnframt eru framvirkir samningar nýttir tíl að bregðast strax við gengisþróun fram að næsta myntbreytingardegi. Með aðferðafræði skuldastýringar er hægt að áætla framtíð- argreiðsluflæði vegna erlendra lána sem auðveldar fyrirtækj- um stefnumótun og fjárhagsáætlanagerð. Þar með geta stjórn- endur fyrirtækja fengið mat á vaxtagreiðslu og upphæð afborg- ana í íslenskum krónum 1-6 mánuði fram í tímann. Spár gera ráð fýrir að vextír gengiskörfu krónunnar verði áfram lágir næstu mánuðina. Hins vegar er meiri óvissa fólgin í innlendri vaxtaþróun. Líklegast er þó að vaxtamunur við útlönd fari minnkandi á næstunni. Vaxtamunurinn er nú um 3,0% og því er ljóst að óhagsstæð gengisþróun getur verið fljót að vega upp hagræðið af erlendri lántöku ef ekki er fylgst grannt með gengis- og vaxtaþróun. BD 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.