Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 67
ÞJÓÐFÉLAGIÐ ER ANDSNÚIÐ REYKINGAIVIÖNNUIVl Stubbahús. Það kemur vissulega í vegfyrir að stubbarnir liggi á víð og dreiffyrir utan fyrirtæki. En það er sama, það er allt sem mælir með því að hætta að reykja. á þessi boðefni og draga úr reykingalönguninni. Samkvæmt upplýsingum úr apóteki virðist lyfið vera að ná töluverðum vin- sældum hér á landi þó að verðið haldi aftur af sumum, enda niðurgreiða yfirvöld ekki lyfið. En lyfið Zyban er hvergi hægt að fá nema með lyfseðli og verður að notast í samráði við lækni. Meðferð byggist á því að reykingamaðurinn og læknirinn ákveða í sameiningu þann dag sem hætt er en reykingamaðurinn byrjar að taka lyfið 7-10 dögum áður en hætt er að reykja. Þannig á lyfið að vera komið með fulla virkni og minnka þá gremjutilfinningu og pirring sem fylgir því að hætta að reykja. Meðferðin stendur yfirleitt í 7-9 vikur. Að þeim tíma loknum eru margir lausir við fíknina og komnir yfir erfiðasta hjallann. boði fyrir þá sem vilja hætta; námskeið af ýmsum toga, dáleiðslur og jafnvel nálastungur þó að flestir reyni að hætta án allrar utanaðkomandi hjálpar. Margir hafa tekið þann kostinn að nýta sér lyf til að vinna á vandanum en þau hafa hjálpað mjög mörgum í baráttunni. Flestir þekkja nikótíntyggjó og plástra sem hafa verið töluvert notuð hér á landi, þó að ekki séu allir á eitt sáttir um árangurinn. Nú er hins vegar komin fram ný kynslóð reykingalytja sem er að ná auknum vinsældum í Bandaríkjunum og Evrópu en þessi lyf hafa ekkert með nikótlntyggjóið að gera. Önnur hugmyndafræði homin í spilið annarri hugmyndafræði. Fyrsta lyfið flokki er pilla sem kölluð er Zyban. Pillan líkir eftir áhrifum nikótíns á heilann, er þannig hugsuð til að draga úr fráhvarfseinkennum og löngun í nikótín. Eins og áður segir hafa þeir sem háðir eru reykingum, raskað ákveðnu boð- efnajafnvægi í heilanum sem veldur því að löngun í nikótín og sígarettur getur verið óbærileg. Af þessu stafa einmitt fíkn og frá- hvarfseinkenni sem svo margt reykingafólk kannast við. Verkun lyfsins gengur út á að aðstoða heil- ann við að koma lagi Nýju lyfin byggja á allt í þessum nikótínlausa Hagur fyrirtæhja Margir þeir sem reka fyrirtæki eru tilbúnir að fórna fjármunum til þess að losa starfsmenn sína undan tóbaksfíkninni, sem sannanlega kostar fyrirtækið peninga. Hér á eftir fylgja yfirlýsingar frá ónefndum framkvæmdastjóra fyrir- tækis af millistærð í Reykjavík sem sjálfur reykir og er með flölda fólks í vinnu sem einnig reykir. „Ég er ekki í neinum vafa um að það er hagur fyrirtækisins að starfsmenn hætti að reykja og þar er ég sjálfur ekki undan- skilinn. Hugmyndin er að við öll hættum saman í janúar og veitum hvert öðru þannig stuðning.“ Hann segist ekki vera sér- staklega góð fyrirmynd. „Ég prófaði í haust tyggjó, töflur og plástra og ég verð að viðurkenna að þetta virkaði ekki. Kannski gerir maður ráð fyrir að svona hjálpartæki geri meira en þau geta en þessu fylgdu ýmis óþægindi svo sem þrálátur hiksti. Ég er að skima eftir einhverju nýju og vona að ég finni það.“ Hann segir ýmsa álagspunkta í starfsemi fyrirtækisins sem ýti hugsanlega frekar undir reykingar. Það geti þó ekki verið afsökun. „Við vitum að reykingar er eitt af því versta sem við gerum líkama okkar og heilsu og eftir 12% hækkun á tóbaks- verði nýverið kostar það minnst 182.000 krónur fyrir einstak- ling að reykja pakka á dag yfir árið. Það er náttúrulega ekki heil bní í þessu og þegar maður tekur til heilsutap og auka- pásur sem þessu fylgja, þarf engan sérfræðing til að sjá að fyrirtæki fjárfestir ekki betur en í reyklausum vinnustað. Ég held að tugum þúsunda króna af hálfu fyrirtækisins og jafnvel hundruðum þúsunda sé vel varið í að aðstoða starfsfólk og auðvitað yfirmenn líka, að hætta að reykja. Það er ekki rétt að mínu mati að setja reglur, reka fólk út og jafnvel út fyrir lóða- mörk með svipuna á loftí. Það verður að gera þetta manneskju- lega og starfsfólkið verður sjálft að átta sig á hags- munum sínum. Ég veit að afköstín og vinnugleðin verður meiri ef þetta tekst hjá okkur. Það er til mikils að vinna.“t21 Það eru ýmsar leiðir til að hætta að reykja. Zyban er fyrsta lyfið í nikótínlausa flokknum og hefur það náð töluverðum vinsœldum í Bandaríkjunum og Evróþu. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.