Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 28
MENNÁRSINS viljum efla hann enn frekar. Við viljum taka þátt í þeim sóknar- tækifærum sem skapast erlendis sem og hagræðingu í rekstri innanlands," segir Björgólfur Thor. Varkárir í Okkar Starf i Þeir verða orðvarir þegar þeir eru spurðir út í hugsanlegar sameiningar Landsbankans við aðra banka eða íjármálastofnanir, hvort heldur innanlands eða utan. Björgólfur Guðmundsson bendir á að í Jjölmiðlum hafi komið fram að Landsbankinn sé að leita sér að tækifærum til að auka umsvif Heritable-bankans. Hann bætir við að engilsaxneska markaðs- svæðið sé mjög áhugavert. Þegar tenging bankans við Rússland ber á góma segir Björgólfur Thor það ekkert fáránlegt en þó sé það ekki á kortinu í dag. Þetta sé spurning um tækifæri. Þeir séu alltaf á höttunum eftir tækifærum og það sé aldrei að vita hvernig þróunin verði ef tækifæri skapast. „Við erum frekar varkárir og það kemur fram í því sem við höfum gert. Við höfum sótt inn á óhefðbundin svæði á óhefðbundinn hátt,“ segir hann. Hvað framtíðarsýn almennt á íslenskum bankamarkaði varðar vitnar Björgólfur Thor í mat greiningardeilda bankanna, umsögn bankamanna og Fjármálaeftirlitsins þess efnis að bönkum og fjármálastofnunum á Islandi muni líklega fækka. „Við erum í sjálfu sér ekkert ósammála því. Við fylgjumst vel með tilhneigingu og þróun mála,“ segir hann. Þeir hafa samið við erlendar fjármálastofnanir um ijármögnun ýmissa verkefna og þeir hafa sest að samningaborðinu með full- trúum eins af stærstu framleiðslufyrirtækjum í heimi. Eftir tíu ára starfsemi erlendis hljóta þremenningarnir að hafa öðlast góða reynslu í samningatækni og samningaviðræðum. Þegar þeir eru inntir eftir hver sé helsti munurinn á samningaviðræðum við ríki og erlendar fjármálastofnanir verða viðbrögðin hressileg. Iiðið er á viðtalið og Björgólfur Thor stendur upp og gengur um gólf. Eftir smá umhugsun segja þeir að munurinn sé stór. „Að semja við ríki er alltaf lengra og erfiðara því að ríki hegðar sér öðruvísi en kaupsýslufólk,“ segir hann. „Sumir hafa atvinnu af því að vera í kaupsýslu eða bankastarfsemi, kaupa og selja og semja um það. Aðrir hafa atvinnu af þvi að vera í pólitík,“ bætir Magnús við og Björgólfur Thor tekur orðið: „Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar pólitík blandast inn í kaupsýslu.“ I samningaviðræðum telja þeir miklu skipta að fara varlega og skoða hlutina ofan í kjölinn áður en hafist er handa. Réttsýni segja þeir að skipti máli og einnig það að vera samkvæmur sjálfum sér. „Þetta er bara eins og allt í lífinu. Maður þarf að setja sig vel inn í hlutina og gæta þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Reyna að sjá til lands,“ segir Björgólfur Guðmundsson og sonur hans bætir við að sennilega skipti þolinmæði mestu máli. Báðir samnings- aðilar verði að vera sæmilega ánægðir ef samningar eigi að takast. Þremenningarnir hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum sem hópur, Samsonhópurinn er það nýjasta og stundum Björgólfs- feðgar þó að rætt sé um viðskipti sem Magnús er með í. Eru þeir hópur eða eru þeir kannski bara einstaklingar sem halda hver sína leið í viðskiptum næstu missera? Þeir segjast vera bæði og - þeir séu hópur þegar þeir vinni saman í verkefnum, annars vinni hver að sínu. Þeir eru ánægðir í núverandi félagsskap, telja hann þægilegan og góðan og hafa ekkert endilega hug á að leita út fyrir hann. Hvað framtíðina varðar þá hafa þeir þá sameigin- legu stefnu að vera í fáum verkefnum og sinna þeim vel. 33 Avis fyrirtækjaverð. Hafðu fjármálastjórann þinn ánægðan. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum innanlands og erlendis. Hringdu í Avis sími 5914000 AV/S Við gerum betur Knarrarvogur 2 - 104 Reykjavík - www.avis.is 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.