Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 63

Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 63
 Árni Þór Vigfússon, fráfarandi sjónvarpsstjóri á Skjá einum, hverfur frá daglegum rekstri hjá Skjá einum um áramótin en mun stýra dagskrárráði íslenska sjónvarpsfélagsins. Mörg tækifæri eru að myndast á erlendri grundu í skemmti- menningu og þau hyggst hann grípa ásamt félögum sínum. æskuneistanum! þessu ári og um 70 milljónum á næsta ári. Aðgerðirnar á Skjá einum hafa breytt nokkuð eignarhaldi félagsins. í upphafi fengu frumkvöðlarnir 3p fjárhús til liðs við sig en hluthöfum hefur fjölg- að og eru í dag um 20 talsins, þar á meðal stofnendurnir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson og svo eignarhaldsfélög á borð við Heildun hf., sem áður hét 3p ijárhús og er í eigu Jóns Pálmasonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar, Mega ehf. og Bratta- brú ehf. í síðarnefndu félögunum eru ýmsir einstaklmgar, holl- vinir Skjás eins. Enginn einn hluthafi á ráðandi hlut í félaginu í dag en flestir hluthafanna eiga 3-5 prósenta hlut - Kom einhvem tímann sá timapunktur þar sem þið voruð við það að missa vonina og tölduð að dyrunum yrði læst? „Fyrir einu til einu og hálfu ári leit þetta ekki mjög vel út. Við þurftum að fá inn hluthafa og vorum svo óheppnir að vera bara nokkrum dögum of seinir ef svo mætti að orði komast. Markaðurinn var á niðurleið og stöðugt varð erfiðara að fá inn tjármagn. Þetta var erfiður tími í nokkra mánuði þar sem við keyrðum fyrirtækið áfram á alltof litlu hlutafé. Útiitið var svart en við reyndum að vera bjartsýnir og töldum Skjá einn kominn til að vera. Auðvitað komu tímar þar sem maður velti fyrir sér að þetta væri ansi tæpt en við misstum aldrei alveg trúna. Eg held að daginn sem við hefðum misst hana hefði Skjár einn heyrt sög- unni til,“ svarar hann. Áskriftarsjónvarp I bígerð Sameining Skjás eins við íslenska útvarpsfélagið hefur stundum komið til umræðu og Arni Þór hafnar þvi ekki að slikt geti komið til greina. Hann segir að ekkert hafi verið unnið að sameiningu, fyrirtækin hafi verið að 63

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.