Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 36
BOK BOGfl ÞORS SIGURODDSSONAR Mistökin í fréttatilkynningunni og svari Guðmundar í Búnaðarbankanum eru ekki síst þau að þjóðin skilur svona skilaboð bara á einn veg: „Nú, þeir treysta sér ekki til að svara ásökunum Boga efnislega því þeir hafa ekki hreina samvisku “ rýtingsstunguna frá honum. Auðvitað skilja allir að Bogi haf orðið sótsvartur af bræði yfir að vera svikinn þannig úr óvæntustu átt. Það hefðu allir orðið brjálaðir í hans sporum. En hefði dugað að fara með málið í blöðin í júní sl. undir yfirskrift- inni „Eg var svikinn!" og fá þar fram umræður um málið í nokkra daga? Mörgum finnst svo vera. Bókin hefur hins vegar hamrað þetta mál inn í huga fólks í við- skiptalifinu með eftírminnilegum hættí. Eiga forstjórar og aðrir starfsmenn, sem órétti eru beittir, að fara með málin í blöðin, hvað þá gefa út bækur um siðferði þeirra manna sem beita þá bellibrögðum? Hér verður eiginlega hver að svara fyrir sig. Allt getur þetta snúist í höndunum á mönnum. Það er athyglisvert að Bogi segist tíleinka bókina starfsmönnum Húsasmiðjunnar. En er hann þá að gera þeim greiða með því að skrifa bókina? Með því að gera þá Arna og Hallbjörn að algjörum háleistum, eins og Boga tekst fuUkomlega, og klekkja þar með á þeim, gætí það auð- vitað haft þær afleiðingar að almenningur í hneykslan sinni hættí viðskiptum við Húsasmiðjuna. Með öðrum orðum, bókin gætí orðið til þess að margir starfsmenn Húsasmiðjunnar misstu vinn- una í kjölfar minnkandi viðskipta. Þar með væri bókin orðin bjarnargreiði fyrir starfsmenn sem misstu vinnuna. Hefur bókin áhrif á viðskipti Húsasmiðjunnar? Mun bókin hafa áhrif á viðskipti Húsasmiðjunnar? Það kemur í ljós. Iiklegast munu einhverjir sneiða fram hjá íyrirtækinu næst þegar þeir þurfa að kaupa skrúfur og ekki vilja eiga viðskipti við þá Arna og Hallbjörn. Reynslan sýnir hins vegar að svona hneykslismál hafa ekki eins mikil áhrif og margir halda. Þá sem vantar skrúfur og annað efni, eða „allt frá grunni að góðu heimili" eins og segir í auglýsingu Húsasmiðjunnar, munu flestir renna þar við áfram hafi þeir gert það hingað tíl. Hins vegar gætu einhverjir stórir við- skiptavinir maldað í móinn og ákveðið að færa viðskiptí sín annað. Þótt auðvelt sé að tala og hneykslast á mannamótum yfir málinu þá eru samt fæstir svo miklir prinsippmenn þegar á hólm- inn er komið. Hin „ósýnilega hönd Adams Smiths" leiðir þá yfir- leitt þangað sem verð, vöruval og vellíðan við að versla er mest. Þannig verður það alltaf. Ætla má því að þetta hafi ekki mikil áhrif á viðskipti Húsasmiðjunnar þótt allt getí gerst í þeim efnum. Svo gæti það líka gerst að viðskiptin myndu vaxa. Hugsunin er þá sú að fari Bogi offari gæti það leitt tíl þess að þeir Árni og Hallbjörn fengju samúð - og að viðskiptin myndu aukast. Þetta er þó frekar langsótt. Vænir Jón um að hafa makað krókinn í bókinni er jón Snorra- son, fyrrverandi sljórnarformaður Húsasmiðjunnar, tekinn fyrir í „bæði með og á móti“ stílnum. Hann er sagður vandaður og heiðarlegur og Bogi stendur í þakkarskuld við hann fyrir að hafa gert sig að forstjóra, gefið sér tækifæri. En um leið og hann seldi öðrum en Boga fyrirtækið virðist Jón verða „vondi karlinn" í allri framkomu. Og Bogi vænir þennan fýTrum fóstra sinn, Jón, um að hafa makað krókinn við söluna á Húsasmiðjunni og fengið meira