Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 62
VIÐTfll ÁRNI ÞÓR VIGFÚSSON Jafnvœgi í fjármálum Skjás eins er aö nást ogþví er færi að leita á vit nýrra / tækifœra. Arni Þór Vigfússon,fráfarandi sjónvarþsstjóri, yfirgefur um þessar mundir daglegan rekstur á Skjá einum. Hann hyggst taka þátt í uþþbyggingu á alþjóðlegu fyrirtæki í framleiðslu á skemmtiefni. Effir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Þeir eru ekki margir ungu mennirnir sem hafa byggt upp sjónvarpsstöð úr engu en það má segja um Árna Þór Vigfússon, fráfarandi sjónvarpsstjóra Skjás eins, og félaga hans, Kristján Ragnar Kristjánsson. Eftir Verslunarskólann tóku þeir félagarnir til við að setja upp leiksýningar með mis- jöfnum árangri, sumar tókust vel og aðrar illa, en í þessari vinnu komust þeir að þeirri niðurstöðu að þá langaði til að starfa í skemmtimenningarheimi, vinna með tjölda fólks og púsla saman í eina heildarmynd. „Við fundum að hlutverk iramleiðandans átti vel við okkur, það að leiða saman hugmyndaríka einstaklinga, koma vinnunni í farveg og búa til eina skemmtilega heild,“ segir Arni Þór Vigfússon, fráfarandi sjónvarpsstjóri Skjás eins. Þeir hittu Bjarna Hauk Þórsson leikara og settu upp með honum sýninguna Train Spotting. „Við vorum stoltir af þeirri sýningu en hún kolféll í miðasölunni. Ifklega vann það gegn henni að vera á tjölunum fljótlega eftir að myndin var sýnd. Hún var létt og skemmtileg, en leikverkið var þyngra og áhorfendum virtist ekki líka það að sjá leikverk- ið eftir myndina. Síðan fór lukkuhjólið að snúast. Við settum upp Hellisbúann, Bjarni lék og við fengum Hallgrím Helgason og Sigga Siguijóns til liðs við okkur og þróuðum leik- verkið úr amerískri „stand up“ útgáfu. í dag erum við að setja Hellisbúann upp á hinum Norðurlöndunum og fleiri löndum og munum halda þvi áfram í framtíðinni," segir hann. Markhópasjónvarp Fyrir þremur árum var mikil ævintýramennska í gangi í þjóðfé- laginu, uppgangurinn var mikill og „dot com“-tímabilið var í algleymingi. Þetta var gósentími tækifæranna íýrir unga menn. Hann og Kristján Ra., þá aðeins 23ja ára gamlir, fóru að velta fyrir sér næstu skrefúm og komust að þeirri niðurstöðu að sjónvarp væri athyglisverður vettvangur. Þeir notíærðu sér tíðarandann og réðust óhræddir í það að byggja Skjá einn frá grunni. Þeir töldu tækifærin felast í ókeypis sjónvarpsstöð, þeirri fyrstu á Islandi. Skyldi hún fjalla um íslenskan veruleika og fara í innlenda dagskrárgerð í bland við erlenda skemmtidagskrá, aðallega frá Bandaríkjunum. Skjár einn fór hratt af stað og einkenndist af vogaðri tilraunastarfsemi í sjónvarpsþáttagerð. Þetta hitti í mark hjá áhorfendum og hefur verið með miklum blóma hjá Skjá einum. Stöðin hefur fram- leitt 55 sjónvarpsþáttaraðir og hafa tjórar þeirra verið á skjánum frá upphafi. Þetta eru Silfur Egils, Djúpa laugin, Fólk og Innlit-útlit. Þremenningarnir hafa ýmislegt annað í bígerð, bæði í sjónvarpi, leik- húsi og kvikmyndageir- anum. Þeir stefna að því að fyrirtækið Þrjár sögur festi rætur á alþjóðamarkaði. Áskriftarsjónvarp verður að veruleika innan eins árs og er verið að þróa hugmyndina og skoða hvort „dreifinet“ fram- tíðarinnar verði notað eða hvort það verði með dreifikerfi Norður- Ijósa ef menn beggja megin við borðið sjá það sem tækifæri. Ætla að viðhalda „Við höfum verið óhrædd við að þreifa okkur áfram og prófa ýmislegt og ætlum að halda því áfram. Af hveijum tveimur hug- myndum sem fara af stað er líklegt og nánast öruggt að önnur gengur ekki,“ segir Arni Þór. Kraftarnir hafa sumsé farið í mikið uppbyggingarstarf síðustu árin og nú er þessi vinna farin að skila sér. Arni Þór segir að Skjár einn sé kominn með ákveðna reynslu og það sé mesta verð- mætið í fyrirtækinu. Sem frumkvöðlastarf Skjás eins á íslenskum sjónvarps- og auglýsingamarkaði nefnir hann sérstaklega mark- hópasjónvarpið, þ.e. þá stefnu að taka tillit til markhópa við upp- byggingu sjónvarpsdagskrárinnar. Þannig segir hann að hægt sé að ganga markvissar fram í auglýsingasölu. Nokkrum dógum Of seinir Rekstur Skjás eins hefur mikið verið til umtjöllunar, ekki síst eftir að tók að harðna á dalnum á auglýs- ingamarkaði fyrir tveimur árum, og á ýmsu hefur gengið í rekstrinum. Árni Þór segir að ekki hafi allar áætlanir gengið eins og vonir stóðu til. Það taki tíma að byggja upp fyrirtæki og láta reksturinn sýna hagnað, ekki síst þegar íjölmiðlafyrirtæki sé ann- ars vegar. Fljótlega var farið að tala um erfiðleika í ljármálum en Árni Þór segir að unnið hafi verið eftir áætlun. „Við vorum að búa til algjörlega nýtt fyrirtæki. Enginn hafði gert þetta áður, hvorki við né hluthafarnir. Það var því ekkert skrítið að það tæki ákveð- inn tíma að byggja fyrirtækið upp,“ segir hann. Á síðustu misserum hefur hlutafé í félaginu verið niðurskrifað tvívegis og hlutafé aukið. Tekist hefur að lækka skuldir um 600 milljónir króna, m.a. með því að breyta skuldum í hlutafé. Rekst- ur Islenska sjónvarpsfélagsins lítur því nokkuð vel út í dag og tel- ur Árni Þór að hann sé kominn í jafnvægi og skili 11 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og Jjármagnsgjöld (EBIDTA) á 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.