Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 53

Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 53
STJÓRNUN UPPLÝSINGflSTREYMI Talaðu við fólkið Haltu starfsmönnunum vel upp- lýstum á öllum stigum málsins, talaðu skýrt og útskýrðu málin fyrir þeim augliti til auglitis. Ekki treysta á tölvupóstinn. Hlustaðu á fólkið Hlustun er mikilvægur þáttur í sam- ræðum. Ekki láta truflanir hafa áhrif, ekki fitla við tölvuna eða rjúka í sím- ann þegar hann hringir. Þú hlýtur að geta slappað af í nokkrar mínútur og hlustað á starfsmenn þína. Spurningar og tillögur Fáðu starfsmennina til að koma með spurningar ef þeir skilja ekki og hvettu þá til að koma með tillögur. Með spurningum færðu að vita hve vel fólkið hefur skilið það sem þú sagðir. Reyndir starfsmenn geta oft komið með lausnir. uppsagna komi. Ráðgjafinn hvetur til þess að starfsfólki sé haldið vel upplýstu því að annars geti iyrirtækið misst sitt besta fólk. Millistjórnandinn hyggst bæta upp- lýsingastreymið, kallar tvo af þremur hópstjórum á fund og gefur þeim óskýrar og misvísandi upplýsingar. Hann hvetur hópstjórnendurna til að undirstrika við fólkið á gólfinu að ekki verði um neinar uppsagnir að ræða. „Það er ekki alveg satt en ef þeir fara að hamra á töpuðum störfum hlaupa allir um sem höfuðlaus hænsn. Og auðvitað sitjum við uppi með lélega fólkið því að þeir bestu fara,“ segir hann. Hóp- stjórarnir eru engu nær og telja að hlaup höfuðlausu hænsnanna séu þegar byijuð. Lærdómur: Ef þú getur ekki frætt alla starfsmenn á einum og sama fundinum skaltu halda þig við sama handritið á öllum fundunum þannig að þú gefir ekki frá þér misvísandi upplýsingar. Þú verður að fræða aUa starfsmenn, ekki bara suma því að annars kemurðu óánægju og leiðindum af stað. Leyfir truflun Hópstjórarnir eru sammála um að einhver verði að fara inn til millistjórnandans og ræða málin opinskátt. Sá sem verður fyrir valinu fer inn og kveðst hafa ákveðið að segja upp störfum miðað við óvissuna í fyrirtækinu. Þeir verða sífellt fyrir truflunum, millistjórnandinn svarar símanum, fitlar við tölvuna o.s.frv. í stað þess að hlusta og ræða málin heils hugar og af virðingu. Hópstjórinn gefur milfistjórnandanum smá kennslustund í stjórnun og samskiptum við starfs- fólk. Hann bendir á að starfsfólkið þurfi að fræða því að annars verði það óöruggt og ímyndi sér allt hið versta. Lærdómur: Hlustun er mikilvægur þáttur í samræðum. Ekki láta truflanir hafa áhrif, ekki fitla við tölvuna eða ijúka í símann þegar hann hringir. Þú hlýtur að geta slappað af í nokkrar mínútur og hlustað á starfsmenn þína. flllt er gott ef endirinn er góður Myndbandinu lýkur vel eins og vera ber í góðri sögu. í myndbandinu er millistjórnandanum gefið annað tækifæri þar sem hann talar skýrt við fólkið sitt í stað þess að senda tölvupóst og gerir því grein fyrir því að ekki verði um neinar uppsagnir að ræða, svarar spurningum og hvetur starfs- menn til að koma með tillögur. Þar með nýtir hann sér reynslu og þekkingu starfs- manna til að sjá fyrir vandamálin áður en þau gerast og fær þá til að koma með til- lögur að lausnum. Hann lætur ekkert trufla sig í því samtali og í lokin klappa starfsmennirnir fyrir honum. Heimild: Video og tölvulausn ehf., dreifingaraðili Video Arts á íslandi.SH Forstjórinn vill að upplýsingastreymið sé skýrt og býðst m.a. Millistjórnandinn heidur loksins fund með öllum starfs- til að aðstoða viðkomandi millistjórnanda við að koma á mönnum og fer þar yfir málin á skýran og greinargóðan fundi en hann kýs að senda út tölvupóst. hátt og svo er klappað fyrir honum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.