Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 49
BÆKUR JÓN SIGURÐSSON - FORSETI Það fer ekkert á milli mála að fyrsti íslenski hagfræðingurinn, sem lýkur háskólaprófi, er Indriði Einarsson. Indriði útskrifaðist frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1877 um vorið eftir fimm ára nám. hagfræðingurinn? skólann í Reykjavík, hafði ráðið mjer til að sigla, þó ekki væri nema eitt ár til að sjá erlenda menningu, og til að mentast af verunni í stórri borg. Heimspeki yrði jeg að taka, bæði vegna þess að það próf væri nauðsynlegt fyrir almenna menntun, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, og til þess að hafa lokið þvi prófi, þegar jeg kæmi heim aftur. Sigurður málari Guðmundsson ráðlagði mjer sama; mjer væri nauðsynlegt að sigla, til að sjá borgarlíf, ganga í leikhúsin, þó sjerstaklega kgl. leikhúsið, skildist mjer.“ Indriði varð stúdent vorið 1872 og sigldi til Hafnar um haustið. Þar varð hann fljótlega heimilisvinur Jóns Sigurðs- sonar. A þessum árum nutu íslenskir stúdentar Garðstyrks og gat hann enst reglusömum stúdentum allt að því til framfæris. Indriði komst á Garð og teygaði fyrsta árið ötullega af öllum þeim menningarlindum, sem höfuðborgin hafði upp á að bjóða. Hann tók heim- spekiprófið vorið 1873 og hafði nú upp- fyllt vonir kunningja sinna að heiman, Helga Helgesens og Sigurðar málara. En tilviljun ein virðist hafa ráðið því að hann lagði fyrir sig hag- speki. Sjálfur orðar hann þetta svo: „Litlu síðar (þ.e. eftir heimspekiprófið) fjekk jeg brjef frá Det Classenske Fideicommiss um, að mjer væru veittir þaðan 12 dalir á mánuði í þrjú ár, ef ég legði stund á stjórnfræði. Þá var það víst að ég gat (áhersla Indriða) verið við Háskólann meðan ég væri á Garði.“ Eftir þessu að dæma virðist Indriða ekki hafa verið það kappsmál hverja grein hann stundaði við Háskólann svo lengi sem hann gat haldið Garðsvist. Svo fór að Indriða dugðu ekki næstu þrjú ár til að ljúka náminu. Hann ætlaði sneyptur heim um haustið 1876, próflaus. En þá vill svo til að Jón A. Hjaltalín, skömmu síðar skólastjóri Möðruvallaskóla (1880), er um þessar mundir í orlofi í Höfn frá starfi sínu sem bókavörður í Edinborg. Er skemmst frá því að segja að hann gekkst fyrir „samsæri“ um að tryggja Indriða þau fjárráð sem hann þurfti til að ljúka hagfræðiprófi fyrstur íslendinga þann 7. júní 1877. Með honum í þessu samsæri munu hafa verið Vestanlands- kaupmennirnir tveir, Ásgeir Ásgeirsson eldri og Hjálmar Johnsen, Lichtenberg bakarameistari og gamall íslenskur tannlæknir, Grímur Thorlaksson. Þeim samsærismönnum varð að ósk sinni. Þótt Indriði teldi sig fyrst og fremst kominn til Hafnar til að stunda menningarlíf hinnar evrópsku stórborgar lauk hann prófi í stjórnfræði með laud. Og meðan á náminu stóð hafði Indriði þýtt Aðal- atriði þjóðmegunarfræðinnar (=hag- fræðinnar) eftir Maurice Block og var bókin gefin út í Reykjavík 1879. Hitt er svo annað mál að heim- kominn var Indriði gerður að einhvers konar eins manns Hagstofu ríkisins og Ríkisendurskoðun jafnframt. Launin voru af skornum skammti og sjálfur þurfti hann að leggja til skrifstofuaðstöðu, þar sem ísland landshöfðingjatímabilsins (Landskassinn) taldist ekki hafa efni á að eignast hús yfir stjórnsýsluna. Indriða er hins vegar einkum minnst sem fyrsta íslenska sjónleikjahöfundarins, sem nokkuð kvað að, frumkvöðuls að starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og brautryðjanda íslensks Þjóðleikhúss. Arnljótur Getur einhver verið hag- fræðingur án þess að hafa próf upp á það? Undirstöðuatriði kenninga Karls Marx voru á sviði hagfræð- innar þótt sjálfur hefði hann doktorsgráðu í heimspeki. Varla mun nokkur vefengja að Adam Smith beri að telja a.m.k. með brautryðjendum hagfræðinnar og hafði hann þó ekki annað Þorvaldur Gylfason um Jón Sigurðsson að er ekki aðalatriðið, að ef til vill er Jón Sigurðsson eina frelsishetjan í heiminum, sem var einnig fyrsti hagfræð- ingur lands síns. Það er merkilegast, að fæstir Islendingar hafa hugmynd um þetta. í sögubókum, sem kenndar eru í skólum landsins, er Jóni Sigurðssyni lýst sem rómantískri þjóðfrelsishetju, sem hann var, en ekki er orði vikið að áhuga hans á og þrotlausri baráttu fyrir frjálsum viðskiptum, menntun og öðrum frjálslyndum efnahagsmarkmiðum. Þess vegna er flestum Islendingum ókunnugt um afstöðu frelsishetju sinnar til frjálsra viðskipta. Þorvaldur Gylfason: Viðskiptin efla alla dáð, Rvk. 1999 A þessum tíma streymdi hvert hagfrœði- ritið á fœtur öðru úr penna Jóns Sigurðs- sonar. Arið 1843 birtir hann langa og lœrða ritgerð, Um verzlun á lslandi, í Nýjum Félagsritum. Þar flytur hann löndum sínum pau rök fyrir frjálsri verslun og milliríkjaviðskiþtum, sem enn eiga við og vœru þörf hugvekja ýmsum öflum í þjóðfélaginu enn þann dag í dag. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.