Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Síða 18

Frjáls verslun - 01.11.2002, Síða 18
Forsíðugrein Menn ársins Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson eru menn ársins 2002 í atvinnulífinu, að mati Fijálsrar verslunar. Þeir vöktu heimsathygli strax í upphafi ársins og hefur rekstur þeirra og ljárfestingar verið í sviðsljósinu af og til síðan. í byijun febrúar sl. skrifuðu þeir undir einhvern stærsta samning sem íslenskir athafnamenn hafa skrifað undir þegar þeir seldu bjórverksmiðjuna Bravo International í Pétursborg í Rússlandi til Heineken á 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 40 milljarða króna á þávirði. Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson hafa á örfáum árum gert Pharmaco að stóru alþjóðlegu lytjafyrirtæki og öðru verðmætasta fyrirtækinu í Kauphöll Islands. Markaðsvirði þess er nú um 44 milljarðar króna. Þá hleyptu Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson nýju lifi í umræðurnar um sölu ríkisbank- anna í sumar þegar Samson eignarhaldsfélag bauðst til að kaupa annan hvorn eða báða ríkisbankana. I kjölfarið hófust samninga- viðræður um kaup á Landsbanka Islands og í október var skrifað undir samkomulag um kaup Samsons á 45,8 prósenta hlut fyrir 12,3 milljarða króna. Til viðbótar má bæta við að Magnús Þorsteinsson keypti ásamt hópi fjárfesta 50,5 prósenta hlut í flugfélaginu Atlanta og Björgólfur Guðmundsson eignaðist 68 prósent í útgáfufélaginu Eddu í vor. Þetta hefur þvi verið ár þremenninganna Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar svo að um munar! B3 Fjárfestarnir Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson í Samson. Björgólfur Guðmundsson hefur haft ísland sem sinn heimavöll meðan Magnús og Björgólfur Thor hafa unnið úti í heimi, aflað þar sambanda og séð út tækifæri. . 4 - eir störfuðu allir í drykkjarvörudeild Pharmaco, fyrirtækj- unum Gosan og Viking Brugg, fyrir 10-11 árum. Björgólfur Guðmundsson, sem á langan feril að baki í viðskiptum og þá ekki síst drykkjarvöruframleiðslu, var þá forstjóri Gosan og Viking Brugg, Magnús var framkvæmdasljóri Viking Brugg fyrir norðan og BjörgólfurThor Björgólfsson kom árið 1991 heim úr námi erlendis og gerðist markaðsstjóri hjá fyrirtækinu í nokkra mánuði. Það fór strax vel á með þeim enda slá þeir á létta strengi og líkja sér sem hóp við hljóm- sveitirnar Ríó tríó eða Þijú á palli. Allir höfðu þeir unnið erlendis, dvalið þar langdvölum og haft af því ágæta reynslu. Þeir vissu strax hvað þeir vildu og hvert þeir vildu stetha og hafa unnið markvisst að þvi, algjörlega ósmeykir við að fara utan og takast á við ný verkefni og framandi aðstæður. „Við höfðum fengið nasaþefinn af þvi að starfa erlendis og sáum að það hentaði okkur best,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson. Þeir fengu snemma áhuga á útrás. ,Á fyrsta fundinum eftir að við Maggi hittumst barst talið að því hvernig hægt væri að stækka fyrirtækið og þá kom strax fram að við yrðum að fara til útlanda þvi að ekki væri hægt að vaxa það hratt á íslandi. Síðan má segja að það hafi verið stefnan,“ segir Björgólfur Thor. Þeir fóru fljótlega að leita að vörutegundum sem gætu gengið á erlendum markaði og voru þá aðallega að velta því fyrir sér að reyna að selja íslenskan bjór erlendis. Ekki reyndist það hagkvæmt. Þá var það að þeim gafst tækifæri til að fylgja framleiðsluvélum, tækjum og búnaði Gosan út til Rússlands og þar með skapaðist færi á að flytja út þekkingu og reynslu. „Við skoðuðum alla möguleika sem gætu nýst til að heíja útrás. Markaðurinn hér er og verður á næstu árum innan við 300 þúsund manns og því er vöxtur takmarkaður," segir Björgólfur Guðmundsson. Sameign Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar: - 33% í Pharmaco hf. 100% í Samson eignarhaldsfélag ehf. - 51% f Bravo Premium Séreign Magnúsar Þorsteinssonar: - 50,5% í Flugfélaginu Atlanta hf. Séreign Björgólfs Guðmundssonar: - G8% í Eddu - útgáfu hf. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.