Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.11.2002, Qupperneq 51
BÆKUR JÓN SIGURÐSSON - FOBSETI nemendanna þaðan; lærði undir skóla heima hjá karli föður sínum og dimitteraði hjá Gunnlaugi Oddssyni, dómkirkju- presti í Reykjavík. Eftir stúdentspróf var Jón fyrst innanbúðarmaður hjá R C. Knudtzon, helsta danska selstöðukaupmanninum í Reykja- vík, en síðan ritari Steingríms biskups. I Höfn hellti hann sér í námið við Háskólann og störf við könnun og skráningu handrita, íslenskra og danskra. Fljótlega hafði hann unnið sér hylli bæði íslenskra og danskra menntamanna á þessum sviðum sem einstakur dugnaðarforkur og nákvæmur vísinda- maður og verkefnin helltust yfir hann, þannig að hann fann sér aldrei tíma til að ljúka prófi á sviði norrænna fræða. Hins vegar tileinkaði hann sér óvenju djúpa og víðtæka þekkingu á samskiptum Islands og Danmerkur með tilvísun í þessi fornu skjöl. Með vaxandi pólitískum áhuga almennings í Dan- mörku verður staða íslands í ríkinu æ áleitnari. Jón liggur veikur mikinn hluta vetrar 1840 og gefst gott tóm til að hugsa sinn gang. Um haustið hefst í fyrsta sinn kennsla í hagfræði við Hafnarháskóla í umsjá Adolph Frederick Bergsöe, sem á eftír að gefa út Den Danske Stats Statistík í flórum þykkum bindum á árunum 1844-'53. Bergsöe aðhyllist frjáls- lynda stefnu í anda Adams Smiths og Ricardos og hefur verið kallaður faðir hagfræðinnar í Danmörku. Um þetta leyti helltist bylgja líberalismans yfir Danmörku. Höfuðrit Davids Ricardos, On the principles of political economy and taxation, kom út í danskri þýðingu 1839 og er vitað að Jón kynntí sér það og í framhaldi af þvi ritverk ýmissa annarra lærisveina Adams Smiths, svo sem Frakkans Jean B. Say, sem lýrstur hagfræðinga reyndi að skilgreina frum- kvöðulinn og hlutverk hans, svo og verk samtíma- mannanna Johns Ramseys MacCullochs í Bret- landi og Karls H. Rau í Þýskalandi. I tímum hjá Bergsöe kynntí Jón sér meðal annars stjórnlaga- fræði, rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og hagsögu. Á næstu árum reyndi á það hvort unnt væri að sameina íslensku menntamennina í Kaupmanna- höfn undir því merki rómantíkur sem Fjölnis- menn höfðu þegar reist. Svo reyndist ekki. Jón og liðsveit hans kærðu sig lítt um að skírskota til tilfinninga landsmanna. Þeir vildu sníða endur- reistu Alþingi stakk að hætti annarra þjóðþinga og ætla því stað í Reykjavík, sem yrði stjórnsýslu- miðstöð landsins þegar fram liðu stundir. Þeir vissu líka að ekki var nóg að sækja réttinn í hendur Dönum heldur skapa nýtt hugarfar fram- fara og frelsissóknar með þjóðinni. Og nú streymir hvert hagfræðiritið á fætur öðru úr penna Jóns Sigurðssonar. 1843 birtir hann langa og lærða ritgerð, Um verzlun á Islandi, í Nýjum Félagsritum. Þar flytur hann löndum sínum þau rök íyrir frjálsri verslun og milliríkjaviðskiptum, sem enn eiga við og væru þörf hugvekja ýmsum öflum í þjóðfélaginu enn þann dag í dag. Meðal annarra ritsmíða hans má nefna Litla fiskibók (Kbh. 1859), Litla varnings- bók handa bændum og búmönnum á Islandi (Kbh. 1861), Um fjárhagsmálið og meðferð þess á Alþingi 1865 (Rvk. 1867) og enn aðra langa og ítarlega ritgerð í Nýjum félagsritum árið 1872, Um verslun og verslunarsamtök. Þá má nefna Fjárhag og reikninga Islands og ijölmargar greinar aðrar á íslensku og dönsku. Af skrifum Jóns í dönsk blöð var Dönum svo kunnugt um hagfræðiþekkingu hans, að til tals kom að hann yrði eftirmaður Bergsöes sem forstöðumaður Hagstofu Dan- merkur, við fráfall hans 1854. Mun hann þar hafa goldið fram- göngu sinnar í frelsisbaráttu Islendinga. Af framansögðu má það vera öllum ljóst, að Jón Sigurðsson hafði náð tökum á öllum höfuðatriðum klassískrar hagfræði í upphafi stjórnmálaferils síns og beitti þeim í frelsisbaráttunni bæði gegn dönskum yfirvöldum og íslenskum afturhaldsöflum. Svo mikið er víst að Islendingar sáu ekki fræðilegar greiningar á hag lands og þjóðar, sem kæmust í hálfkvisti við þessar ritsmíðar Jóns Sigurðssonar, þar til komið var langt fram á 20. öld. Svarar það ekki spurningunni um hver hafi verið íýrsti íslenski hagfræðingurinn? Helstu heimildir: Guðjón Friðriksson: Jón Sigurðsson, ævisaga, fyrra bindi; Vísbending, jól 2002: Jón Sigurðsson; fyrsti hagfræðingurinn. Þorvaldur Gylfa- son: Viðskiptin efla alla dáð, Rvk. 1999. Indriði Einarsson: Sjeð og lifað. Endur- minningar. Rvk. 1936. Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveldis (1981).30 Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. | Bedco & Mathiesen ehf Q Bæjarhrauni 10 pi Hafnarfirði J Sími 565 1000 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.