Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.11.2002, Blaðsíða 42
VIÐTflL FEÐGflRNIR í BM VflLLfl - veltan í steinefnaiðnaði samkvæmt 300 stærstu árið 2001 1,9 milljarðar 1 milljarður* 92D milljónir 737 miiljónir 731 milljón 720 milljónir 700 milljónir** 579 milljónir 534 milljónir BM Vallá Sementsverksmiðjan Malbikunarstöðin Höfði Björgun Hlaðbær Colas Steinullarverksmiðjan Steypustöðin hf. Loftorka Reykjavík Steinsteypan * [864 milljónir án flutningsjöfnunar) (ágiskun feðganna út frá markaðshlutdeild og meðalverði) að hann eigi veruleg tækifæri til sóknar. Ég tel ekki ofáætlað að þrefalda vinnsluhraða í múrverki með tilbúinni blöndu í sílói og notkun nútíma múrdælna." Standa traustari fótum En af hverju var farið út í vikurútflutn- ing og svo áfram í td. framleiðslu á hellum og forsteyptum garðaeiningum? Víglundur verður fyrir svörum: „Það er þessi eilífa leit að fleiri fótum til að standa á, ekkert annað. í atvinnu- starfsemi er eilíf viðleitni til að auka ijölbreytnina og dreifa rekstraráhættunni með því að hafa fleiri stoðir til að byggja á. Allt er þetta á endanum háð sömu hagsveiflunum en það breytir ekki því að það getur verið gott að hafa fleiri vörur til að selja. Krónutöluframlegð einnar vöru getur hjálpað til í sam- drætti hjá annarri. Þetta er spurning um tekjumyndun fyrir- tækisins og fyrirtækja sem dreifa áhættunni með þessum hætti. Þau standa traustari fótum og eru ekki eins viðkvæm fyrir utanaðkomandi sveiflum." Geysilegar sveiflur eru í byggingariðnaði og hefur það sýnt sig á markaðnum síðustu misserin. Árið í fyrra var toppár, mikl- ar framkvæmdir voru í landinu, bæði virkjunarframkvæmdir hjá Landsvirkjun og byggingaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Velta BM Vallár var liðlega 1,9 milljarðar króna á síðasta ári og var það metár i veltu í hellum og steinum. I ár stefnir í minnkun upp á 400 milljónir króna, eða veltu upp á 1,5 milljarða króna. Ekki telst þó um samdráttarár að ræða heldur venjulegt meðal- ár. Víglundur segir að veltan hefði minnkað um 3540 prósent, eða 600-750 milljónir króna, ef um kreppu væri að ræða. „Hér er fjárfesting fastafjármuna gífurleg og endurstofn- virði þessa fyrirtækis er um 2 milljarðar króna. Fastafjármunir eru gífurlega miklir þannig að stýringin í gegnum þessar sveifl- ur skiptir gríðarlegu máli, ekki síst að hafa áhættudreifingu í fjölþættari starfsemi. Við sjáum t.d. núna minni eftirspurn í byggingageiranum en í garðavörunum eru sveiflurnar minni. Framleiðslan á garðavörum er jafnari og stöðugri og þar er því ákveðin sveiflujöfnun,“ segir Víglundur. Sérstakur kapítuli Steypan er meðfærileg og þægilegt mót- unarefni, framleiðslustigið er hátt, framleiðslufyrirtækin tækni- vædd og byggingarhraðinn því mikill. Steypan hefur yfirgnæf- andi markaðshlutdeild, um 90 prósent, þó að eitthvað hafi það aukist síðustu ár að flétta saman steypu, timbri og stáli í bygg- ingum. I takt við fjölbreyttari starfsemi hefur markaðssetning BM Vallár þróast og breyst. A höfuðborgarsvæðinu er fyrir- tækið auðvitað sýnilegt með öllum sínum tækjum og bílum og til viðbótar því kemur markaðssetning til einstaklinga. Þannig byrjaði fyrirtækið t.d. snemma með auglýsingarit sem fylgdi dagblaði inn á flestöll heimili í landinu. Það var árið 1988 og hefur sú útgáfa nú þróast í vandað upplýsingarit í tímaritsformi sem gefið er út annað hvert ár. Fornilundur er kapítuli út af fyrir sig. Þegar BM Vallá keypti landið var þar bóndabýli og hafði bóndinn, Jón Dungal, sem var sérlegur áhugamaður um skógrækt, ræktað upp þennan skógarlund. Gróðurinn var friðaður og var lundurinn alltaf í út- jaðri athafnasvæðis BM Vallár en á tíunda áratugnum var ákveðið að tvinna hann saman við sýningarsvæði fyrirtækisins. Fornilundur er í dag lystigarður að erlendri mynd og öllum opinn enda segja feðgarnir að stundum megi sjá fólk sitja og borða nestið sitt á bekkjunum. Vaktmaður fylgist með honum á kvöldin og um helgar. Þá má bæta við að BM Vallá hefur landslagsarkitekt í starfi sem gefur viðskiptavinum góð ráð. Freska í Steypunni „Þetta er skemmtilegur markaður og sam- keppnin er hörð. Verð á rúmmetra í steypu er td. svipað í krónum talið og fyrir tíu árum þannig að talsverð raunlækkun hefur átt sér stað,“ segir Þorsteinn og bendir á að BM Vallá hafi brugðist við harðri samkeppni með ýmsum hætti. ,Að frátöldum tjárfestingum til að auka framleiðni og almennu kostnaðarað- haldi höfum við fyrst og fremst lagt áherslu á gæði vöru og þjón- ustu og öfluga vöruþróun. BM Vallá er eina fyrirtækið í steypu- framleiðslu hér á landi sem starfar eftir vottuðu gæðakerfi, ISO 9001. Mikil áhersla hefur verið lögð á gæðaeftirlit og eigum við til að mynda niðurstöður gæðarannsókna staðfestar af Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins um 17 ár aftur í tímann.“ Feðgarnir í BM Vallá telja möguleika til frekari vöruþróunar fjölmarga. „Steinsteypa er hagkvæmur kostur í byggingum því að mikil hagræðing hefur orðið í þessari grein á undanförnum árum. Steypan sem byggingarefni er ódýr kostur. Hún er í eðli sínu einstaklega þægileg að móta og möguleikarnir í forminu eru óendanlegir. Við sjáum enda að steinsteypa hefur sótt verulega í sig veðrið hjá hönnuðum á undanförnum árum. Steinsteypa hefur því upp á talsvert meira að bjóða en það sem blasir við á hverjum degi,“ segir Þorsteinn og telur spennandi hve mikið er af vannýttum tækifærum í markaðssetningu á steinsteypu. Hann nefnir sem dæmi nýja tækni hjá íblöndunar- framleiðendum þar sem stafræn ljósmynd er tekin og sett í upplausnarpunktum á silkiþrykksdúk. Á dúkinn er síðan bor- inn seinkari og daginn eftir er seinkarinn skolaður af og þá er myndin í steypunni sem nokkurs konur freska. Œ 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.