Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 50
BÆKUR JON SIGURÐSSON - FORSETI embættispróf en í guðfræði. Það sama gildir um þann mann sem ýmsir telja að verðskuldi að vera kallaður fýrsti íslenski hagfræðingurinn. Arnljótur Olafsson var bóndasonur norðan úr Húnaþingi. Hann var talinn einn helsti forsprakki pereatsins gegn Svein- birni Egilssyni rektor veturinn 1850 og var vikið úr skóla og varð því ekki stúdent fyrr en árið eftir, 1851. Arnljótur sigldi til Kaupmannahafnar og líkt og Indriði Einarsson síðar varð hann mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni og lagði um stund fyrir sig hagfræði en hvarf heim próflaus og tók próf úr Prestaskólanum 1863. Á þessum árum var Manchester- stefnan í tísku í hagfræði og aðhylltist Arnljótur hana framan af árum. Hann var kosinn á þing 1858 og sat þar með nokkrum hléum til 1901, eitt kjörtímabil sem konungkjörinn þingmaður. Ári eftir að Jón Sigurðsson lést gaf Bókmennta- félagið út bók Arnljóts, Auðfræði (Khöfn 1880). Ef Auðfræðin væri frumlegt rit mætti með nokkrum rétti kalla Arnljót fýrsta islenska hagfræðinginn, þrátt fýrir próf- leysið. En eins og Arnljótur tekur fram í formála er hún einkum skrifuð undir áhrifum franska hagfræðingsins Frédérics Bastiat, en höfuðrit hans, Harmonies économiques, hafði komið út um 1850. Indriði er því á undan bæði með fyrsta hagfræðiprófið og með útgáfu lýrsta hag- fræðiritsins, þó svo það sé bein þýðing á riti Maurice Blocks. Á þingmennskuferli sínum spannaði Arnljótur allan skalann frá róttæku frjálslyndi á borgaralega vísu til þess erkiíhalds sem vænta mátti frá sveitaklerki í einu tekjumesta prestakalli landsins (Sauðanesi á Langanesi). Hann deildi hart á vistarskylduna, sem hindraði frjálsan tilflutning vinnu- afls milli atvinnugreina. Hann beitti sér fyrir kerfisbreyt- ingum í fjármálum landsins og taldi að fjárforræði væri „afl- taugin í allri stjórnarskipan og lífæðin í öllu þjóðlífi og þjóð- frelsi.“ Svo mikið lagði hann upp úr fjárforræðinu að á þinginu 1865 var hann reiðubúinn að ganga gegn Jón Sigurðssyni og Benedikt Sveinssyni, en að tillögu Dana um ijárforræði Alþingis með íjárhagslegu uppgjöri milli landanna, sem Jón og Benedikt töldu víðsfjarri öllum sanni. Eftir það naut hann ekki trausts í röðum þjóðfrelsismanna. Hann gerðist harður andstæðingur Valtýskunnar á sínum síðustu árum og fékk sig kosinn á þing árið 1900, þá 77 ára gamall. Þegar hann gat svo ekki mætt til þings 1901 sökum ellihrumleika varð fjar- vera hans til þess að Valtýingar réðu lögum og lofum á því þingi og komu þá m. a. fram frumvarpinu um stofnun Islands- banka. Ekki verður Islands óhamingju allt að vopni. JÓn Siyurðsson En getur þá verið að Jón Sigurðsson eigi nokkurt tilkall til að kallast iýrsti íslenski hagfræðingurinn, eins og Þorvaldur Gylfason veltir fyrir sér í formála Hag- fræðingatals? Guðjón Friðriksson, höfundur ævisögu Jóns Sigurðssonar, íýrra bindis, sem kom út núna fýrir jólin, tekur spurninguna upp í jólablaði Vísbendingar. Á árunum eftir 1830, þegar Jón er nýkominn til Kaup- mannahafnar, er mikil gerjun í gangi á meginlandi Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar það ár og um síðir nær þessi ólga einnig til útnára Evrópu, Danmerkur. Fjölnismenn fara af stað undir merki rómantísku stefnunnar, en þar er Jón Sigurðsson ekki með. Hann er annarrar gerðar. Hann er skynsemishyggjumaður (rasjónalisti) í anda upplýsingastefn- unnar. Hann fer á mis við Bessastaðaskóla og bræðralag Tilvitnanir úr ritgerö Jóns Um verzlun á , íslandi, NýFélagsrit, 1843 i Grundvöllur framfara og velgengni „Þegar nú verzlanin er ftjáls, þá leitar hver þjóð með það, sem hún hefur aflögu, þángað sem hún getur fengið það, sem hún girnist, eða hún færir einni þjóð gæði annarrar." Verzlunarfrelsi til upphvatningar „...landsmenn þurfa ekki að óttast verzlunarfrelsi, þó þeir gætu varla flutt neitt af vöru sinni burt sjálfir fyrst um sinn, því verzlunarfrelsið bægir þeim alls ekki frá að færa sig upp á skaftið og taka smám saman meiri þátt í verzlun landsins, ef þeir gæta sín og hirða um velferð sína og framför; verzlunar- frelsið verður þeim miklu framar til upphvatningar og léttis, eins og það hefur orðið annarstaðar og að nokkru leyti á land- inu sjálfu." Viðskipti nauðsynleg til frelsis „Þú heldur að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okk- ur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í því að liía einn sér, og eiga ekki viðskipti við neinn. Frelsið kemur að vísu mest frá manni sjálfum, en ekk- ert irelsi sem snertir mannfélagið, kemur iram nema í við- skiptum, og þau eru því nauðsynleg til frelsis.“ Jafnmikilvæg manneskjunni og andardrátturinn „..verslun fýrir hvert land, er jafnmikilvæg og andar- drátturinn fyrir manneskjuna og nú er sá tími runninn upp að hver þjóð fái að anda eins og hin fijálsa náttúra Guðs leyfir.“ Endursögn Guðjóns Friðrikssonar á upphafi greinar Jóns Sigurðssonar í Kjöbenhavnsposten 4.-5. ágúst 1840 Bör Islands Handel frigives? Ásigkomulag íslands „...þegar verzlanin var fijáls í fornöld, þá var landið í mest- um blóma...“ „...verzlunarfrelsið ætti að vera sem mest.“ „...Island á hægast með að fá nauðsynjar þær, sem það þarfnast, með því að leyfa öllum, sem það geta, að færa sér þær, hvort sem þeir taka sjálfir þátt í því eða ekki. Atvinnuvegir landsins dafna svo best, að verzlanin sé sem fijálsust, og með þeim hætti einum geta kaupstaðir komizt á fót svo í lagi fari. Allt ásigkomulag íslands mælir þess vegna með verzlunarfrelsi.“ Samkeppni tryggir vöruvöndun „Því hafa margir tekið eftir, hversu illa og sóðalega Jjöldi manna á íslandi fer með vöru sína og mörgum þykir sem það fari sumsstaðar í vöxt; hafa og ekki allfáir föðurlandsvinir ritað um það hugvekjur. Þetta er bæði satt og það er einnig hið mesta mein landinu, því ill vara skemmir ekki aðeins fyrir sjálfri sér, heldur er hún og þeim til svívirðingar er selja, og kemur illum róm á landið, sem hún er frá, og alla þjóðina, íýrir óþrifnað og vitleysu.....Verzlunarfrelsi kenndi mönnum best að vanda vöru sína, eins á Islandi og í öðrum löndum..." 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.