Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 80

Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 80
HVflÐ SEGJfl ÞflU UIVI flRflMOT Þórunn Pálsdótdr flármálastióri Istaks Hreinsun strandlengjunnar Eitt af stærri verkefnum Istaks á árinu var vinna við Sundaræsi sem kláraðist nú í haust en í fyrrasumar lögðum við aðalútræsi 5,5 km út á Faxaflóa. Þetta er stór áfangi í hreinsun strandlengjunnar og mikil fram- kvæmd en lætur eðli málsins samkvæmt lítið yiir sér. Þá er Istak þátttakandi í stóru verkefni í Hammerfest í Noregi. Um er að ræða undirbúningsframkvæmdir fyrir gasvinnslu úr Barentshafi. Þar eru nú á vegum fyrirtækisins 36 starfsmenn, þar af 10 tæknimenn og 7 verkstjórar. Af öðrum verkefnum má nefna vegagerð á Norðurlandi og hafiiargerð á Húsavik og byggingu Lækjarskóla í Hafnarfirði. Einnig hafa verkefni á varn- arsvæðinu við Keflavíkurflugvöll verið vaxandi. Eg met stöðuna fyrir árið 2003 nokkuð góða. Þó geri ég ráð fyrir einhveij- um samdrætti. Eg tel að það sé bjart framundan í greininni í heild á næstu árum. Fjölmörg stór útboðsverk eru í pípunum, svo sem jarðgöng, virkjanir og vegagerð. Ur einkalifinu er ánægjulegast að allir voru við góða heilsu, hressir og kátir. Fjölskyldan komst i eftirminnilegt frí til Marbella síðastliðið vor. Annars er af ýmsu að taka því það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. B!1 RannveigRist forstjóri Alcan á Islandi Framleiðum um 200 vörutegundir Góð rekstrarafkoma, þrátt fyrir lágt álverð er það sem stóð upp úr hjá fyrirtækinu á árinu. Meðalverð ársins stefnir í að verða það lægsta í 10 ár þannig að við getum vel við unað þótt afkoman verði líklega eitthvað lakari en í fyrra. Svo stefnir í met- framleiðslu hjá okkur, bæði í kerskálum og stejrpuskála. Annað sem mér er ofarlega í huga í árslok er sú staðreynd að umhverfismati vegna hugmynda okkar um stækkun er lokið. Skipulagsstofnun samþykkti fyrir sitt leyti stækkun, með skilyrðum, og engin kæra barst vegna þess úrskurðar. Mér sýnist næsta ár geta orðið svipað og það sem er að liða. Það er óliklegt að álverð hækki mikið en við teljum okkur engu að síður hafa möguleika á sæmilegri afkomu. Eftirspurn hefur dregist saman vegna efnahagsástands í heiminum. Við erum hins vegar ágætlega búin undir slikar aðstæður; sveigjanleiki okkar er mikill og við erum síður háð einni tiltekinni afurð en sum önnur álver. I Straumsvik framleiðum við um 200 vörutegundir og þótt spurn eftir einni minnki getur spurn eftír annarri aukist Það er af ýmsu að taka þegar spurt er hvað var minnisstæð- ast hjá mér sjálfri á árinu en ætli ferðalag ijölskyldunnar til New York á vordögum standi ekki upp úr. Það er alltaf gaman að koma til New York en það kom mér að sumu leyti á óvart hvað stelpunum okkar, sem eru 13, 9 og 2ja ára, líkaði vel stór- borgarlífið. Við fundum okkur ýmislegt til dundurs og útkoman var eftirminnilegt og skemmtilegt ferðalag. [ffl 80

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.