fyrir sinn snúð en aðrir hluthafar. Jón fékk eistneska timbur- vinnslu, Natural, frá Húsasmiðjunni við söluna. Þetta fýrirtæki mun hafa verið sérstakt áhugamál Jóns Snorrasonar um nokkurt skeið. Mjög deildar meiningar eru um það hvernig þetta fyrirtæki stendur og sagt er að Jón Snorrason muni þurfa að setja talsvert fé í það til að rífa það upp. En Bogi hefur hins vegar það mat á fýrirtækinu að það sé mikils virði og hagnaður Jóns Snorrasonar felist í að hafa feng- ið það á undirverði. í Morgunblaðinu 18. desember sl. segist Bogi Þór hafa ákveðið að láta fara fram opinbera rannsókn á málinu þar sem kannað verði hvort brögð hafi verið í tafli hjá Arna Haukssyni og Jóni Snorrasyni, t.d. innherjasvik, vegna sölunnar á eistnesku verksmiðjunni. Ekki verður frekar um það mál rætt hér. En mörgum manninum finnst sem Bogi sé þarna með býsna kaldar kveðjur til Jóns Snorrason. Þetta mál mun hins vegar væntanlega skýrast í rannsókninni og hugsanlega lýrir dómstólum. Bogi Þór hefur eðlilega fýlgt bók sinni eftír í fjölmiðlum og fengið mikið umtal. Það var nokkuð óvæntur leikur hjá honum í stöðunni að lýsa því yfir að hann ætlaði að fara fram á opinbera rannsókn. Bogi bæði skrifar bókina og gefur hana út sjáifúr. Það kallar á að hún þurfi að seljast - líkt og allar bækur þurfa að gera. Yfirlýsingaglaður til að auglýsa bókina? En sú spurning hefur læðst að mönnum hvort hann hafi þurft að auglýsa bókina upp með því að vera yfirlýsingaglaðari en ella um málið? Sú hætta er auðvitað fýrir hendi. Engum dylst þó að þetta mál er honum hjart- ans mál og bókarskrifin bytjuðu á þvi að hann fann sig knúinn tíl að skrifa sig frá málinu og losa þannig um reiðina eftir að hafa verið svikinn af fjármálastjóra sínum. En málið þarf að vera á hreyfingu og eitthvað nýtt að gerast til að bókin haldi áfram að seljast þvf umræðan var nánast tæmd af fjölmiðlum á fýrstu fimm dögum bókarinnar í sölu. Skilaboð hennar komust rækilega tíl skila. Þetta með opinberu rannsóknina á Jóni Snorrasjmi svona löngu eftír gjörninginn og það í miðri jólabóksölunni var einmitt klassískt dæmi um eitthvað nýtt innlegg í umræðuna sem hélt sölunni gangandi. Bogi er á margan hátt kjarkaður að skrifa og gefa út þessa bók um viðskilnað sinn við Húsasmiðjuna og söguna á bak við yfir- tökuna á Húsasmiðjunni í júníbyrjun. Bókin tekur Arna Hauks- son nánast siðferðislega af lifi - hvort sem hann mun gjalda þess í framtíðinni því það fennir fljótt í sporin og yfir svona mál. En bókin varpar sömuleiðis ljósi á þann heim ungra fjármálamanna sem vilja hagnast mjög hratt. Orðalag eins og „Gummi pakkar inn dílnum" og að menn séu að hagnast um hundruð milljóna nánast á einni nóttu er lýrir fólk af gamla skólanum eitthvað sem erfitt er að skilja. Ef Arni hefur hagnast um hundruð milljóna við kaupin á Húsasmiðjunni, sem Bogi fór þá væntanlega á mis við, þá hafa Jón Snorrason og systkini hans sem og íslandsbanki tapað á mótí - sem og ýmsir smáir hluthafar sem gert var yfir- tökutilboð á sömu nótum og systkinin og Islandsbanki seldu á. Margur verður af aurum api En eftir stendur að fýrstu dagarnir í júní sl. voru dagar hinna löngu hnífa í Skútuvoginum. Höfundur Hávamála hefði hins vegar örugglega ekki haft mörg orð um þetta Húsasmiðjumál og látíð duga að vísa í speki sína: „Margur verður af aurum api.“ [£j 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.