Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.11.2002, Qupperneq 22
MENN ÁRSINS Magnús Þorsteinsson Nafn: Magnús Þorsteinsson. Fæddur: Á Djúpavogi 6. desember 1961. Eiginkona: Fanney Benediktsdóttir. Menntun: Grunnskólapróf frá Eiðum, samvinnuskólapróf frá Bifröst. Ferill: Starfaði um skeið á skrifstofu SIS í London og síðan á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa áður en hann gerðist framkvæmdastjóri Viking Brugg hf. á Akureyri. Fram- kvæmdastjóri Baltic Bottling Plant Ltd í St. Pétursborg 1993. Einn af þremur stofnendum Bravo Group 1996 og sá um tæknilega framkvæmdastjórn. I dag stjórnarmaður í Heineken Russia og Atlanta hf. Stór hluthafi í Pharmaco hf. sem og Atlanta hf. Vararæðismaður í St. Pétursborg. Magnús Þorsteinsson er minnst þekktur þeirra Samson- félaga. Hann er alinn upp á landsbyggðinni og hefur því annan bakgrunn en hinir, - fæddur á Djúpavogi og alinn upp á Egilsstöðum. Faðir hans heitir Þorsteinn Sveins- son og er fv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum og móðir hans hét Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir og er hún látin. Magnús átti jafnaldra á Egilsstaðabýlinu og sótti mikið þangað, tók þátt í heyskap og sveitastörfum á býlunum í nágrenni Egilsstaða. Magnús hefur búið með ijölskyldu sinni á Akureyri frá 1988 að hann flutti þangað til að stjórna bruggverksmiðjunni Viking. Hann hefur stundað hálfgerða sjómennsku með veru sinni í St. Pétursborg síðustu 10 árin, dvalið þar 6-8 mánuði á ári. „Það getur vel verið að við færum okkur um set en við komum alltaf til með að eiga okkar heimili á Akureyri. Þar eru ræturnar og þar líður okkur vel. Það er gott að búa á Akureyri," segir hann gallharður um kosti þess að búa fyrir norðan. Magnús er flugáhugamaður og flýgur eins oft og hann getur. Hann keypti nýlega 50,5 prósenta hlut í flugfélaginu Atlanta og það liggur beinast við að velta fyrir sér hvort flugáhuginn hafi þar ráðið ferðinni. Hann segir svo ekki vera. Þetta hafi bara verið gott viðskiptatækifæri. „Þetta er ákaflega gott og skemmtilegt fyrirtæki sem er að miklum meirihluta starfandi á alþjóðlegum markaði. Það á vel við mig því að ég er alltaf á ferð og flugi um heiminn. Hjá Atlanta er gott fólk og góðir stofnendur sem ég þekki af góðu einu. Það er heppilegt að þetta er í þeim geira sem ég hef gaman af sem einkaflugmaður en það á ekkert sameigin- legt nema nafnið, að standa í flugrekstri og prikast á einhverri lítilli rellu í útsýnisflugi,“ segir hann. Magnús er maður margra áhugamála. „Eg hef svo mörg áhugamál að vinnan slitur í sundur fyrir mér daginn eins og maðurinn sagði,“ segir hann. „Eg hef áhuga á svo mörgu að ég hef varla tíma til að sofa. Eg hef gaman af að veiða og skjóta gæsir og ijúpur í hófi. Eg skýt þó bara í jólamatinn og hef engan áhuga á að veiða meira en það. Ég hef skotið villisvín í Rússlandi og haft gaman af. Eg er náttúrusinni og reyni að umgangast náttúruna af virðingu. Þannig er ég alinn upp. Ég fór mikið í gönguferðir með föður mínum á yngri árum og hef viða gengið um, t.d. farið á Hornstrandir og víðar. Ég fer hka á snjósleða á veturna þannig að ég tel það ákaflega mikil forréttindi að búa hér á landi og geta lagt stund á svo fjölbreytt áhugamál. Það er sennilega þáttur í því af hverju maður leitar norður í svalann, frelsið og víðáttuna.“ QZI Reksturinn til SÓma Samningar af þessu tagi nást í tveimur skrefum, hið fyrra þegar samningur er innsiglaður með handa- bandi og hið síðara við undirskrift. „Þegar við náðum saman og lokuðum með handabandi þá var það eftír lotu sem hafði staðið frá því klukkan tíu um morguninn ffam til klukkan hálfþrjú um nótt,“ rifjar Björgólfur Thor upp. - Þarf ekki að allt að vera pottþétt til að standast svona skoðun? Jú, allt þarf að vera alveg skothelt, 100 prósent. Það er ekki hægt að svara þessu öðruvísi," svarar Björgólfur Thor og faðir hans bætir við að stefnan hafi verið frá upphafi að selja verksmiðjuna alþjóðlegu fyrirtæki. Björgólfur Thor og Magnús hafi áttað sig á því að til þess þyrftu öll vinnubrögð að vera af alþjóðlegum staðli. Svo ánægjulega vildi til að ekkert var fundið að rekstrinum og hafa for- svarsmenn Heineken sagt eftir á að reksturinn hafi verið til sóma. „Það er gott og maður er stoltur af því,“ segir Björgólfur Thor. Litskrúðugir og skemmtilegir Rússland hefur breyst gríðarlega á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að haldið var í austurveg og hefur tíminn unnið með þeim. Björgólfur Thor lýsir Rússlandi sem erfiðu landi. „Þjóðin var að koma úr 70 ára valdníðslu. Gífur- legt umrót var í þjóðfélaginu og fólk var þjakað. Við höfðum alist upp við stöðugt rafmagn og heitt og kalt vatn eftír þörfum en þannig var þetta ekki í Rússlandi. Gríðarlegur hitamunur er á vetri og sumri og við uppgötvuðum allt í einu að við þurftum að hita vatnið á veturna til að geta búið til gosdrykki og á sumrin þurftum við að geta kælt það og kallaði þetta eitt á sérstakan búnað. í upphafi voru aðstæður eins erfiðar og hægt var að hugsa sér. Hins vegar líkaði okkur vel í Rússlandi. Rússar eru mjög merkileg þjóð og skemmtileg, - skyldari íslendingum en menn halda. Þeir eru erfiðir og dyntóttir og um leið litskrúðugir og skemmtilegir. Það er heilmikið spunnið í þessa þjóð,“ segir hann. Magnús samsinnir þessu og segir Rússa nota- lega og góða að eiga við á persónulegum nótum. „Það er kannski svolítið erfitt að kynnast þeim en þegar það er komið er þetta ákaflega elskulegt fólk.“ Rússland er eitt af víðfeðmustu ríkjum heims og þó að 90 prósent af starfsemi Bravo hafi verið í Pétursborg var fyrir- tækið með skrifstofur og vöruhús víðs 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.