Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 24
MENN ÁRSINS Björgólfur Guðmundsson Nafn: Björgólfur Guðmundsson. Fæddur: í Reykjavík 2. janúar 1941. Eigínkona: Þóra Hallgrímsson. Menntun: Stúdent frá Verslunarskóla Islands. Ferill: Hefur komið að ijölda fyrirtækja, bæði stofnun þeirra og stjórnun, frá árinu 1965 að hann stofnaði Dósagerðina með öðrum. 1977-1985 framkvæmdastjóri og forstjóri Hafskips. Framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Pharmaco 1991-1993. Stofnandi Viking Brugg og framkvæmdastjóri Viking Brugg, síðar Hansa ehf. frá 1993. Stjórnarmaður Baltic Bottling Plant Ltd í Rússlandi um þriggja ára skeið um miðj- an tíunda áratuginn. 1997-2002 stjórnarmaður Bravo International og Bravo Holdings. Stjórnarformaður Þjóð- sögu frá 1998. Frá 1999 stofnandi og stjórnarformaður Nýja bókafélagsins. Frá 1998 meðstofnandi og forstjóri Amber International Ltd á Guernsey. Frá 1998 meðstofnandi og fyrsti stjórnarformaður KR Sport. Stjórnarmaður Pharmaco frá 1999, Balkanpharma í Búlgaríu frá 2000, í stjórn Delta hf. frá 2000 - 2001 og stjórnarmaður í Iceland Genomics Corporation og Primex ehf. frá árinu 2002. Björgólfur Guðmundsson er reyndur kaupsýslumaður, KR- ingur í húð og hár enda alinn upp á Framnesveginum. Hann á gott með mannleg samskipti og hefur tjölmörg áhugamál. Hann hefur starfað mikið fyrir KR, spilaði með félaginu á yngri árum og hefur komið þai' mjög að uppbyggingunni i seinni tíð, ekki síst með því að gegna formennsku og stýra Jjármálalegri skipulagningu félagsins. Þar ber hæst stofnun KR Sport utan um meistaraflokk félagsins. Björgólfur var einn af stofnendum SÁÁ, var formaður og lengi vel mjög virkur í uppbyggingarstarfinu. „Ég hef töluverðan áhuga á listum, bæði lestri og myndlist og við höfum allir tekið þátt í stuðningi við listalífið, t.d. er Pharmaco aðal styrktaraðili Iistasafns Islands. Ég hef tekið þátt í bókaútgáfunni og svo hef ég alltaf sótt styrk í trúna. Ég les mikið og kynni mér trúmál og lífsspeki. Ég er sannfærður kristinn maður,“ segir hann. - Nú hefúr Hafskipstímmn ábyggilega verið erfitt tímabil. Hvaða augum líturðu það í dag? „Þetta var langdregin en um leið dýrmæt reynsla sem von- andi endurtekur sig ekki. Eftir að niðurstaða lá fyrir í Hæstarétti 1991 var fyrsta starfið sem ég var ráðinn í hjá Pharmaco. Þar byrjaði ég sem forstjóri fyrir drykkjarvöru- deildinni haustið 1991 og í kringum það hefur þessi þróun orðið.“ Björgólfur hefur komið víða við á sínum ferli og stofnað eða haft hönd í bagga með að stofna mörg fyrirtæki og unnið vask- lega að félagsmálum. Það liggur því beint við að spyrja hvað honum þyki vænst um af ferlinum. „Mér hefur fundist skemmtilegast seinni ár að vinna með þessum ungu mönnum, sem hafa verið aðalmennirnir í þessu, og fá að vera með í uppbyggingu seinni ára. Þar hef ég aðallega í huga að finna og skynja frelsi og breytingar í íslensku efna- hagslífi og aukna möguleika í viðskiptum heima og erlendis. Það er gaman fyrir mann sem hefur rekið fyrirtæki í hafta- stefnu, óðaverðbólgu og undir alls konar pólitískum áhrifum. Það er frelsi að vinna hér og erlendis og vera ekki bundinn neinu, skynja það og taka þátt í því með ungum mönnum. Það er auðvitað það skemmtilega." SD bauðst til að redda ýmsu gegn smávegis borgun. Ef slíku tilboði hefði verið tekið þá hefði maður verið kominn i vafasaman félags- skap og í rauninni kallað yfir sig glötun. Það má ekki gleyma því að þetta var stærsta eignatilfærsla sögunnar þegar 151 milljón Rússa fengu allir hlutabréf í gömlum ríkisfýrirtækjum," segir Björgólfur Thor. Björgólfur Guðmundsson tekur við og segir að aldrei hefðu náðst samningar við fyrirtæki eins og Heineken ef Bravo International hefði stytt sér leið með því að taka einhveiju tilboðinu. „Þetta er það fyrsta sem þessi alþjóðlegu fyrirtæki skoða. Það er einmitt þess vegna sem það er margra ára vinna að hafa allt tilbúið og hreint fyrir þá. Ég held líka að rúss- neskum stjórnvöldum hafi verið mikið í mun að erlendir Jjárfestar væru óáreittir. Þeir vildu fá fleiri tjárfesta inn í landið og sáu því um að erlendir tjárfestar væru ekki ónáðaðir. Þetta var jú gluggi fyrir hina,“ segir Björgólfur Guðmundsson. Gengur Út í Öfgar Eftír söluna á Heineken hefur nafn þremenninganna borið reglu- lega á góma þegar ýmis verkefni hafa verið rædd á Islandi. Þeir kannast við það og segja sumt af þessu hreinan tílbúning. Það hafi verið „svolitil lenska" að tengja þá við ýmis verkefni, hvort sem eitt- hvað hafi verið til í því eða ekki. „Þetta hefur gengið út í öfgar. Maður hefur varla getað farið út í sjoppu án þess að vera búinn að kaupa sjoppuna. Þetta sveiflast öfganna á milli," segir Magnús. Þeir játa að mikið hafi verið leitað til þeirra og telja að það hafi kannski ekki síst verið til Björgólfs Guðmundssonar þvi að hann er stað- settur hér á landi. „Þetta er minn heimavöllur meðan Björgólfur Thor og Magnús eru báðir á fullu starfandi erlendis og eru þar í góðu sam- bandi við menn. Það er því kannski meira blaðrað um að ég tengist einhveijum verk- efnum,“ segir hann og er sallarólegur yfir því. Þremenningarnir hafa haft það sem mottó í gegnum árin að vera ekki í of mörgu í einu, „reyna að taka sér stærri stöður í fáum verk- efnum og leysa þau, ekki dreifa sér of mikið. Við höfum alltaf fyrirvara á því að dreifa athyglinni í of mörg verkefni, við viljum gera nokkra hluti vel í stað þess að gera marga hluti illa,“ útskýrir Björgólfur Thor og Magnús tekur undir: „Maður kemst ekki yfir allt, maður vakir bara í ákveðinn tíma á sólarhring." 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.