Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 45
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN Spumingin til Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra er þessi: Gengi krónunnar hefur styrkst. T.d. er Bandaríkjadalur núna í kringum 83 krónur en varyfir 100 krónur í byrjun ársins. Hverjar eru helstu ástœóurfyrir því ab gengi krónunnar hefur styrkst svo mikió á árinu og er líklegt aö gengi hennar taki djúpa dýfu á komandi ári, líkt ogsumarió 2001? Huers uegna hefur gengi krónunnar styrkst suo mikið? Mikil þensla hefur einkennt íslenskt efnahagslíf undanfarið, eða allt fram á þetta ár. Hún leiddi til ójafnvægis sem braust á endanum fram í mikiili gengislækk- un og vaxandi verðbólgu. Seðlabankinn brást við með því að hækka vexti verulega á árun- nm 1999 - 2001. Þess sáust þegar merki á ár- inu 2001 að tekið væri að draga úr þenslu, en Seðlabankinn fór þó varlega í vaxtalækkanir, enda reyndist hagvöxtur mikill á því ári. Há- marki náði verðbólgan í janúar sl. þegar hún mældist 9,4%. Á árinu 2002 dró hratt úr verðbólgunni og efnahagslífið færðist til meira jafnvægis. Gengið hækkaði, viðskiptahallinn hvarf og nú í desember mældist verðbólgan 2% sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Gengishækkun krónunnar á þessu ári má rekja til þess jafnvægis sem efnahagslífið leit- aði í. Eftirspurn eftir gjaldeyri minnkaði og framboð jókst með auknum útflutningi. Vænt- ingar markaðarins færðust til aukinnar bjart- sýni. Á sögulegan mælikvarða var raungengi krónunnar orðið mjög lágt i nóvember árið 2001 þegar gengislækkunin stöðvaðist og því var liklegt að einhver hluti lækkunarinnar gengi til baka, því að um augljóst yfirskot var að ræða. Á árinu 2003 eru engar líkur á að gengi krónunnar taki djúpa dýfu í likingu við það sem varð á árinu 2001. Efnahagslifið er í góðu jafnvægi og spár benda til þess að svo verði áfram á næsta ári. Gengið hefur verið stöðugt að undanförnu og sá stöðugleiki stendur styrkari stoðum nú en áður. Þannig er við- skiptahallinn nánast horfinn og jafnvel stefnir í afgang. Einkavæðing fjármálafyrirtækja og aukið innstreymi erlends gjaldeyris vegna ijárfest- ingar erlendra aðila á innlendum verðbréfum gæti einnig stuðlað að sterkari stöðu krón- unnar. Jafntramt gætu væntingar um fyrir- hugaðar stóriðjuframkvæmdir stuðlað að styrkingu hennar. Seðlabankinn telur því allar líkur benda til að gengi krónunnar verði stöðugt á næstu misserum. B3 Á árinu 2003 eru engar líkur á að gengi krónunnar taki djúpa dýfu í líkingu við það sem varð á árinu 2001. Efnahagslífið er í góðu jafnvægi og spár benda til þess að svo verði áfram á næsta ári. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn telji allar líkur benda til að gengi krónunnar verði stöðugt á næstu misserum. „Stöðugleikinn stendur styrkari stoðum nú en áður. Þannig er viðskipta- hallinn nánast horfinn og jafnvel stefnir í afgang.“ Einkavæðing fjármálafyrirtækja og aukið innstreymi erlends gjald- eyris vegna fjárfestinga erlendra aðila á innlendum verðbréfum gæti einnig stuðlað að sterkari stöðu krónunnar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.